Carlos Sainz með forystuna í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 16:15 Carlos Sainz á 9. dagleið í gær. Hinn reyndi og síungi spánverji Carlos Sainz er nú með rúmlega 7 mínútna forystu í Dakar rallinu eftir níundu dagleið keppninnar á Peugeot bíl sínum. Hann hafði einmitt sigur á 9. dagleiðinni. Dagleiðin í gær var stytt vegna þess hve margir höfðu lent í erfiðleikum, ekki síst vegna mikils hita. Annar á þessari dagleið varð óvænt Erik Van Loon á Mini bíl aðeins 10 sekúndum á eftir Sainz og Mikko Hirvonen, líka á Mini, varð þriðji 27 sekúndum á eftir Sainz. Sebastian Loeb sem leitt hafði Dakar rallið að mestu fram að dagleið 8 lenti annan daginn í röð í vandræðum og tapaði miklum tíma á fremstu menn og kláraði um klukkutíma á eftir Sainz. Hann er nú ekki á meðal 10 fremstu bíla þar sem hann tapaði enn meiri tíma á 8. dagleið keppninnar. Annar í heildarkeppninni nú er Stephane Petrhansel á Peugeot, en hann leiddi keppnina fyrir síðustu dagleið en tapaði 9 mínútum á Sainz í gær og er nú 7 mínútum og þremur sekúndum á eftir Sainz. Þriðji er nú Nasser Al-Attiyah og fjórði Mikko Hirvonen, báðir á Mini bílum. Þeir eru 14:38 og 34:50 mín. á eftir Sainz. Eftir þeim koma svo 3 Toyota bílar, þá 2 Mini og sá tíundi er Ciril Despres á Peugeot. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Hinn reyndi og síungi spánverji Carlos Sainz er nú með rúmlega 7 mínútna forystu í Dakar rallinu eftir níundu dagleið keppninnar á Peugeot bíl sínum. Hann hafði einmitt sigur á 9. dagleiðinni. Dagleiðin í gær var stytt vegna þess hve margir höfðu lent í erfiðleikum, ekki síst vegna mikils hita. Annar á þessari dagleið varð óvænt Erik Van Loon á Mini bíl aðeins 10 sekúndum á eftir Sainz og Mikko Hirvonen, líka á Mini, varð þriðji 27 sekúndum á eftir Sainz. Sebastian Loeb sem leitt hafði Dakar rallið að mestu fram að dagleið 8 lenti annan daginn í röð í vandræðum og tapaði miklum tíma á fremstu menn og kláraði um klukkutíma á eftir Sainz. Hann er nú ekki á meðal 10 fremstu bíla þar sem hann tapaði enn meiri tíma á 8. dagleið keppninnar. Annar í heildarkeppninni nú er Stephane Petrhansel á Peugeot, en hann leiddi keppnina fyrir síðustu dagleið en tapaði 9 mínútum á Sainz í gær og er nú 7 mínútum og þremur sekúndum á eftir Sainz. Þriðji er nú Nasser Al-Attiyah og fjórði Mikko Hirvonen, báðir á Mini bílum. Þeir eru 14:38 og 34:50 mín. á eftir Sainz. Eftir þeim koma svo 3 Toyota bílar, þá 2 Mini og sá tíundi er Ciril Despres á Peugeot.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent