Krefjast þess að máli Mirjam verði frestað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2016 16:27 Mirjam hefur dvalið í fangelsinu á Akureyri mánuðum saman. Hún á yfir höfði sér ellefu ára fangelsisvist staðfesti Hæstiréttur dóminn úr Héraðsdómi Reykjaness. Vísir Björgvin Jónsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjendur Mirjam Foekje Van Twuijver og Atla Freys Fjölnissonar, hafa farið fram á við Hæstarétt að málsmeðferð í máli þeirra fyrir réttinum verði frestað um ótiltekin tíma. Mirjam hlaut ellefu ára dóm og Atli Freyr fimm ára dóm í héraði fyrir aðild sína að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið við tálbeituaðgerð við Hótel Frón. Verjendurnir byggja kröfu sína á því að á því að héraðssaksóknari hafi nú hafið sakamálarannsókn vegna meintrar refsiverðrar háttsemi lögreglufulltrúa sem stýrði rannsóknaraðgerð í málinu. Í ljósi þess geti niðurstaða á þeirri rannsókn héraðssaksóknara varpað ljósi á málsatvik og haft áhrif á refsingu ákærðu í málinu í Hæstarétti. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi Atla Freys, sendisveinsins sem veitti gerviefnum viðtöku.Vísir/GVAYrði þyngsti dómur sögunnarVísir hefur fjallað um málið undanfarnar vikur og mánuði. Athygli vekur að þrátt fyrir að lögreglufulltrúinn, sem nú sætir rannsókn, hafi stýrt aðgerðum við Hótel Frón er engar upplýsingar þess efnis að finna í gögnum málsins þar sem meðal annars er að finna lögregluskýrslur. Bar hann ekki vitni í málinu fyrir héraði.Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort lögreglumanninum verði vísað frá störfum á meðan mál hans er rannsakað.Verði ellefu ára dómur yfir hollensku konunni staðfestur er um að ræða þyngsta dóm í sögu fíkniefnamála hér á landi. Þrátt fyrir það var hún einstaklega hjálpsöm við rannsókn lögreglu á málinu. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Björgvin Jónsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjendur Mirjam Foekje Van Twuijver og Atla Freys Fjölnissonar, hafa farið fram á við Hæstarétt að málsmeðferð í máli þeirra fyrir réttinum verði frestað um ótiltekin tíma. Mirjam hlaut ellefu ára dóm og Atli Freyr fimm ára dóm í héraði fyrir aðild sína að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið við tálbeituaðgerð við Hótel Frón. Verjendurnir byggja kröfu sína á því að á því að héraðssaksóknari hafi nú hafið sakamálarannsókn vegna meintrar refsiverðrar háttsemi lögreglufulltrúa sem stýrði rannsóknaraðgerð í málinu. Í ljósi þess geti niðurstaða á þeirri rannsókn héraðssaksóknara varpað ljósi á málsatvik og haft áhrif á refsingu ákærðu í málinu í Hæstarétti. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi Atla Freys, sendisveinsins sem veitti gerviefnum viðtöku.Vísir/GVAYrði þyngsti dómur sögunnarVísir hefur fjallað um málið undanfarnar vikur og mánuði. Athygli vekur að þrátt fyrir að lögreglufulltrúinn, sem nú sætir rannsókn, hafi stýrt aðgerðum við Hótel Frón er engar upplýsingar þess efnis að finna í gögnum málsins þar sem meðal annars er að finna lögregluskýrslur. Bar hann ekki vitni í málinu fyrir héraði.Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort lögreglumanninum verði vísað frá störfum á meðan mál hans er rannsakað.Verði ellefu ára dómur yfir hollensku konunni staðfestur er um að ræða þyngsta dóm í sögu fíkniefnamála hér á landi. Þrátt fyrir það var hún einstaklega hjálpsöm við rannsókn lögreglu á málinu. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18