Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2016 15:59 Friðrik Smári bar ábyrgð á tálbeituaðgerð við Hótel Frón í apríl en umræddur lögreglufulltrúi stýrði aðgerðinni í hans umboði. Vísir/Anton Brink Yfirmenn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar frá 2007 til 2014, vilja ekki staðfesta að Karl Steinar hafi útbúið og komið til sín greinargerð um mál lögreglufulltrúa sem um árabil hefur verið bent á að hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Þeir segjast ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Ásakanirnar hafa aldrei verið formlega rannsakaðar af ríkissaksóknara samkvæmt heimildum Vísis en þegar ásakanirnar voru hvað háværastar árið 2011 tilkynnti Karl Steinar undirmönnum sínum að rannsókn á þeim hefðu farið fram. Þær væru ekki á rökum reistar og menn skildu hætta að ræða þær. Karl Steinar sagði í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hann hefði sjálfur framkvæmt ákveðna grunnskoðun sem þó mætti ekki kalla rannsókn. Um sé að ræða almenna skoðun þeirra gagna sem liggi fyrir. Út frá því hafi hann útbúið greinargerð sem hann hafi sent til yfirmanna sinna og þannig fylgt öllum reglum. Geta hvorugir staðfest skil á greinargerð Umræddir yfirmenn eru Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn og Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis í dag segjast þeir ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Aðspurðir hvort þeir geti ekki staðfest að umrædd greinargerð hafi borist þeim segjast þeir aftur ekki geta tjáð sig um málið. Karl Steinar segist ekki hafa haft neina skoðun á því hvort vísa ætti málinu áfram til ríkissaksóknara. Hann hafi verið of nálægur starfsmönnum til að taka afstöðu til þess. Það hafi verið hlutverk yfirmanna hans. Hann vildi ekkert tjá sig um hvað kom fram í greinargerðinni sem hann segist hafa skilað til Friðriks og Jóns. Karl Steinar segist hafa fylgt öllum verkferlum.Vísir/Ernir Minnist ekki orðalagsins Fundinum sem Karl Steinar boðaði til vegna ásakananna man Karl Steinar eftir. Eins og áður er fram komið fullyrti Karl Steinar á fundinum að rannsókn væri lokið á málinu. Hann segist sjálfur ekki muna orðalagið sem hann notaði.„Ég minnist þess að hafa sagt mínum mönnum að málið væri úr okkar höndum. Við ættum að einbeita okkur að því sem við værum ráðin til þess að gera, sem væri að vinna vinnuna okkar.“ Lögreglufulltrúinn var þrívegis færður til í starfi á síðari hluta ársins 2015. Ábendingar hafa borist yfirmönnum hans árum saman og þá stýrði hann tálbeituaðgerð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem út um þúfur fór í apríl í fyrra. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Yfirmenn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar frá 2007 til 2014, vilja ekki staðfesta að Karl Steinar hafi útbúið og komið til sín greinargerð um mál lögreglufulltrúa sem um árabil hefur verið bent á að hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Þeir segjast ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Ásakanirnar hafa aldrei verið formlega rannsakaðar af ríkissaksóknara samkvæmt heimildum Vísis en þegar ásakanirnar voru hvað háværastar árið 2011 tilkynnti Karl Steinar undirmönnum sínum að rannsókn á þeim hefðu farið fram. Þær væru ekki á rökum reistar og menn skildu hætta að ræða þær. Karl Steinar sagði í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hann hefði sjálfur framkvæmt ákveðna grunnskoðun sem þó mætti ekki kalla rannsókn. Um sé að ræða almenna skoðun þeirra gagna sem liggi fyrir. Út frá því hafi hann útbúið greinargerð sem hann hafi sent til yfirmanna sinna og þannig fylgt öllum reglum. Geta hvorugir staðfest skil á greinargerð Umræddir yfirmenn eru Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn og Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis í dag segjast þeir ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Aðspurðir hvort þeir geti ekki staðfest að umrædd greinargerð hafi borist þeim segjast þeir aftur ekki geta tjáð sig um málið. Karl Steinar segist ekki hafa haft neina skoðun á því hvort vísa ætti málinu áfram til ríkissaksóknara. Hann hafi verið of nálægur starfsmönnum til að taka afstöðu til þess. Það hafi verið hlutverk yfirmanna hans. Hann vildi ekkert tjá sig um hvað kom fram í greinargerðinni sem hann segist hafa skilað til Friðriks og Jóns. Karl Steinar segist hafa fylgt öllum verkferlum.Vísir/Ernir Minnist ekki orðalagsins Fundinum sem Karl Steinar boðaði til vegna ásakananna man Karl Steinar eftir. Eins og áður er fram komið fullyrti Karl Steinar á fundinum að rannsókn væri lokið á málinu. Hann segist sjálfur ekki muna orðalagið sem hann notaði.„Ég minnist þess að hafa sagt mínum mönnum að málið væri úr okkar höndum. Við ættum að einbeita okkur að því sem við værum ráðin til þess að gera, sem væri að vinna vinnuna okkar.“ Lögreglufulltrúinn var þrívegis færður til í starfi á síðari hluta ársins 2015. Ábendingar hafa borist yfirmönnum hans árum saman og þá stýrði hann tálbeituaðgerð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem út um þúfur fór í apríl í fyrra.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30
Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00
Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00