Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Ritstjórn skrifar 11. janúar 2016 03:08 Gosling og Pitt saman á sviði. Be still our beating heart. Glamour/Getty Golden Globes hátíðin er þekkt fyrir að vera mun léttari og hressari en Óskarsverðlaunahátíðin, sem tekur sig mun hátíðlegar. Mörg skondin og skemmtileg atvik áttu sér stað á Golden Globe. Kynnirinn Ricky Gervais fór á kostum og leikararnir léku á alls oddi. Uppistand Gervais má sjá hér. Hér er það sem stóð uppúr: Það ætlaði allt að verða vitlaust þegar tveir myndarlegustu leikarar heims, Ryan Gosling og Brad Pitt, mættu saman á sviðið. Ekki á hverjum degi sem slík fegurð prýðir það svið.Eva Longoria og America Ferrera. Eða hvað.Eva Longoria og America Ferrera voru kynntar á svið af Ricky Gervais sem leikkonurnar sem Donald Trump myndi láta senda úr landi, ef hann næði kjöri sem forseti. Þær tóku svo sinn eigin brandara á sviðinu og gerðu grín að því þegar fólk ruglar saman suður amerískum leikkonum: "Hæ, ég er Eva Longoria, ekki Eva Mendes," sagði Longoria. "Ég er America Ferrera, ekki Gina Rodriguez," Ferrera bætti við. "Og hvorug okkar er Rosario Dawson," Longoria hélt áfram. "Vel orðað, Selma," svaraði Ferrera "Takk, Charo," svaraði Longoria.„Þegar Brad og Angelina sjá næstu tvo kynna, þá eiga þau eftir að vilja ættleiða þá,“ sagði kynnirinn Ricky Gervais þegar Kevin Hart og Ken Jeong mættu á svið.Leikarinn Jamie Foxx tók málin í sínar hendur og tilkynnti að kvikmyndin Straight Outta Compton væri vinningshafinn fyrir bestu tónlistina. Sú mynd var hinsvegar ekki tilnefnd.„Ég er að segja ykkur það. Ég sá Guð,“ sagði leikstjórinn Alejandro González Iñárritu, þegar hann tók við styttunni af leikaranum Morgan Freeman, sem jú lék Guð í myndinni Yes man. „Ég vona að hann hlaupi geðveikt hratt upp stigann“ sagði leikarinn Jon Hamm þegar Sylvester Stallone vann Golden Globe fyrir hlutverk sitt í Creed. Donald Trump Glamour Tíska Golden Globes Mest lesið Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Með íslenska skartgripi á Sundance Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Ný herferð Balenciaga markar kaflaskil Glamour
Golden Globes hátíðin er þekkt fyrir að vera mun léttari og hressari en Óskarsverðlaunahátíðin, sem tekur sig mun hátíðlegar. Mörg skondin og skemmtileg atvik áttu sér stað á Golden Globe. Kynnirinn Ricky Gervais fór á kostum og leikararnir léku á alls oddi. Uppistand Gervais má sjá hér. Hér er það sem stóð uppúr: Það ætlaði allt að verða vitlaust þegar tveir myndarlegustu leikarar heims, Ryan Gosling og Brad Pitt, mættu saman á sviðið. Ekki á hverjum degi sem slík fegurð prýðir það svið.Eva Longoria og America Ferrera. Eða hvað.Eva Longoria og America Ferrera voru kynntar á svið af Ricky Gervais sem leikkonurnar sem Donald Trump myndi láta senda úr landi, ef hann næði kjöri sem forseti. Þær tóku svo sinn eigin brandara á sviðinu og gerðu grín að því þegar fólk ruglar saman suður amerískum leikkonum: "Hæ, ég er Eva Longoria, ekki Eva Mendes," sagði Longoria. "Ég er America Ferrera, ekki Gina Rodriguez," Ferrera bætti við. "Og hvorug okkar er Rosario Dawson," Longoria hélt áfram. "Vel orðað, Selma," svaraði Ferrera "Takk, Charo," svaraði Longoria.„Þegar Brad og Angelina sjá næstu tvo kynna, þá eiga þau eftir að vilja ættleiða þá,“ sagði kynnirinn Ricky Gervais þegar Kevin Hart og Ken Jeong mættu á svið.Leikarinn Jamie Foxx tók málin í sínar hendur og tilkynnti að kvikmyndin Straight Outta Compton væri vinningshafinn fyrir bestu tónlistina. Sú mynd var hinsvegar ekki tilnefnd.„Ég er að segja ykkur það. Ég sá Guð,“ sagði leikstjórinn Alejandro González Iñárritu, þegar hann tók við styttunni af leikaranum Morgan Freeman, sem jú lék Guð í myndinni Yes man. „Ég vona að hann hlaupi geðveikt hratt upp stigann“ sagði leikarinn Jon Hamm þegar Sylvester Stallone vann Golden Globe fyrir hlutverk sitt í Creed.
Donald Trump Glamour Tíska Golden Globes Mest lesið Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Með íslenska skartgripi á Sundance Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Ný herferð Balenciaga markar kaflaskil Glamour