Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2016 16:27 Starfsmenn á vegum yfirvalda úða skordýraeitri til að fækka moskítóflugum á karnivalsvæðinu í Ríó de Janeiro. Vísir/AFP Mögulegt er að bóluefni vegna Zika-veirunnar verði tilbúið fyrir lok ársins svo hægt verði að nota það í neyðartilvikum. Þetta segir vísindamaðurinn Gary Kobinger sem vinnur nú að gerð bóluefnis. Kobinger vann meðal annars að því að þróa bóluefni sem gaf góða raun gegn Ebóla-veirunni í Gíneu og segir að bóluefnið sé auðvelt í framleiðslu og því verði hægt að framleiða það í miklu magni loks þegar það verður klárt. Komist bóluefnið í gegnum prófanir verði hægt að nota það í neyðartilvikum í október eða nóvember.Sjá einnig: Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunniEr þetta mun fyrr en bandarísk yfirvöld hafa áætlað. Hafa þau sagt að það muni taka mörg ár að þróa bóluefni við Zika-veirunni. Veiran smitast með moskító-flugum en mögulegt þykir að hún geti einnig smitast við kynmök. Veiran er flokkuð sem alvarleg ógn við heilsufar manna en talið er að hún geti valdið heilaskaða í nýburum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að veiran breiðist út með ógnarhraða og búið er að greina smit í bæði Svíþjóð og Danmörku.Tvö fyrirtæki vinna nú að gerð bóluefnis í samvinnu við háskóla. Miðað við ummæli Kobinger er hann og hans teymi langt á undan öðrum en forstjóri lyfjafyrirtækisins Inovio sem er í samstarfi við Kobinger segir að það verði erfitt að ná markmiðum Kobinger en alls ekki ómögulegt.Sjá einnig: Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefniUm 80 prósent sem bera veiruna finna fyrir engum einkennum. Fyrir vikið er erfiðara fyrir barnshafandi konur að átta sig á því hvort þær séu smitaðar en yfirvöld í Mið-Ameríkuríkjum hafa farið fram á það að íbúar fresti barneignum vegna hættunnar sem veiran felur í sér. Zika-veiran var fyrst greind í Úganda árið 1947, en hefur aldrei breiðst út með þeim hætti og nú er. Brasilísk yfirvöld tilkynntu um fyrstu tilfellin í Suður-Ameríku í maí síðastliðinn. Zíka Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Mögulegt er að bóluefni vegna Zika-veirunnar verði tilbúið fyrir lok ársins svo hægt verði að nota það í neyðartilvikum. Þetta segir vísindamaðurinn Gary Kobinger sem vinnur nú að gerð bóluefnis. Kobinger vann meðal annars að því að þróa bóluefni sem gaf góða raun gegn Ebóla-veirunni í Gíneu og segir að bóluefnið sé auðvelt í framleiðslu og því verði hægt að framleiða það í miklu magni loks þegar það verður klárt. Komist bóluefnið í gegnum prófanir verði hægt að nota það í neyðartilvikum í október eða nóvember.Sjá einnig: Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunniEr þetta mun fyrr en bandarísk yfirvöld hafa áætlað. Hafa þau sagt að það muni taka mörg ár að þróa bóluefni við Zika-veirunni. Veiran smitast með moskító-flugum en mögulegt þykir að hún geti einnig smitast við kynmök. Veiran er flokkuð sem alvarleg ógn við heilsufar manna en talið er að hún geti valdið heilaskaða í nýburum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að veiran breiðist út með ógnarhraða og búið er að greina smit í bæði Svíþjóð og Danmörku.Tvö fyrirtæki vinna nú að gerð bóluefnis í samvinnu við háskóla. Miðað við ummæli Kobinger er hann og hans teymi langt á undan öðrum en forstjóri lyfjafyrirtækisins Inovio sem er í samstarfi við Kobinger segir að það verði erfitt að ná markmiðum Kobinger en alls ekki ómögulegt.Sjá einnig: Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefniUm 80 prósent sem bera veiruna finna fyrir engum einkennum. Fyrir vikið er erfiðara fyrir barnshafandi konur að átta sig á því hvort þær séu smitaðar en yfirvöld í Mið-Ameríkuríkjum hafa farið fram á það að íbúar fresti barneignum vegna hættunnar sem veiran felur í sér. Zika-veiran var fyrst greind í Úganda árið 1947, en hefur aldrei breiðst út með þeim hætti og nú er. Brasilísk yfirvöld tilkynntu um fyrstu tilfellin í Suður-Ameríku í maí síðastliðinn.
Zíka Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17
Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09
Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25
Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52