Lífið

Ísland í dag: Ætlar í magabandsaðgerð og leyfir þjóðinni að fylgjast með

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fróðlegur þáttur í kvöld.
Fróðlegur þáttur í kvöld. vísir/arnþór
Yfir 500 Íslendingar hafa nú farið í svokallaða magabandsaðgerð í baráttu sinni við offitu. Hjúkrunarfræðingurinn og blaðamaðurinn Ragnheiður Eiríksdóttir er á leið í slíka aðgerð en Ísland í dag mun fylgja henni eftir.

Ragnheiður segist hafa verið of þung í rúman áratug en leggur áherslu á að hún sé ekki að fara í aðgerðina til að sækjast eftir breyttu útliti.

„Ég fíla líkama minn í tætlur og er ekki feimin. Það er heilsufarið sem ég hef áhyggjur af enda er þetta spurning um hvenær en ekki hvort ég fæ einhverja heilsutengda fylgikvilla offitu á borð við sykursýki tvö, háþrýsting eða slitgigt auk þess sem tíðni ákveðinna tegunda krabbameina eykst hjá fólki í yfirþyngd.”

Fyrsta innslagið um Ragnheiði og magabandsaðgerðina birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld, en þátturinn hefst kl. 18.55 í opinni dagskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×