Fráleitar ásakanir í skjóli nafnleyndar Steinþór Pálsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Í Skjóðunni í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, voru í gær settar fram alvarlegar rangfærslur og dylgjur í garð stjórnenda Landsbankans í skjóli nafnleyndar. Óhjákvæmilegt er að bregðast við þeim. Í Skjóðunni segir m.a. að það sé „ekki hægt að halda því fram að að mönnum hafi ekki verið kunnugt um söluna á Visa Europe, sem nú færir nýjum eigendum marga milljarða“. Við í Landsbankanum höfum aldrei sagt að við vissum ekki af valréttinum milli Visa Inc. og Visa Europe.Ekkert lá fyrir um að Borgun ætti að fá greiðslur vegna Visa Europe Við söluna á Borgun lá á hinn bóginn ekkert fyrir um að Borgun ætti rétt á að fá greiðslur vegna hans. Þessar upplýsingar lágu heldur ekki fyrir við fyrri viðskipti með hluti í Borgun, s.s. á árunum 2010 og 2011, en valrétturinn er frá 2007. Landsbankinn hefur fengið þær upplýsingar að greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe byggist að mestu leyti á erlendum Visa-umsvifum á því rúmlega ári sem liðið er frá því bankinn seldi hlut sinn. Stjórnendur Borgunar hafa greint frá miklum vexti í útlöndum á árinu 2015. Landsbankinn vissi af áformum um vöxt erlendis en taldi þau áhættusöm, m.a. í ljósi fyrri útrásarsögu íslenskra kortafyrirtækja. Gagnrýni á bankann fyrir að selja á röngum tíma er skiljanleg en hafa verður í huga að bankinn sá ekki fyrir – fremur en aðrir – greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe. Landsbankinn taldi mikilvægt að selja minnihlutaeign sína í báðum kortafyrirtækjunum til að stuðla að sátt á kortamarkaði, enda lá fyrir sú afstaða Samkeppniseftirlitsins að aðeins einn banki mætti vera í eigendahópi kortafyrirtækis. Bankinn seldi 31,2% hlut sinn á 2,2 milljarða króna. Söluverðið var 88% hærra en eigið fé Borgunar sem telst hátt verð fyrir fjármálafyrirtæki.Mark tekið á gagnrýninni Fullyrðingar Skjóðunnar um ásetning stjórnenda um að valda bankanum tjóni og að eignum hafi verið komið til „sérvalinna vina“ eru ósannar og fráleitar. Við höfum tekið mark á gagnrýninni á söluferlið. Við hefðum betur haft söluferlið opið og við höfum breytt stefnu okkar til samræmis við það. Frá því fyrst var greint frá greiðslum til Borgunar vegna Visa Europe í sl. viku hefur Landsbankinn lagt sig fram við að svara fyrirspurnum fjölmiðla og almennings. Til að gera nánari grein fyrir sölunni á hlutnum í Borgun opnaði bankinn á mánudag upplýsingasíðu á vef sínum. Við vonum að sem flestir kynni sér málið, líka þeir sem rita pistla undir nafnleynd í fjölmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Tengdar fréttir Skussar ársins – eða ótíndir skúrkar? Skjóðan segir að bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans hafi skaðað eigendur bankans. 27. janúar 2016 07:00 Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í Skjóðunni í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, voru í gær settar fram alvarlegar rangfærslur og dylgjur í garð stjórnenda Landsbankans í skjóli nafnleyndar. Óhjákvæmilegt er að bregðast við þeim. Í Skjóðunni segir m.a. að það sé „ekki hægt að halda því fram að að mönnum hafi ekki verið kunnugt um söluna á Visa Europe, sem nú færir nýjum eigendum marga milljarða“. Við í Landsbankanum höfum aldrei sagt að við vissum ekki af valréttinum milli Visa Inc. og Visa Europe.Ekkert lá fyrir um að Borgun ætti að fá greiðslur vegna Visa Europe Við söluna á Borgun lá á hinn bóginn ekkert fyrir um að Borgun ætti rétt á að fá greiðslur vegna hans. Þessar upplýsingar lágu heldur ekki fyrir við fyrri viðskipti með hluti í Borgun, s.s. á árunum 2010 og 2011, en valrétturinn er frá 2007. Landsbankinn hefur fengið þær upplýsingar að greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe byggist að mestu leyti á erlendum Visa-umsvifum á því rúmlega ári sem liðið er frá því bankinn seldi hlut sinn. Stjórnendur Borgunar hafa greint frá miklum vexti í útlöndum á árinu 2015. Landsbankinn vissi af áformum um vöxt erlendis en taldi þau áhættusöm, m.a. í ljósi fyrri útrásarsögu íslenskra kortafyrirtækja. Gagnrýni á bankann fyrir að selja á röngum tíma er skiljanleg en hafa verður í huga að bankinn sá ekki fyrir – fremur en aðrir – greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe. Landsbankinn taldi mikilvægt að selja minnihlutaeign sína í báðum kortafyrirtækjunum til að stuðla að sátt á kortamarkaði, enda lá fyrir sú afstaða Samkeppniseftirlitsins að aðeins einn banki mætti vera í eigendahópi kortafyrirtækis. Bankinn seldi 31,2% hlut sinn á 2,2 milljarða króna. Söluverðið var 88% hærra en eigið fé Borgunar sem telst hátt verð fyrir fjármálafyrirtæki.Mark tekið á gagnrýninni Fullyrðingar Skjóðunnar um ásetning stjórnenda um að valda bankanum tjóni og að eignum hafi verið komið til „sérvalinna vina“ eru ósannar og fráleitar. Við höfum tekið mark á gagnrýninni á söluferlið. Við hefðum betur haft söluferlið opið og við höfum breytt stefnu okkar til samræmis við það. Frá því fyrst var greint frá greiðslum til Borgunar vegna Visa Europe í sl. viku hefur Landsbankinn lagt sig fram við að svara fyrirspurnum fjölmiðla og almennings. Til að gera nánari grein fyrir sölunni á hlutnum í Borgun opnaði bankinn á mánudag upplýsingasíðu á vef sínum. Við vonum að sem flestir kynni sér málið, líka þeir sem rita pistla undir nafnleynd í fjölmiðla.
Skussar ársins – eða ótíndir skúrkar? Skjóðan segir að bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans hafi skaðað eigendur bankans. 27. janúar 2016 07:00
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun