Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. janúar 2016 20:24 Metfjöldi hælisleitanda leitaði til Íslands í fyrra. mynd/rósa björk / vísir/getty Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur beint fyrirspurn til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, hvort og hve oft endurgreiðslu ákvæðum útlendingalaga hafi verið beitt á undanförnum fimm árum. Í útlendingalögum eru tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar sem til fellur vegna réttaraðstoðar hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á því en hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Í gær voru samþykkt lög í danska þinginu sem heimila meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Breytingarnar þykja afar umdeildar en þær voru samþykktar með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ segir Rósa Björk í samtali við Vísi. „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra, sem hlýtur þá að heimila að rukka þá fyrir lögfræðivinnu eða aðstoð ríkisins. Mér finnst það ansi lágt lagst og þykir áhugavert að sjá hvort þessari heimild hafi verið beitt.“ Fyrirspurn Rósu snýr einnig að því hve háar upphæðir ræðir í samtals og í hverju tilfelli fyrir sig. Að auki spyr hún hvort ráðherra hafi í hyggju að fella ákvæðin úr lögunum. Ákvæðunum var bætt inn í lögin þegar Ragna Árnadóttir var innanríkisráðherra en það var gert með lögum nr. 115/2010. Rósa Björk er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs auk þess að vera framkvæmdastýra þingflokksins. Hún situr nú á þingi í stað Ögmundar Jónassonar. Frá því hún tók sæti fyrir tveimur dögum hefur hún lagt fram fimm fyrirspurnir sem snúast meðal annars um samskiptavanda innan lögreglunnar og hrefnuveiðar. Alþingi Flóttamenn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur beint fyrirspurn til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, hvort og hve oft endurgreiðslu ákvæðum útlendingalaga hafi verið beitt á undanförnum fimm árum. Í útlendingalögum eru tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar sem til fellur vegna réttaraðstoðar hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á því en hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Í gær voru samþykkt lög í danska þinginu sem heimila meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Breytingarnar þykja afar umdeildar en þær voru samþykktar með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ segir Rósa Björk í samtali við Vísi. „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra, sem hlýtur þá að heimila að rukka þá fyrir lögfræðivinnu eða aðstoð ríkisins. Mér finnst það ansi lágt lagst og þykir áhugavert að sjá hvort þessari heimild hafi verið beitt.“ Fyrirspurn Rósu snýr einnig að því hve háar upphæðir ræðir í samtals og í hverju tilfelli fyrir sig. Að auki spyr hún hvort ráðherra hafi í hyggju að fella ákvæðin úr lögunum. Ákvæðunum var bætt inn í lögin þegar Ragna Árnadóttir var innanríkisráðherra en það var gert með lögum nr. 115/2010. Rósa Björk er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs auk þess að vera framkvæmdastýra þingflokksins. Hún situr nú á þingi í stað Ögmundar Jónassonar. Frá því hún tók sæti fyrir tveimur dögum hefur hún lagt fram fimm fyrirspurnir sem snúast meðal annars um samskiptavanda innan lögreglunnar og hrefnuveiðar.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira