Ríkið vill svipta flugvirkja Samgöngustofu samningsréttinum Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2016 18:40 Ríkið vill svipta flugvirkja hjá Samgöngustofu, sem verið hafa í verkfalli í hálfan mánuð, verkfallsréttinum. Þeir hafa verið samningslausir í 27 ár og krefjast engra launahækkana. Ekkert eftirlit er með íslenskri flugstarfsemi í verkfallinu sem getur haft áhrif á stöðu hennar samkvæmt alþjóðasamningum. Flugvirkjar hjá Samgöngustofu hafa verið án kjarasamnings í 27 ár en fyrir 24 árum úrskurðaði félagsdómur að ríkinu bæri að gera við þá kjarasamning. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Rúnar Sighvatsson flugvirki, sem situr í samninganefnd, segir að Flugmálastjórn, forveri Samgöngustofu, hafi samþykkt á sínum tíma að greiða flugvirkjunum sambærileg laun og aðrir flugvirkjar hjá ríkinu, sem starfa hjá Landhelgisgæslunni, hafa. „Sá samningur var gerður árið 1997 og hefur verið í gildi í 19 ár. Þeim samningi hefur ríkið nú sagt upp. Þannig að við erum bæði launasamningslausir við ríkið og kjarasamningslausir,“ segir Rúnar.Hver er ykkar meginkrafa?„Að fá kjarasamning við ríkið í kring um þau kaup og kjör sem við erum þegar með í dag. En það þarf að útlista önnur atriði en bara launin í kjarasamningnum.Það er okkar krafa,“ segir Rúnar. Hann og félagar hans séu því ekki að fara fram á neina launahækkun.Verkfall flugvirkja hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar.Vísir/GVAEn á þessa kröfu hlustar ríkið ekki og hefur nú einhliða ákveðið að lækka laun flugvirkjana og setja þá frá og með 15. febrúar næst komandi á lista yfir hópa sem mega ekki fara í verkfall. En yfirstandandi verkfall hefur staðið frá 11. janúar án eiginlegra samningafunda.Launalausir í verkfallinu„Við munum vera í verkfalli eins lengi og við þurfum. Við erum að færa miklar fórnir. Það er enginn verkfallssjóður og við erum kauplausir. Við færum persónulega miklar fórnir eins og iðnaðurinn. En við munum standa þetta eins lengi og við þurfum,“ segir Rúnar. Verkfallið hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar. En félagið hefur nú þegar tvær Bombardier Q 200 flugvélar í flota sínum.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Vísir/GVAFlugfélagið hafði áætlað að taka þrjár Bombardier Q 400 flugvélar í notkun á næstu mánuðum. En ekki tókst vegna verkfallsins að fljúga fyrstu flugvélinni milli flugvalla í Bretlandi í málningu í síðustu viku vegna skorts á leyfum. „Þannig að þetta er nú þegar farið að hafa áhrif á okkar rekstur,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Ef þetta verkfall dregst um nokkrar vikur, hvað þýðir það fyrir ykkur?„Það þýðir að innleiðingaráætlun okkar er í uppnámi. Það getur haft, þegar líður á vorið, veruleg áhrif á okkar flugáætlun,“ segir Árni og þá er ótalinn sá kostnaður sem því myndi fylgja. Verkfallið tefur þjálfun áhafna og flugvirkja og innleiðingu viðhaldsáætlana. Áhrifin ná einnig til nýskráninga fimm nýrra flugvéla hjá Wow Air og einnar hjá flugfélaginu Erni. Ísland er aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu sem gerir íslenskum rekstraraðilum flugvéla og viðhaldsstöðva kleift að starfa um alla Evrópu. Sú stofnun hlýtur að gera athugasemdir fljótlega ef ekkert opinbert eftirlit er með viðhaldsstöðvum og flugfélögum á íslenskum leyfum. Verkfall 2016 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Ríkið vill svipta flugvirkja hjá Samgöngustofu, sem verið hafa í verkfalli í hálfan mánuð, verkfallsréttinum. Þeir hafa verið samningslausir í 27 ár og krefjast engra launahækkana. Ekkert eftirlit er með íslenskri flugstarfsemi í verkfallinu sem getur haft áhrif á stöðu hennar samkvæmt alþjóðasamningum. Flugvirkjar hjá Samgöngustofu hafa verið án kjarasamnings í 27 ár en fyrir 24 árum úrskurðaði félagsdómur að ríkinu bæri að gera við þá kjarasamning. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Rúnar Sighvatsson flugvirki, sem situr í samninganefnd, segir að Flugmálastjórn, forveri Samgöngustofu, hafi samþykkt á sínum tíma að greiða flugvirkjunum sambærileg laun og aðrir flugvirkjar hjá ríkinu, sem starfa hjá Landhelgisgæslunni, hafa. „Sá samningur var gerður árið 1997 og hefur verið í gildi í 19 ár. Þeim samningi hefur ríkið nú sagt upp. Þannig að við erum bæði launasamningslausir við ríkið og kjarasamningslausir,“ segir Rúnar.Hver er ykkar meginkrafa?„Að fá kjarasamning við ríkið í kring um þau kaup og kjör sem við erum þegar með í dag. En það þarf að útlista önnur atriði en bara launin í kjarasamningnum.Það er okkar krafa,“ segir Rúnar. Hann og félagar hans séu því ekki að fara fram á neina launahækkun.Verkfall flugvirkja hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar.Vísir/GVAEn á þessa kröfu hlustar ríkið ekki og hefur nú einhliða ákveðið að lækka laun flugvirkjana og setja þá frá og með 15. febrúar næst komandi á lista yfir hópa sem mega ekki fara í verkfall. En yfirstandandi verkfall hefur staðið frá 11. janúar án eiginlegra samningafunda.Launalausir í verkfallinu„Við munum vera í verkfalli eins lengi og við þurfum. Við erum að færa miklar fórnir. Það er enginn verkfallssjóður og við erum kauplausir. Við færum persónulega miklar fórnir eins og iðnaðurinn. En við munum standa þetta eins lengi og við þurfum,“ segir Rúnar. Verkfallið hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar. En félagið hefur nú þegar tvær Bombardier Q 200 flugvélar í flota sínum.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Vísir/GVAFlugfélagið hafði áætlað að taka þrjár Bombardier Q 400 flugvélar í notkun á næstu mánuðum. En ekki tókst vegna verkfallsins að fljúga fyrstu flugvélinni milli flugvalla í Bretlandi í málningu í síðustu viku vegna skorts á leyfum. „Þannig að þetta er nú þegar farið að hafa áhrif á okkar rekstur,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Ef þetta verkfall dregst um nokkrar vikur, hvað þýðir það fyrir ykkur?„Það þýðir að innleiðingaráætlun okkar er í uppnámi. Það getur haft, þegar líður á vorið, veruleg áhrif á okkar flugáætlun,“ segir Árni og þá er ótalinn sá kostnaður sem því myndi fylgja. Verkfallið tefur þjálfun áhafna og flugvirkja og innleiðingu viðhaldsáætlana. Áhrifin ná einnig til nýskráninga fimm nýrra flugvéla hjá Wow Air og einnar hjá flugfélaginu Erni. Ísland er aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu sem gerir íslenskum rekstraraðilum flugvéla og viðhaldsstöðva kleift að starfa um alla Evrópu. Sú stofnun hlýtur að gera athugasemdir fljótlega ef ekkert opinbert eftirlit er með viðhaldsstöðvum og flugfélögum á íslenskum leyfum.
Verkfall 2016 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira