Handbolti

Fjórði sigur Hauka í röð | Ramune með 12 mörk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ramune Pekarskyte héldu engin bönd í dag.
Ramune Pekarskyte héldu engin bönd í dag. vísir/stefán
Haukar unnu sinn fjórða leik í röð í Olís-deild kvenna þegar liðið bar sigurorð af Fram, 29-27, í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í dag.

Haukar hafa aðeins tapað tveimur af 16 leikjum sínum í vetur en þeir sitja í 4. sæti deildarinnar með 26 stig.

Fram er í sætinu fyrir neðan með 23 stig en liðið hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni.

Framkonur leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 15-19, en í seinni hálfleik hertu Haukar vörnina og héldu Fram í aðeins átta mörkum.

Ramune Pekarskyte fór mikinn í liði Hauka og skoraði 12 mörk en hún er komin með 107 mörk í deildinni í vetur.

Hildur Þorgeirsdóttir skoraði níu mörk fyrir Fram en Ragnheiður Júlíusdóttir kom næst með sjö mörk.

Mörk Hauka:

Ramune Pekarskyte 12, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Karen Helga Díönudóttir 4, Vilborg Pétursdóttir 3, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Maria Ines Da Silve Pereira 3.

Mörk Fram:

Hildur Þorgeirsdóttir 9, Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Steinunn Björnsdóttir 5, Hulda Dagsdóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 1, Marthe Sördal 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×