Fegurðardrottning íhugar forsetaframboð Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2016 09:44 Verulegar líkur eru á því að Linda muni gefa á sér kost í baráttuna um Bessastaði, en undirbúningur hugsanlegs framboðs hennar hefur staðið lengi. Lindu Pétursdóttur, athafnakonu og fyrrum alheimsfegurðardrottningu, hefur á undanförnum vikum borist mikill fjöldi áskorana um að bjóða sig fram til embættis Forseta Íslands í komandi forsetakosningum. Vegna þessa, hefur undirbúningshópur komið reglulega saman í þeim tilgangi, að undirbúa slíkt hugsanlegt framboð. Einn úr hópnum, Árni Stefán Árnason dýraréttindalögfræðingur, segir að þetta hafi verið til athugunar nú í þó nokkurn tíma. „Hún vill leggja gott af mörkum og nýta frægð sína í þágu góðra mála á Íslandi og á alþjóðavettvangi, að sjálfsögðu, konan er heimþekkt.“Árni Stefán dýralögfræðingur er í undirbúningshópi fyrir mögulegt framboð Lindu.Samkvæmt Árna Stefáni hefur Linda lengi velt fyrir sér þessum möguleika og hefur mikinn áhuga á því að láta til sín taka á þessum vettvangi. Linda lítur einkum til Vigdísar Finnbogadóttur og vill vera sameiningartákn, öðru fremur. Sjálf segist Linda , vegna hvatninga, hafa vaxandi áhuga á að þjóna þjóð sinni í þessu áhrifamikla embætti og bjóða henni þannig, að njóta góðs af þeirri góðvild, sem hún hefur áunnið sér um allan heim, án þess þó að hafa tekið endanlega ákvörðun um framboð. Linda er stödd erlendis. Hún segist hafa sérstakan áhuga á samfélagsumbótum, bættum hag allra Íslendinga, með búsetureynslu sinni úr dreifbýli og þéttbýli. Þá hefur hún mikinn áhuga á öllum málefnum, sem lúta að umhverfisvernd. Innan undirbúningshóps forsetaframboðs Lindu velkjast menn hvergi í vafa um að hún yrði góður og farsæll leiðtogi innanlands sem utan; hún gæti með hugsjónum sínum haft jákvæð áhrif um allan heim, enda vel þekkt, vinsæl og jákvæð en á sama tíma einbeitt og vel til þess fallin að koma góðum verkum áleiðis, mannkyni og umhverfi til framdráttar. Ef af verður mun formleg tilkynning um framboðið liggja fyrir innan tíðar. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55 Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lindu Pétursdóttur, athafnakonu og fyrrum alheimsfegurðardrottningu, hefur á undanförnum vikum borist mikill fjöldi áskorana um að bjóða sig fram til embættis Forseta Íslands í komandi forsetakosningum. Vegna þessa, hefur undirbúningshópur komið reglulega saman í þeim tilgangi, að undirbúa slíkt hugsanlegt framboð. Einn úr hópnum, Árni Stefán Árnason dýraréttindalögfræðingur, segir að þetta hafi verið til athugunar nú í þó nokkurn tíma. „Hún vill leggja gott af mörkum og nýta frægð sína í þágu góðra mála á Íslandi og á alþjóðavettvangi, að sjálfsögðu, konan er heimþekkt.“Árni Stefán dýralögfræðingur er í undirbúningshópi fyrir mögulegt framboð Lindu.Samkvæmt Árna Stefáni hefur Linda lengi velt fyrir sér þessum möguleika og hefur mikinn áhuga á því að láta til sín taka á þessum vettvangi. Linda lítur einkum til Vigdísar Finnbogadóttur og vill vera sameiningartákn, öðru fremur. Sjálf segist Linda , vegna hvatninga, hafa vaxandi áhuga á að þjóna þjóð sinni í þessu áhrifamikla embætti og bjóða henni þannig, að njóta góðs af þeirri góðvild, sem hún hefur áunnið sér um allan heim, án þess þó að hafa tekið endanlega ákvörðun um framboð. Linda er stödd erlendis. Hún segist hafa sérstakan áhuga á samfélagsumbótum, bættum hag allra Íslendinga, með búsetureynslu sinni úr dreifbýli og þéttbýli. Þá hefur hún mikinn áhuga á öllum málefnum, sem lúta að umhverfisvernd. Innan undirbúningshóps forsetaframboðs Lindu velkjast menn hvergi í vafa um að hún yrði góður og farsæll leiðtogi innanlands sem utan; hún gæti með hugsjónum sínum haft jákvæð áhrif um allan heim, enda vel þekkt, vinsæl og jákvæð en á sama tíma einbeitt og vel til þess fallin að koma góðum verkum áleiðis, mannkyni og umhverfi til framdráttar. Ef af verður mun formleg tilkynning um framboðið liggja fyrir innan tíðar.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55 Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15
95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59
Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15
Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20
Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55
Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16