Golf

Áhugamaður stal senunni á fyrsta hring í Abu Dhabi

DeChambeau hafði ríka ástæðu til að brosa eftir fyrsta hring í dag.
DeChambeau hafði ríka ástæðu til að brosa eftir fyrsta hring í dag. Getty
Þrátt fyrir að augu flestra hafi verið á Jordan Spieth og Rory McIloy í dag á Abu Dhabi meistaramótinu stal ungur óþekktur áhugamaður senunni á fyrsta hring.

Bryson DeChambeau frá Bandaríkjunum fékk sjö fugla og örn á fyrsta hring sem hann lék á 64 höggum eða átta undir pari en hann leiðir mótið með einu höggi á Svían Henrik Stenson.

McIlroy og Spieth ollu þó engum vonbrigðum í hitanum í Abu Dhabi en þeir eru meðal efstu manna, McIlroy í þriðja sæti á sex undir pari og Spieth sjöunda sæti á fjórum undir.

Sigurvegari síðasta árs, Gary Stal frá Frakklandi, hóf titilvörnina sína frekar illa en hann lék á 73 höggum eða einu yfir pari.

Bein útsending frá öðrum hring hefst á Golfstöðinni klukkan 07:00 í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×