Körfubolti

Körfuboltakvöld: Ægir á heima í sterkari deild erlendis

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Ægir er frábær varnarmaður sem er fljótari en allir aðrir í deildinni. Hann er landsliðsmaður sem á ekkert að vera að spila á Íslandi heldur út í hinum stóra heimi,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson, annar sérfræðinganna í Körfuboltakvöldi í gær.

Sérfræðingarnir greindu leik KR og Njarðvíkur og töluðu sérstaklega um þátt Ægis og Michael Craion í leiknum.

„Hann valdi að ganga til liðs við KR og það eru ekki margir leikmenn sem myndu ganga til liðs við KR og vera undir eins einn besti leikmaður liðsins. Ég sé hungrið í þessum strák, hann er hungraður í að vinna titla og ef hann hefði ekki farið í KR væri félagið með sex stigum minna,“ sagði Kristinn en Jón Halldór Eðvaldsson tók undir orð Kristins.

„Hann er með fjórtán stoðsendingar og margar þeirra eiginlega galnar. Maður situr hérna og hugsar, hvernig dettur manninum þetta í hug?,“ sagði Jón sem hélt aftur af sér við að hrósa Craion, ólíkt félögum sínum í settinu.

„Hann er frábær í körfubolta en hann er ekki óstöðvandi og ég held að hann muni eiga erfitt núna þegar það fer að líða á tímabilið. Það eru sterkir leikmenn komnir í deildina sem eiga eftir að gera honum erfitt fyrir,“ sagði Jón en umræðuna má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×