Þeir sem tilnefndir eru til Óskarsins fá fokdýra gjafakörfu sem inniheldur sérstæðar gjafir Birgir Olgeirsson skrifar 8. febrúar 2016 10:29 Leonardo DiCaprio er tilefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í The Revenant og mun fá eina gjafakörfu. Vísir/Getty Þeir leikarar, leikkonur og leikstjórar sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna í ár munu venju samkvæmt fá veglega gjafakörfu þegar hátíðin fer fram. Að þessu sinni er andvirði hverrar körfu um 200 þúsund dollarar, sem nemur um 25 milljónum íslenskra króna, en á meðal þess sem er að finna í hverri körfu er 10 daga ferð til Ísrael, kynlífstæki og fegrunaraðgerð. Andvirði körfunnar í fyrra var um 15 milljónir króna. Það er fyrirtækið Distinctive Assets sem setur saman þessar gjafakörfur en um er að ræða samstarf við önnur fyrirtæki sem vonast til að koma sér á framfæri á kostnað þeirra sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna. Karfan í ár inniheldur meðal annars óheftan aðgang að Audi-bílaleigubílum, 15 daga gönguferð um Japan, laser-aðgerð sem ætlað er að þétta húð, lífstíðarbirgðir af húðkremum frá Lizora og Haze Dual V3 rafrettu. Þær leikkonur sem tilnefndar eru munu fá gjafabréf í brjóstafegrunarmeðferð sem nefnist Vampire Breast Lift. Sá sem stendur að baki þessarar aðgerðar lofa fegurri brjóstum með því að draga blóð úr viðskiptavinum sínum og bera það á brjóstin þeirra, og er þetta sagt ein heitasta fegrunaraðgerðin í Hollywood um þessar mundir. Þá munu gjafakörfurnar fyrir leikkonurnar innihalda hjálpartæki ástarlífsins. Óskarsverðlaunin verða afhent í Dolby-höllinni í Hollywood sunnudaginn 28. febrúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Óskarinn Tengdar fréttir Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til Óskarsverðlauna Keppir við goðsagnir um gullnu styttuna. 14. janúar 2016 13:44 Rússar safna gulli fyrir Óskarsstyttu handa DiCaprio Hópur rússneskra aðdáenda leikarans safnar nú gulli og silfri sem bræða á saman í Óskarsstyttu handa leikaranum. 4. febrúar 2016 21:44 Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þeir leikarar, leikkonur og leikstjórar sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna í ár munu venju samkvæmt fá veglega gjafakörfu þegar hátíðin fer fram. Að þessu sinni er andvirði hverrar körfu um 200 þúsund dollarar, sem nemur um 25 milljónum íslenskra króna, en á meðal þess sem er að finna í hverri körfu er 10 daga ferð til Ísrael, kynlífstæki og fegrunaraðgerð. Andvirði körfunnar í fyrra var um 15 milljónir króna. Það er fyrirtækið Distinctive Assets sem setur saman þessar gjafakörfur en um er að ræða samstarf við önnur fyrirtæki sem vonast til að koma sér á framfæri á kostnað þeirra sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna. Karfan í ár inniheldur meðal annars óheftan aðgang að Audi-bílaleigubílum, 15 daga gönguferð um Japan, laser-aðgerð sem ætlað er að þétta húð, lífstíðarbirgðir af húðkremum frá Lizora og Haze Dual V3 rafrettu. Þær leikkonur sem tilnefndar eru munu fá gjafabréf í brjóstafegrunarmeðferð sem nefnist Vampire Breast Lift. Sá sem stendur að baki þessarar aðgerðar lofa fegurri brjóstum með því að draga blóð úr viðskiptavinum sínum og bera það á brjóstin þeirra, og er þetta sagt ein heitasta fegrunaraðgerðin í Hollywood um þessar mundir. Þá munu gjafakörfurnar fyrir leikkonurnar innihalda hjálpartæki ástarlífsins. Óskarsverðlaunin verða afhent í Dolby-höllinni í Hollywood sunnudaginn 28. febrúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Tengdar fréttir Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til Óskarsverðlauna Keppir við goðsagnir um gullnu styttuna. 14. janúar 2016 13:44 Rússar safna gulli fyrir Óskarsstyttu handa DiCaprio Hópur rússneskra aðdáenda leikarans safnar nú gulli og silfri sem bræða á saman í Óskarsstyttu handa leikaranum. 4. febrúar 2016 21:44 Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til Óskarsverðlauna Keppir við goðsagnir um gullnu styttuna. 14. janúar 2016 13:44
Rússar safna gulli fyrir Óskarsstyttu handa DiCaprio Hópur rússneskra aðdáenda leikarans safnar nú gulli og silfri sem bræða á saman í Óskarsstyttu handa leikaranum. 4. febrúar 2016 21:44
Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein