Fyrrverandi fyrirliði Valencia: Neville verður ekki rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2016 08:30 Neville er í vandræðum. vísir/getty Þrátt fyrir að hafa ekki enn fagnað sigri í spænsku úrvalsdeildinni verður Gary Neville ekki rekinn sem knattspyrnustjóri Valencia. Þetta segir Gaizka Mendieta, fyrrverandi fyrirliði liðsins. Valencia tapaði 1-0 fyrir Real Betis í gær en þetta var níundi deildarleikur liðsins undir stjórn Neville sem tók við stjórastarfinu af Nuno Espirito Santo í desember. Uppskeran úr þessum níu leikjum er heldur rýr, eða aðeins fimm stig. Þá tapaði Valencia 7-0 fyrir Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar á miðvikudaginn. Þrátt fyrir þetta slaka gengi segir Mendieta að Neville verði ekki látinn taka pokann sinn, allavega ekki strax. „Eins og ég sagði fyrir leikinn, þá held ég að hann verði ekki rekinn,“ sagði Mendieta í samtali við Sky Sports. „Forseti félagsins og stjórnarformaðurinn hafa enn trú á Gary og telja að hann eigi að fá lengri tíma í starfi. Íþróttastjóri félagsins og stuðningsmennirnir eru ekki á sama máli.“ Mendieta, sem var fyrirliði Valencia þegar liðið komst tvö ár í röð í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í upphafi aldarinnar, segir að leikmenn Valencia verði líka að axla ábyrgð á slæmu gengi liðsins. „Þetta snýst ekki bara um úrslitin, heldur einnig hvernig liðið er að spila. Það er ekki bara Gary að kenna, leikmennirnir hafa heldur ekki staðið sig,“ sagði Mendieta. Valencia mætir Barcelona í seinni leik liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins á miðvikudaginn. Á laugardaginn eiga lærisveinar Neville svo leik gegn Espanyol í deildinni.Mendieta í leik gegn Manchester United árið 2001.vísir/getty Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa ekki enn fagnað sigri í spænsku úrvalsdeildinni verður Gary Neville ekki rekinn sem knattspyrnustjóri Valencia. Þetta segir Gaizka Mendieta, fyrrverandi fyrirliði liðsins. Valencia tapaði 1-0 fyrir Real Betis í gær en þetta var níundi deildarleikur liðsins undir stjórn Neville sem tók við stjórastarfinu af Nuno Espirito Santo í desember. Uppskeran úr þessum níu leikjum er heldur rýr, eða aðeins fimm stig. Þá tapaði Valencia 7-0 fyrir Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar á miðvikudaginn. Þrátt fyrir þetta slaka gengi segir Mendieta að Neville verði ekki látinn taka pokann sinn, allavega ekki strax. „Eins og ég sagði fyrir leikinn, þá held ég að hann verði ekki rekinn,“ sagði Mendieta í samtali við Sky Sports. „Forseti félagsins og stjórnarformaðurinn hafa enn trú á Gary og telja að hann eigi að fá lengri tíma í starfi. Íþróttastjóri félagsins og stuðningsmennirnir eru ekki á sama máli.“ Mendieta, sem var fyrirliði Valencia þegar liðið komst tvö ár í röð í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í upphafi aldarinnar, segir að leikmenn Valencia verði líka að axla ábyrgð á slæmu gengi liðsins. „Þetta snýst ekki bara um úrslitin, heldur einnig hvernig liðið er að spila. Það er ekki bara Gary að kenna, leikmennirnir hafa heldur ekki staðið sig,“ sagði Mendieta. Valencia mætir Barcelona í seinni leik liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins á miðvikudaginn. Á laugardaginn eiga lærisveinar Neville svo leik gegn Espanyol í deildinni.Mendieta í leik gegn Manchester United árið 2001.vísir/getty
Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti