Fótbolti

Enginn Aron og Norðurlandabúar með þrjú af fimm mörkum Gladbach

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Jóhannsson gat ekki hjálpað sínu liði í kvöld.
Aron Jóhannsson gat ekki hjálpað sínu liði í kvöld. Vísir/Getty
Aron Jóhannsson er enn frá keppni vegna meiðsla og liðsfélagar hans í Werder Bremen steinlágu 5-1 á móti Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Það voru hinsvegar Norðurlandabúar sem voru í sviðsljósinu hjá Gladbach í þessum leik.

Daninn Andreas Christensen skoraði tvö mörk í leiknum og Norðmaðurinn Håvard Nordtveit var með eitt mark. Hin mörk Gladbach-liðsins skoruðu Þjóðverjinn Lars Stindl og Brasilíumaðurinn Raffael.

Claudio Pizarro skoraði mark Werder Bremen og minnkaði muninn í 3-1 á 56. mínútu leiksins.

Werder Bremen er í þriðja neðsta sæti deildarinnar og aðeins Hoffenheim og Hannover hafa fengið færri stig. Það er ljóst að liðið þarf á Aroni að halda fyrir lokakafla tímabilsins ef ekki á illa að fara.

Borussia Mönchengladbach er í 4. sæti þýsku deildarinnar með 32 stig en liðið fór upp fyrir bæði Bayer Leverkusen og Schalke 04 með þessum sigri. Bayer Leverkusen og Schalke 04 eiga hinsvegar leik inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×