Guardiola segist vera eins og kona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2016 18:00 Pep Guardiola. Vísir/Getty Pep Guardiola er enn þjálfari þýska stórliðsins Bayern München og hann er orðinn svolítið þreyttur á því að vera spurður aftur og aftur út í Manchester City. Guardiola mun hætta með lið Bayern München í sumar og færa sig yfir til Englands þar sem hann tekur við liði Manchester City af Manuel Pellegrini. Hann hafnaði nýjum samningi við þýska félagið og tilkynnti í desember að hann væri á förum. Hinn 45 ára gamli Pep Guardiola er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við enska félagið en Pellegrini á samt enn möguleika á því að vinna fernuna með City á þessari leiktíð. Guardiola hefur þrátt fyrir ungan aldur og ekki alltof langan feril unnið þegar 19 titla sem þjálfari Barcelona og Bayern München. Guardiola getur sjálfur enn unnið þrennuna með Bayern München og getur enn mætt verðandi lærisveinum sínum í Manchester City í Meistaradeildinni. Guardiola er samt orðinn frekar þreyttur á spurningum um Manchester City og þá sérstaklega þegar menn forvitnast um hvort að hann geti yfir höfuð einbeitt sér að þjálfun Bayern. „Yrði þetta erfitt. Ég er eins og kona því ég get alveg hugsað um tvo hluti í einu og haft stjórn á báðum aðstæðum. Ég hef mikla hæfileika í það," sagði Pep Guardiola með smá kaldhæðni við blaðmenn á fundi fyrir leik helgarinnar. BBC segir frá. „Ég get ekki sagt eitthvað nýtt um þetta mál í hverri viku. Það eru ennþá fjórir mánuðir í þetta og þetta er ekki vandamál í mínum huga. Blöðin geta haldið áfram að ráðast á mig en ég held bara áfram mínu starfi," sagði Guardiola. „Þjálfurum er ekki sýnd mikil virðing þessa dagana. Það er allstaðar svoleiðis, í Madrid, í Barcelona, í Þýskalandi og á Englandi. Það eru dagblöð, sem menn bera virðingu fyrir, sem hafa ekki spurt mig eina spurningu um fótbolta á þessum þremur árum," sagði Guardiola. „Þetta fylgir víst starfinu. Ég skil það ekki en ég lifi með því," sagði Guardiola. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Sjá meira
Pep Guardiola er enn þjálfari þýska stórliðsins Bayern München og hann er orðinn svolítið þreyttur á því að vera spurður aftur og aftur út í Manchester City. Guardiola mun hætta með lið Bayern München í sumar og færa sig yfir til Englands þar sem hann tekur við liði Manchester City af Manuel Pellegrini. Hann hafnaði nýjum samningi við þýska félagið og tilkynnti í desember að hann væri á förum. Hinn 45 ára gamli Pep Guardiola er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við enska félagið en Pellegrini á samt enn möguleika á því að vinna fernuna með City á þessari leiktíð. Guardiola hefur þrátt fyrir ungan aldur og ekki alltof langan feril unnið þegar 19 titla sem þjálfari Barcelona og Bayern München. Guardiola getur sjálfur enn unnið þrennuna með Bayern München og getur enn mætt verðandi lærisveinum sínum í Manchester City í Meistaradeildinni. Guardiola er samt orðinn frekar þreyttur á spurningum um Manchester City og þá sérstaklega þegar menn forvitnast um hvort að hann geti yfir höfuð einbeitt sér að þjálfun Bayern. „Yrði þetta erfitt. Ég er eins og kona því ég get alveg hugsað um tvo hluti í einu og haft stjórn á báðum aðstæðum. Ég hef mikla hæfileika í það," sagði Pep Guardiola með smá kaldhæðni við blaðmenn á fundi fyrir leik helgarinnar. BBC segir frá. „Ég get ekki sagt eitthvað nýtt um þetta mál í hverri viku. Það eru ennþá fjórir mánuðir í þetta og þetta er ekki vandamál í mínum huga. Blöðin geta haldið áfram að ráðast á mig en ég held bara áfram mínu starfi," sagði Guardiola. „Þjálfurum er ekki sýnd mikil virðing þessa dagana. Það er allstaðar svoleiðis, í Madrid, í Barcelona, í Þýskalandi og á Englandi. Það eru dagblöð, sem menn bera virðingu fyrir, sem hafa ekki spurt mig eina spurningu um fótbolta á þessum þremur árum," sagði Guardiola. „Þetta fylgir víst starfinu. Ég skil það ekki en ég lifi með því," sagði Guardiola.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Sjá meira