Sögufrægur gítar eyðilagður við tökur Hateful Eight Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2016 15:59 Gítarinn er frá áttunda áratug nítjándu aldar. Sögufrægur gítar var óvart eyðilagður við tökurnar á nýjustu mynd Quentin Tarantino, The Hateful Eight. Gítarinn var smíðaður á áttunda áratug nítjándu aldar og var í láni frá Martin Guitar Museum, en það átti að eyðileggja endurgerð af gítarnum.Hugsanlegir Spoilerar hér að neðan Gítarinn er eyðilagður þegar Daisy Domergue, sem leikin er af Jennifer Jason Leigh, er að spila lag og John Ruth, Kurt Russel, kemur og hlustar á. Undir lok lagsins bregst Ruth reiður við og lemur gítarnum í vegg. Þegar framleiðendur myndarinnar fengu gítarinn að láni voru gerðar sex eftirmyndir af honum. Þegar Daisy var búin að spila lagið átti að skipta gítarnum út fyrir eftirlíkingu, en það gleymdist að segja Kurt Russel það. Hann reif gítarinnar af Leigh og barði honum í vegg, eins og hann átti að gera. Leigh var mjög brugðið við þetta atvik og enduðu raunveruleg viðbrögð hennar í myndinni sjálfri. Gítarinn er brotinn í lok myndbandsins.Forsvarsmenn Martin Guitar safnsins eru reiðir yfir atvikinu. Þeim var upprunalega tilkynnt að gítarinn hefði eyðilagst í slysi. Í samtali við Independent segir yfirmaður safnsins að þau hafi talið að vinnupallur hefði dottið á gítarinn eða eitthvað slíkt. Það kom þó fram í viðtali við hljóðmann myndarinnar, Mark Ulano á dögunum, hvað raunverulega gerðist. Þar að auki var gítarinn einungis tryggður fyrir upprunalegt söluverðmæti, en ekki verðmætis síns sem safngripur. Safnið ætlar aldrei aftur að lána gítara til kvikmyndaframleiðenda. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Sögufrægur gítar var óvart eyðilagður við tökurnar á nýjustu mynd Quentin Tarantino, The Hateful Eight. Gítarinn var smíðaður á áttunda áratug nítjándu aldar og var í láni frá Martin Guitar Museum, en það átti að eyðileggja endurgerð af gítarnum.Hugsanlegir Spoilerar hér að neðan Gítarinn er eyðilagður þegar Daisy Domergue, sem leikin er af Jennifer Jason Leigh, er að spila lag og John Ruth, Kurt Russel, kemur og hlustar á. Undir lok lagsins bregst Ruth reiður við og lemur gítarnum í vegg. Þegar framleiðendur myndarinnar fengu gítarinn að láni voru gerðar sex eftirmyndir af honum. Þegar Daisy var búin að spila lagið átti að skipta gítarnum út fyrir eftirlíkingu, en það gleymdist að segja Kurt Russel það. Hann reif gítarinnar af Leigh og barði honum í vegg, eins og hann átti að gera. Leigh var mjög brugðið við þetta atvik og enduðu raunveruleg viðbrögð hennar í myndinni sjálfri. Gítarinn er brotinn í lok myndbandsins.Forsvarsmenn Martin Guitar safnsins eru reiðir yfir atvikinu. Þeim var upprunalega tilkynnt að gítarinn hefði eyðilagst í slysi. Í samtali við Independent segir yfirmaður safnsins að þau hafi talið að vinnupallur hefði dottið á gítarinn eða eitthvað slíkt. Það kom þó fram í viðtali við hljóðmann myndarinnar, Mark Ulano á dögunum, hvað raunverulega gerðist. Þar að auki var gítarinn einungis tryggður fyrir upprunalegt söluverðmæti, en ekki verðmætis síns sem safngripur. Safnið ætlar aldrei aftur að lána gítara til kvikmyndaframleiðenda.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira