Það versta afstaðið á Patreksfirði en bætir enn í snjóinn frameftir degi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 08:54 Rýmingarkort af Patreksfirði. Mikið hefur dregið úr snjókomu á Patreksfirði en hættustig vegna snjóflóðahættu verður þó að öllum líkindum í gildi fram eftir degi þar sem áfram mun snjóa í bænum. Þetta segir Tómas Jóhannesson hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Í gær voru sex hús í bænum rýmd og segir Tómas að rýmingunni verði væntanlega ekki aflétt fyrr en veðrið hefur gengið niður seinna í dag. Þó hafa vaktmenn fyrir vestan ekki orðið varir við að nein flóð hafi fallið á því svæði á Patreksfirði þar sem hús voru rýmd en menn hafi varann á. „Það versta er afstaðið en það heldur áfram að bæta í snjóinn í dag. Þetta er mikil snjókoma miðað við þá úrkomu sem er vanalega þegar það snjóar en úrkoman síðan í gærkvöldi á Patreksfirði er komin í 50 millimetra og það bætir enn í mælinn,“ segir Tómas. Hann segir að mun meira hafi snjóað á Patreksfirði og Tálknafirði en annars staðar á Vestfjörðum. Þannig hafi ekki verið mjög mikil úrkoma á norðanverðum Vestfjörðum en mikill skafrenningur og ófærð vegna veðurhæðar. Þá segir Tómas að menn séu með varann á sér á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. „Það er fyrst og fremst ákveðinn viðbúnaður í sambandi við vegi í Dalsmynni og Ljósavatnsskarði og svo hafa menn verið að ræða hættu á Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi en við höfum ekki séð nein flóð þar enn sem komið er. Þarna er þetta fyrst og fremst skafrenningur og veðurhæð sem menn hafa áhyggjur af að geti komið einhverju af stað.“ Einnig er fylgst með fjöllum á Austurlandi en mikil úrkoma var þar í gær og nótt en veðrið hefur nú gengið niður. Sjá nánar um snjóflóðahættu á vef Veðurstofunnar. Veður Tengdar fréttir Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Enn er hvassviðrði og stormur á norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. 5. febrúar 2016 07:38 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Mikið hefur dregið úr snjókomu á Patreksfirði en hættustig vegna snjóflóðahættu verður þó að öllum líkindum í gildi fram eftir degi þar sem áfram mun snjóa í bænum. Þetta segir Tómas Jóhannesson hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Í gær voru sex hús í bænum rýmd og segir Tómas að rýmingunni verði væntanlega ekki aflétt fyrr en veðrið hefur gengið niður seinna í dag. Þó hafa vaktmenn fyrir vestan ekki orðið varir við að nein flóð hafi fallið á því svæði á Patreksfirði þar sem hús voru rýmd en menn hafi varann á. „Það versta er afstaðið en það heldur áfram að bæta í snjóinn í dag. Þetta er mikil snjókoma miðað við þá úrkomu sem er vanalega þegar það snjóar en úrkoman síðan í gærkvöldi á Patreksfirði er komin í 50 millimetra og það bætir enn í mælinn,“ segir Tómas. Hann segir að mun meira hafi snjóað á Patreksfirði og Tálknafirði en annars staðar á Vestfjörðum. Þannig hafi ekki verið mjög mikil úrkoma á norðanverðum Vestfjörðum en mikill skafrenningur og ófærð vegna veðurhæðar. Þá segir Tómas að menn séu með varann á sér á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. „Það er fyrst og fremst ákveðinn viðbúnaður í sambandi við vegi í Dalsmynni og Ljósavatnsskarði og svo hafa menn verið að ræða hættu á Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi en við höfum ekki séð nein flóð þar enn sem komið er. Þarna er þetta fyrst og fremst skafrenningur og veðurhæð sem menn hafa áhyggjur af að geti komið einhverju af stað.“ Einnig er fylgst með fjöllum á Austurlandi en mikil úrkoma var þar í gær og nótt en veðrið hefur nú gengið niður. Sjá nánar um snjóflóðahættu á vef Veðurstofunnar.
Veður Tengdar fréttir Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Enn er hvassviðrði og stormur á norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. 5. febrúar 2016 07:38 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Enn er hvassviðrði og stormur á norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. 5. febrúar 2016 07:38