Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 11:35 VÍSIR/VILHELM Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segja til greina koma að grípa til aðgerða nái fyrirskipun aðalforstjóra Rio Tinto um launafrystingu allra starfsmanna fram að ganga. Félögin búast við svörum frá stjórninni þess efnis eftir helgi, að sögn Guðmundar Ragnarssonar, formanns Félags vélstjóra og málmtæknimanna. „Ef þessi stefna fyrirtækisins á heimsvísu á að framkvæmast hér þá liggur það ljóst fyrir að það er ekki verið að fara að semja um eitt eða neitt. Þá höfum við lítið annað að gera en að fara í aðgerðir, það segir sig alveg sjálft,“ segir Guðmundur. Hann segir það ekki ljóst að svo stöddu hvers eðlis aðgerðirnar verði, hvort sem um allsherjar- eða skæruverkföll verði að ræða, eða þá yfirvinnu eða útflutningsbann. Það muni eflaust ráðast þegar fundað verði hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Álversdeilan hefur nú staðið yfir í rúmt ár. Samninganefnd ÍSAL lagði fram tilboð sem rann út nú um áramótin en verkalýðsfélögin sögðust ekki geta sætt sig við ákvæði í samningnum um aukna heimild fyrirtækisins til verktöku. Deiluaðilar settust við samningaborðið á föstudag þar sem það var formlega tilkynnt að tilboðið hefði verið dregið af borðinu. „Við erum svolítið í lausu lofti með þetta eins og er en á síðasta fundi hjá ríkissáttasemjara var okkur tilkynnt um að allt sem lagt hefur verið fram undanfarið ár hafi verið dregið til baka. Þá var okkur sagt að nú sé beðið eftir upplýsingum frá móðurfyrirtækinu um hvort boðskapur forstjórans um engar launahækkanir í allri samstæðunni næðu til Íslands eða ekki. Þannig að við í rauninni erum að bíða eftir einhverjum boðskapi frá stjórnendum suðurfrá og Samtökum atvinnulífsins um næstu skref,“ segir Guðmundur. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 „Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04 Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segja til greina koma að grípa til aðgerða nái fyrirskipun aðalforstjóra Rio Tinto um launafrystingu allra starfsmanna fram að ganga. Félögin búast við svörum frá stjórninni þess efnis eftir helgi, að sögn Guðmundar Ragnarssonar, formanns Félags vélstjóra og málmtæknimanna. „Ef þessi stefna fyrirtækisins á heimsvísu á að framkvæmast hér þá liggur það ljóst fyrir að það er ekki verið að fara að semja um eitt eða neitt. Þá höfum við lítið annað að gera en að fara í aðgerðir, það segir sig alveg sjálft,“ segir Guðmundur. Hann segir það ekki ljóst að svo stöddu hvers eðlis aðgerðirnar verði, hvort sem um allsherjar- eða skæruverkföll verði að ræða, eða þá yfirvinnu eða útflutningsbann. Það muni eflaust ráðast þegar fundað verði hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Álversdeilan hefur nú staðið yfir í rúmt ár. Samninganefnd ÍSAL lagði fram tilboð sem rann út nú um áramótin en verkalýðsfélögin sögðust ekki geta sætt sig við ákvæði í samningnum um aukna heimild fyrirtækisins til verktöku. Deiluaðilar settust við samningaborðið á föstudag þar sem það var formlega tilkynnt að tilboðið hefði verið dregið af borðinu. „Við erum svolítið í lausu lofti með þetta eins og er en á síðasta fundi hjá ríkissáttasemjara var okkur tilkynnt um að allt sem lagt hefur verið fram undanfarið ár hafi verið dregið til baka. Þá var okkur sagt að nú sé beðið eftir upplýsingum frá móðurfyrirtækinu um hvort boðskapur forstjórans um engar launahækkanir í allri samstæðunni næðu til Íslands eða ekki. Þannig að við í rauninni erum að bíða eftir einhverjum boðskapi frá stjórnendum suðurfrá og Samtökum atvinnulífsins um næstu skref,“ segir Guðmundur.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 „Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04 Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15
Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07
Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42
Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43
„Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04