Alfreð: Fékk aldrei skýr svör um hvers vegna ég var ekki að spila Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2016 09:00 Alfreð Finnbogason fór frá Grikklandi til Þýskalands. vísir/getty Alfreð Finnbogason gekk í byrjun vikunnar í raðir FC Augsburg í Þýskalandi frá Olympiacos í Grikklandi, en dagar hans í grísku höfuðborginni voru honum erfiðir. Íslenski landsliðsframherjinn kom aðeins við sögu í 239 mínútur í deildinni fram að vistaskiptum sínum til Þýskalands og þá spilaði hann ekki nema 57 mínútur í Meistaradeildinni. Þær 57 mínútur voru reyndar nóg til að skora sigurmarkið fyrir gríska liðið á móti Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum. Með því varð Alfreð aðeins annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. „Markið á móti Arsenal er það sem ég tek með mér frá Grikklandi. Versta upplifunin var atvikið með blysið í nágrannaslagnum á móti Panathinakos. Ég upplifði ekki margar góðar stundir því ég spilaði ekki mikið en ég skoraði samt tvö mörk,“ segir Alfreð í kveðjuviðtali við gríska vefmiðilinn Gazetta.gr.Alfreð fagnar markinu á móti Arsenal.vísir/epaAuðvitað er ég svekktur Alfreð gekk í raðir Real Sociedad á Spáni sumarið 2014 eftir að verða markakóngur með Heereveen í Hollandi. Þar fékk hann líka lítið að spila og samþykkti því að fara á lán til Grikklands til að spila meira. „Auðvitað er ég svekktur því ég kom ekki bara til Olympiacos til að spila heldur ætlaði ég að vera þar í mörg ár. Ég átti í góðu sambandi við alla; liðsfélaga mína, þjálfaraliðið, starfsliðið og stuðningsmennina,“ segir Alfreð, sem ræddi við þjálfarann sinn, Marcus Silva, tvisvar sinnum fyrir áramót um stöðu sína. „Ég talaði við hann í septemer og aftur í október og fékk engin skýr svör um hvers vegna ég var ekki að spila. Eftir það töluðum við ekki meira saman. Það var skrítið. Ég hef alltaf verið eins og atvinnumaður, meira að segja þegar ég fékk ekkert að spila.“Alfreð verður með strákunum okkar á EM.vísir/gettyVinnum EM, djók. Fram kemur í viðtalinu frá blaðamanninum að Marcus Silva gaf persónulega grænt ljós á að fá Alfreð til félagsins, en í ljósi þess er jafnvel enn furðulegra að framherjinn spilaði jafn lítið og raun bar vitni. „Þjálfarinn einn getur svarað þessari spurningu. Eins og ég segi þá fannst mér þetta skrítið og ég er svekktur. En ég held mér jákvæðum. Það var góð upplifun að veraa í Olympiacos. Markið gegn Arsenal var til dæmis stærsta stundin á ferlinum,“ segir Alfreð. Alfreð slær á létta strengi undir lok viðtalsins og segir íslenska landsliðið ætla að leika eftir árangur gríska liðsins á EM 2004 þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í sumar. „Við vinnum EM og ég skora sigurmarkið eins og Angelos Charisteas. Nei, ég er að grínast. Það verður erfitt að gera eins og Grikkland. Við erum bara ánægðir að vera komnir á EM og ætlum að gera okkar besta,“ segir Alfreð Finnbogason. Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð lánaður til Augsburg Íslenski landsliðsframherjinn fer á láni til þýska 1. deildar liðsins. 1. febrúar 2016 18:30 Alfreð þakkar öllum hjá Olympiacos fyrir tíma sinn hjá félaginu Alfreð Finnbogason er að kveðja Grikkland og gríska félagið Olympiacos þar sem hann hefur verið á láni síðan í haust. 1. febrúar 2016 16:53 Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum 27 ára afmælisdagurinn var eftirminnilegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem hélt upp á daginn með því ganga frá lánsamningu við Augsburg í þýsku Bundesligunni. Hann er að fara spila í sjötta landinu á fimm árum. 2. febrúar 2016 06:00 Alfreð tekur sig vel út í rauðu | Myndir Landsliðsframherjinn æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Augsburg í morgun. 2. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Alfreð Finnbogason gekk í byrjun vikunnar í raðir FC Augsburg í Þýskalandi frá Olympiacos í Grikklandi, en dagar hans í grísku höfuðborginni voru honum erfiðir. Íslenski landsliðsframherjinn kom aðeins við sögu í 239 mínútur í deildinni fram að vistaskiptum sínum til Þýskalands og þá spilaði hann ekki nema 57 mínútur í Meistaradeildinni. Þær 57 mínútur voru reyndar nóg til að skora sigurmarkið fyrir gríska liðið á móti Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum. Með því varð Alfreð aðeins annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. „Markið á móti Arsenal er það sem ég tek með mér frá Grikklandi. Versta upplifunin var atvikið með blysið í nágrannaslagnum á móti Panathinakos. Ég upplifði ekki margar góðar stundir því ég spilaði ekki mikið en ég skoraði samt tvö mörk,“ segir Alfreð í kveðjuviðtali við gríska vefmiðilinn Gazetta.gr.Alfreð fagnar markinu á móti Arsenal.vísir/epaAuðvitað er ég svekktur Alfreð gekk í raðir Real Sociedad á Spáni sumarið 2014 eftir að verða markakóngur með Heereveen í Hollandi. Þar fékk hann líka lítið að spila og samþykkti því að fara á lán til Grikklands til að spila meira. „Auðvitað er ég svekktur því ég kom ekki bara til Olympiacos til að spila heldur ætlaði ég að vera þar í mörg ár. Ég átti í góðu sambandi við alla; liðsfélaga mína, þjálfaraliðið, starfsliðið og stuðningsmennina,“ segir Alfreð, sem ræddi við þjálfarann sinn, Marcus Silva, tvisvar sinnum fyrir áramót um stöðu sína. „Ég talaði við hann í septemer og aftur í október og fékk engin skýr svör um hvers vegna ég var ekki að spila. Eftir það töluðum við ekki meira saman. Það var skrítið. Ég hef alltaf verið eins og atvinnumaður, meira að segja þegar ég fékk ekkert að spila.“Alfreð verður með strákunum okkar á EM.vísir/gettyVinnum EM, djók. Fram kemur í viðtalinu frá blaðamanninum að Marcus Silva gaf persónulega grænt ljós á að fá Alfreð til félagsins, en í ljósi þess er jafnvel enn furðulegra að framherjinn spilaði jafn lítið og raun bar vitni. „Þjálfarinn einn getur svarað þessari spurningu. Eins og ég segi þá fannst mér þetta skrítið og ég er svekktur. En ég held mér jákvæðum. Það var góð upplifun að veraa í Olympiacos. Markið gegn Arsenal var til dæmis stærsta stundin á ferlinum,“ segir Alfreð. Alfreð slær á létta strengi undir lok viðtalsins og segir íslenska landsliðið ætla að leika eftir árangur gríska liðsins á EM 2004 þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í sumar. „Við vinnum EM og ég skora sigurmarkið eins og Angelos Charisteas. Nei, ég er að grínast. Það verður erfitt að gera eins og Grikkland. Við erum bara ánægðir að vera komnir á EM og ætlum að gera okkar besta,“ segir Alfreð Finnbogason.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð lánaður til Augsburg Íslenski landsliðsframherjinn fer á láni til þýska 1. deildar liðsins. 1. febrúar 2016 18:30 Alfreð þakkar öllum hjá Olympiacos fyrir tíma sinn hjá félaginu Alfreð Finnbogason er að kveðja Grikkland og gríska félagið Olympiacos þar sem hann hefur verið á láni síðan í haust. 1. febrúar 2016 16:53 Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum 27 ára afmælisdagurinn var eftirminnilegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem hélt upp á daginn með því ganga frá lánsamningu við Augsburg í þýsku Bundesligunni. Hann er að fara spila í sjötta landinu á fimm árum. 2. febrúar 2016 06:00 Alfreð tekur sig vel út í rauðu | Myndir Landsliðsframherjinn æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Augsburg í morgun. 2. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Alfreð lánaður til Augsburg Íslenski landsliðsframherjinn fer á láni til þýska 1. deildar liðsins. 1. febrúar 2016 18:30
Alfreð þakkar öllum hjá Olympiacos fyrir tíma sinn hjá félaginu Alfreð Finnbogason er að kveðja Grikkland og gríska félagið Olympiacos þar sem hann hefur verið á láni síðan í haust. 1. febrúar 2016 16:53
Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum 27 ára afmælisdagurinn var eftirminnilegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem hélt upp á daginn með því ganga frá lánsamningu við Augsburg í þýsku Bundesligunni. Hann er að fara spila í sjötta landinu á fimm árum. 2. febrúar 2016 06:00
Alfreð tekur sig vel út í rauðu | Myndir Landsliðsframherjinn æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Augsburg í morgun. 2. febrúar 2016 11:00