Brynjar um tímamótaleikinn: Var ekki að fara að tapa þessum leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. febrúar 2016 22:24 Brynjar var með tólf stig í kvöld. Vísir/Anton „Tölurnar segja ekkert um þennan leik, við vorum miklu betri allan leikinn. Við komum gífurlega einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik með meira en níu stigum. Ég er mjög ánægður með það hvernig strákarnir komu inn í þetta verkefni,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, sáttur að leikslokum eftir sigur gegn Keflavík í kvöld. Það mátti ekki sjá neina bikarþreytu hjá KR-ingum eftir að hafa hampað bikarmeistaratitlinum á laugardaginn. „Það var fínt að fá alvöru leik eftir bikarleikinn. Það var smá bikarþynnka á mánudaginn en þegar við vissum að næsti leikurinn væri gegn Keflavík upp á deildarmeistaratitilinn voru menn aftur klárir í slaginn,“ sagði Brynjar léttur sem telur titilinn vera í höfn. „Við erum ekkert að fara að tapa 3 af síðustu fjórum leikjum liðsins. Við getum verið kokhraustir með það að tölfræðin segir að við erum að fara að enda í efsta sæti. Við erum ofboðslega sáttir með að losna við liðin í 3-7 sæti í fyrsta leik í úrslitakeppninni.“ KR-ingar gengu langt með að tryggja sér heimavallarrétt í úrslitakeppninni í kvöld með sigrinum. „Það er gríðarlegur kostur, sérstaklega ef við förum í oddaleik. Í fyrra gegn Njarðvík var það stuðningurinn hérna á heimavelli sem fleytti okkur alla leið þótt að við séum góðir á útivelli. Við höfum verið að vinna 85% útileikjanna síðustu árin, það er ágætis tölfræði.“Brynjar hefur hampað öllum þeim titlum sem í boði eru, síðast bikarmeistaratitlinum á laugardaginn.Vísir/HannaBrynjar varð í kvöld leikjahæsti leikmaðurinn í sögu KR er hann lék sinn 388. leik fyrir félagið. Magnað afrek hjá Brynjari sem er aðeins 27 ára gamall. „Líkaminn er í flottu standi, ég er ekki orðinn 28 ára og á nóg eftir. Ég er ákaflega stoltur af þessum áfanga og ég var ekki á því að tapa þessum leik í kvöld. Þetta er aðeins eftirminnilegra en 200. leikurinn í efstu deild,“ sagði Brynjar sem mundi eftir fyrsta leiknum. „Ég var 16 ára og það var einmitt gegn Keflavík í Sláturhúsinu. Fyrsti og eini leikurinn á ferlinum sem ég var rekinn úr húsinu. Það er alltaf hart barist gegn Keflavík og alltaf gaman að mæta þeim, sérstaklega þegar þetta er toppslagur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 103-87 | KR-ingar sendu sterk skilaboð með stórsigri KR-ingar kafsigldu Keflvíkinga á upphafsmínútunum í 103-87 sigri í lokaleik 18. umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. 19. febrúar 2016 22:15 Brynjar Þór orðinn leikjahæstur í sögu KR Bakvörðurinn magnaði bætti met Kolbeins Pálssonar frá 1979 í toppslagnum gegn Keflavík í kvöld . 19. febrúar 2016 21:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
„Tölurnar segja ekkert um þennan leik, við vorum miklu betri allan leikinn. Við komum gífurlega einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik með meira en níu stigum. Ég er mjög ánægður með það hvernig strákarnir komu inn í þetta verkefni,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, sáttur að leikslokum eftir sigur gegn Keflavík í kvöld. Það mátti ekki sjá neina bikarþreytu hjá KR-ingum eftir að hafa hampað bikarmeistaratitlinum á laugardaginn. „Það var fínt að fá alvöru leik eftir bikarleikinn. Það var smá bikarþynnka á mánudaginn en þegar við vissum að næsti leikurinn væri gegn Keflavík upp á deildarmeistaratitilinn voru menn aftur klárir í slaginn,“ sagði Brynjar léttur sem telur titilinn vera í höfn. „Við erum ekkert að fara að tapa 3 af síðustu fjórum leikjum liðsins. Við getum verið kokhraustir með það að tölfræðin segir að við erum að fara að enda í efsta sæti. Við erum ofboðslega sáttir með að losna við liðin í 3-7 sæti í fyrsta leik í úrslitakeppninni.“ KR-ingar gengu langt með að tryggja sér heimavallarrétt í úrslitakeppninni í kvöld með sigrinum. „Það er gríðarlegur kostur, sérstaklega ef við förum í oddaleik. Í fyrra gegn Njarðvík var það stuðningurinn hérna á heimavelli sem fleytti okkur alla leið þótt að við séum góðir á útivelli. Við höfum verið að vinna 85% útileikjanna síðustu árin, það er ágætis tölfræði.“Brynjar hefur hampað öllum þeim titlum sem í boði eru, síðast bikarmeistaratitlinum á laugardaginn.Vísir/HannaBrynjar varð í kvöld leikjahæsti leikmaðurinn í sögu KR er hann lék sinn 388. leik fyrir félagið. Magnað afrek hjá Brynjari sem er aðeins 27 ára gamall. „Líkaminn er í flottu standi, ég er ekki orðinn 28 ára og á nóg eftir. Ég er ákaflega stoltur af þessum áfanga og ég var ekki á því að tapa þessum leik í kvöld. Þetta er aðeins eftirminnilegra en 200. leikurinn í efstu deild,“ sagði Brynjar sem mundi eftir fyrsta leiknum. „Ég var 16 ára og það var einmitt gegn Keflavík í Sláturhúsinu. Fyrsti og eini leikurinn á ferlinum sem ég var rekinn úr húsinu. Það er alltaf hart barist gegn Keflavík og alltaf gaman að mæta þeim, sérstaklega þegar þetta er toppslagur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 103-87 | KR-ingar sendu sterk skilaboð með stórsigri KR-ingar kafsigldu Keflvíkinga á upphafsmínútunum í 103-87 sigri í lokaleik 18. umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. 19. febrúar 2016 22:15 Brynjar Þór orðinn leikjahæstur í sögu KR Bakvörðurinn magnaði bætti met Kolbeins Pálssonar frá 1979 í toppslagnum gegn Keflavík í kvöld . 19. febrúar 2016 21:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 103-87 | KR-ingar sendu sterk skilaboð með stórsigri KR-ingar kafsigldu Keflvíkinga á upphafsmínútunum í 103-87 sigri í lokaleik 18. umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. 19. febrúar 2016 22:15
Brynjar Þór orðinn leikjahæstur í sögu KR Bakvörðurinn magnaði bætti met Kolbeins Pálssonar frá 1979 í toppslagnum gegn Keflavík í kvöld . 19. febrúar 2016 21:00