Hugleiddi formannsframboð en fannst rétt að yfirgefa pólitíkina Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2016 20:03 Katrín Júlíusdóttir segist ekki vera að yfirgefa sökkvandi skip með ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna til setu á Alþingi. Þrýst hafi verið á hana til formannsframboðs og hún viljað að fólk vissi hug hennar áður en komi til formannskjörs. Katrín Júlíusdóttir var fyrst kjörin á Alþingi árið 2003 og þegar þessu kjörtímabili lýkur hefur hún setið þar í fjórtán ár. Ákvörðun hennar um að bjóða sig ekki aftur fram kom flestum á óvart enda hefur hún verið áberandi og vinsæll forystumaður innan flokksins og varaformaður. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir Katrínu hafa verið glæsilegan fulltrúa kvenna og ungs fólks í þingflokknum en hún er yngsti þingmaður flokksins. „Það verður sjónarsviptir af henni úr íslenskum stjórnmálum. Það er missir af henni fyrir Samfylkinguna. Hún hefur verið mjög skeleggur talsmaður og gusta af henni. Alltaf þegar hún tekur til máls er tekið eftir henni,“ segir Árni Páll. Katrín segir tímasetningu ákvörðunar hennar enga tilviljun. „Nei í sjálfu sér ekki vegna þess að nú er formanns- og forystukjör fram undan í Samfylkingunni. Mér fannst rétt að gefa fólki gott svigrúm til að taka sínar ákvarðanir þar sem ég var búin að taka mína um að fara ekki fram,“ segir Katrín. Lítil endurnýjun átti sér stað hjá Samfylkingunni í síðustu alþingiskosningum. Árni Páll viðurkennir þetta þegar hann er spurður hvort ungt fólk þurfi að geta gengið að því að fá forystusæti í flokknum í næstu kosningum. „Það er bara mjög mikilvægt að senda þau skilaboð skýrt að hálfu forystu flokksins að það stendur ekki til að mynda skjaldborg um nokkurn einasta af þeim sem fyrir er á fleti,“ segir Árni Páll. Katrín er sú kona sem í dag hefur lengsta þingreynslu þeirra sem nú sitja á Alþingi. Hvað segir þetta um konur, tolla þær ekki á þingi en karlarnir virðast margir hanga þarna endalaust? „Ég vil nú minna á að ég er samt búin að sitja núna í vor í þrettán ár á Alþingi. Sem er megnið af minni fullorðins ævi. Það er dágóður tími í mínum huga. Það kann að vera, og er auðvitað bara rannsóknarefni, að konurnar líti öðruvísi á þingstörfin. Þær líti síður á þetta sem ævistarf,“ segir Katrín. En langaði hana ekkert að reyna við formannsembættið sjálf? „Ég hugleiddi það. Ég hefði kannski verið meira tilbúin fyrir nokkrum árum. Núna finn ég einfaldlega að það er rétti tíminn fyrir mig að yfirgefa pólitíkina. Þá finnst mér heiðarlegast að stíga fram og segja það strax,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Sjá má ítarlegra viðtal við Katrínu í Íslandi í dag hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir segist ekki vera að yfirgefa sökkvandi skip með ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna til setu á Alþingi. Þrýst hafi verið á hana til formannsframboðs og hún viljað að fólk vissi hug hennar áður en komi til formannskjörs. Katrín Júlíusdóttir var fyrst kjörin á Alþingi árið 2003 og þegar þessu kjörtímabili lýkur hefur hún setið þar í fjórtán ár. Ákvörðun hennar um að bjóða sig ekki aftur fram kom flestum á óvart enda hefur hún verið áberandi og vinsæll forystumaður innan flokksins og varaformaður. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir Katrínu hafa verið glæsilegan fulltrúa kvenna og ungs fólks í þingflokknum en hún er yngsti þingmaður flokksins. „Það verður sjónarsviptir af henni úr íslenskum stjórnmálum. Það er missir af henni fyrir Samfylkinguna. Hún hefur verið mjög skeleggur talsmaður og gusta af henni. Alltaf þegar hún tekur til máls er tekið eftir henni,“ segir Árni Páll. Katrín segir tímasetningu ákvörðunar hennar enga tilviljun. „Nei í sjálfu sér ekki vegna þess að nú er formanns- og forystukjör fram undan í Samfylkingunni. Mér fannst rétt að gefa fólki gott svigrúm til að taka sínar ákvarðanir þar sem ég var búin að taka mína um að fara ekki fram,“ segir Katrín. Lítil endurnýjun átti sér stað hjá Samfylkingunni í síðustu alþingiskosningum. Árni Páll viðurkennir þetta þegar hann er spurður hvort ungt fólk þurfi að geta gengið að því að fá forystusæti í flokknum í næstu kosningum. „Það er bara mjög mikilvægt að senda þau skilaboð skýrt að hálfu forystu flokksins að það stendur ekki til að mynda skjaldborg um nokkurn einasta af þeim sem fyrir er á fleti,“ segir Árni Páll. Katrín er sú kona sem í dag hefur lengsta þingreynslu þeirra sem nú sitja á Alþingi. Hvað segir þetta um konur, tolla þær ekki á þingi en karlarnir virðast margir hanga þarna endalaust? „Ég vil nú minna á að ég er samt búin að sitja núna í vor í þrettán ár á Alþingi. Sem er megnið af minni fullorðins ævi. Það er dágóður tími í mínum huga. Það kann að vera, og er auðvitað bara rannsóknarefni, að konurnar líti öðruvísi á þingstörfin. Þær líti síður á þetta sem ævistarf,“ segir Katrín. En langaði hana ekkert að reyna við formannsembættið sjálf? „Ég hugleiddi það. Ég hefði kannski verið meira tilbúin fyrir nokkrum árum. Núna finn ég einfaldlega að það er rétti tíminn fyrir mig að yfirgefa pólitíkina. Þá finnst mér heiðarlegast að stíga fram og segja það strax,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Sjá má ítarlegra viðtal við Katrínu í Íslandi í dag hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira