Hugleiddi formannsframboð en fannst rétt að yfirgefa pólitíkina Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2016 20:03 Katrín Júlíusdóttir segist ekki vera að yfirgefa sökkvandi skip með ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna til setu á Alþingi. Þrýst hafi verið á hana til formannsframboðs og hún viljað að fólk vissi hug hennar áður en komi til formannskjörs. Katrín Júlíusdóttir var fyrst kjörin á Alþingi árið 2003 og þegar þessu kjörtímabili lýkur hefur hún setið þar í fjórtán ár. Ákvörðun hennar um að bjóða sig ekki aftur fram kom flestum á óvart enda hefur hún verið áberandi og vinsæll forystumaður innan flokksins og varaformaður. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir Katrínu hafa verið glæsilegan fulltrúa kvenna og ungs fólks í þingflokknum en hún er yngsti þingmaður flokksins. „Það verður sjónarsviptir af henni úr íslenskum stjórnmálum. Það er missir af henni fyrir Samfylkinguna. Hún hefur verið mjög skeleggur talsmaður og gusta af henni. Alltaf þegar hún tekur til máls er tekið eftir henni,“ segir Árni Páll. Katrín segir tímasetningu ákvörðunar hennar enga tilviljun. „Nei í sjálfu sér ekki vegna þess að nú er formanns- og forystukjör fram undan í Samfylkingunni. Mér fannst rétt að gefa fólki gott svigrúm til að taka sínar ákvarðanir þar sem ég var búin að taka mína um að fara ekki fram,“ segir Katrín. Lítil endurnýjun átti sér stað hjá Samfylkingunni í síðustu alþingiskosningum. Árni Páll viðurkennir þetta þegar hann er spurður hvort ungt fólk þurfi að geta gengið að því að fá forystusæti í flokknum í næstu kosningum. „Það er bara mjög mikilvægt að senda þau skilaboð skýrt að hálfu forystu flokksins að það stendur ekki til að mynda skjaldborg um nokkurn einasta af þeim sem fyrir er á fleti,“ segir Árni Páll. Katrín er sú kona sem í dag hefur lengsta þingreynslu þeirra sem nú sitja á Alþingi. Hvað segir þetta um konur, tolla þær ekki á þingi en karlarnir virðast margir hanga þarna endalaust? „Ég vil nú minna á að ég er samt búin að sitja núna í vor í þrettán ár á Alþingi. Sem er megnið af minni fullorðins ævi. Það er dágóður tími í mínum huga. Það kann að vera, og er auðvitað bara rannsóknarefni, að konurnar líti öðruvísi á þingstörfin. Þær líti síður á þetta sem ævistarf,“ segir Katrín. En langaði hana ekkert að reyna við formannsembættið sjálf? „Ég hugleiddi það. Ég hefði kannski verið meira tilbúin fyrir nokkrum árum. Núna finn ég einfaldlega að það er rétti tíminn fyrir mig að yfirgefa pólitíkina. Þá finnst mér heiðarlegast að stíga fram og segja það strax,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Sjá má ítarlegra viðtal við Katrínu í Íslandi í dag hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir segist ekki vera að yfirgefa sökkvandi skip með ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna til setu á Alþingi. Þrýst hafi verið á hana til formannsframboðs og hún viljað að fólk vissi hug hennar áður en komi til formannskjörs. Katrín Júlíusdóttir var fyrst kjörin á Alþingi árið 2003 og þegar þessu kjörtímabili lýkur hefur hún setið þar í fjórtán ár. Ákvörðun hennar um að bjóða sig ekki aftur fram kom flestum á óvart enda hefur hún verið áberandi og vinsæll forystumaður innan flokksins og varaformaður. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir Katrínu hafa verið glæsilegan fulltrúa kvenna og ungs fólks í þingflokknum en hún er yngsti þingmaður flokksins. „Það verður sjónarsviptir af henni úr íslenskum stjórnmálum. Það er missir af henni fyrir Samfylkinguna. Hún hefur verið mjög skeleggur talsmaður og gusta af henni. Alltaf þegar hún tekur til máls er tekið eftir henni,“ segir Árni Páll. Katrín segir tímasetningu ákvörðunar hennar enga tilviljun. „Nei í sjálfu sér ekki vegna þess að nú er formanns- og forystukjör fram undan í Samfylkingunni. Mér fannst rétt að gefa fólki gott svigrúm til að taka sínar ákvarðanir þar sem ég var búin að taka mína um að fara ekki fram,“ segir Katrín. Lítil endurnýjun átti sér stað hjá Samfylkingunni í síðustu alþingiskosningum. Árni Páll viðurkennir þetta þegar hann er spurður hvort ungt fólk þurfi að geta gengið að því að fá forystusæti í flokknum í næstu kosningum. „Það er bara mjög mikilvægt að senda þau skilaboð skýrt að hálfu forystu flokksins að það stendur ekki til að mynda skjaldborg um nokkurn einasta af þeim sem fyrir er á fleti,“ segir Árni Páll. Katrín er sú kona sem í dag hefur lengsta þingreynslu þeirra sem nú sitja á Alþingi. Hvað segir þetta um konur, tolla þær ekki á þingi en karlarnir virðast margir hanga þarna endalaust? „Ég vil nú minna á að ég er samt búin að sitja núna í vor í þrettán ár á Alþingi. Sem er megnið af minni fullorðins ævi. Það er dágóður tími í mínum huga. Það kann að vera, og er auðvitað bara rannsóknarefni, að konurnar líti öðruvísi á þingstörfin. Þær líti síður á þetta sem ævistarf,“ segir Katrín. En langaði hana ekkert að reyna við formannsembættið sjálf? „Ég hugleiddi það. Ég hefði kannski verið meira tilbúin fyrir nokkrum árum. Núna finn ég einfaldlega að það er rétti tíminn fyrir mig að yfirgefa pólitíkina. Þá finnst mér heiðarlegast að stíga fram og segja það strax,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Sjá má ítarlegra viðtal við Katrínu í Íslandi í dag hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira