Tengdapabbi Murray hneig niður vegna slæms sushi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 15:00 Hugað að Nigel Sears á Opna ástralska. Vísir/Getty Nigel Sears, tengdafaðir tenniskappans Andy Murray og tennisþjálfari, segir að of mikið hafi verið gert úr því þegar hann hneig niður á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í síðustu viku. Sears er þjálfari hinnar serbnesku Önu Ivanovic og var að horfa á hana spila á mótinu þegar hann hneig skyndilega niður í áhorfendastúkunni. Hann var fluttur á brott í sjúkrabíl og þurfti að gera hlé á viðureigninni á meðan. Samtímis var Murray að spila og fékk hann ekki fregnir af þessu fyrr en að henni lokinni. „Ég held að ég hafi ekki verið úrvinda eða reyna of mikið á mig,“ sagði Sears í viðtali við breska fjölmiðla. „Ég veit að þetta var mikið í fréttum hér heima en þetta var virkilega skrýtið allt saman og mér þykir leitt að hafa valdið fólki óþarfa áhyggjum.“Ana Ivanovic.Vísir/Getty„Í sannleika sagt finnst mér ég vera hálfgerður loddari út af þessu,“ bætti hann við. Enn er ekki vitað með fullvissu hvað olli því að Sears hneig niður en sjálfur telur hann að um matareitrun hafi verið að ræða. „Ég hafði borðað sushi tíu daga í röð í Melbourne og mér leið vel. En ætli líkurnar séu ekki á því að maður fái einn slæman fiskbita þegar maður borðar svo mikið af sushi.“ Dóttir Sears, Kim, var ólétt þegar atvikið átti sér stað en hún eignaðist dóttur fyrir stuttu síðan. Ivanovic var að keppa við hina bandarísku Madison Keyes þegar þjálfari hennar hneig niður og tapaði viðureigninni eftir að hafa unnið fyrsta settið. Tennis Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sjá meira
Nigel Sears, tengdafaðir tenniskappans Andy Murray og tennisþjálfari, segir að of mikið hafi verið gert úr því þegar hann hneig niður á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í síðustu viku. Sears er þjálfari hinnar serbnesku Önu Ivanovic og var að horfa á hana spila á mótinu þegar hann hneig skyndilega niður í áhorfendastúkunni. Hann var fluttur á brott í sjúkrabíl og þurfti að gera hlé á viðureigninni á meðan. Samtímis var Murray að spila og fékk hann ekki fregnir af þessu fyrr en að henni lokinni. „Ég held að ég hafi ekki verið úrvinda eða reyna of mikið á mig,“ sagði Sears í viðtali við breska fjölmiðla. „Ég veit að þetta var mikið í fréttum hér heima en þetta var virkilega skrýtið allt saman og mér þykir leitt að hafa valdið fólki óþarfa áhyggjum.“Ana Ivanovic.Vísir/Getty„Í sannleika sagt finnst mér ég vera hálfgerður loddari út af þessu,“ bætti hann við. Enn er ekki vitað með fullvissu hvað olli því að Sears hneig niður en sjálfur telur hann að um matareitrun hafi verið að ræða. „Ég hafði borðað sushi tíu daga í röð í Melbourne og mér leið vel. En ætli líkurnar séu ekki á því að maður fái einn slæman fiskbita þegar maður borðar svo mikið af sushi.“ Dóttir Sears, Kim, var ólétt þegar atvikið átti sér stað en hún eignaðist dóttur fyrir stuttu síðan. Ivanovic var að keppa við hina bandarísku Madison Keyes þegar þjálfari hennar hneig niður og tapaði viðureigninni eftir að hafa unnið fyrsta settið.
Tennis Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sjá meira