„Vonandi verður Schumacher með okkur á ný“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 09:45 Michael Schumacher hefur verið í hugum margra undanfarin ár. Vísir/Getty Rúm tvö ár eru liðin síðan að Michael Schumacher hlaut alvarlegan heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum. Síðan þá hefur lítið verið staðfest um heilsufar ökuþórsins fyrrverandi. Á dögunum var opnuð ný sýning um Schumacher í Marburg í Þýskalandi og þar tjáði umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, um stöðu kappans en ræddi hana þó aðeins almenns eðlis. Sjá einnig: Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu „Hann er sigursælasti ökuþór allra tíma og stundum, á dögum sem þessum, er gott að láta minna sig á það. Michael er auðvitað ekki með okkur hér í dag og auðvitað söknum við hans. Við vitum hvað gerðist og getum ekki breytt því,“ sagði Kehm. „Við þurfum að sætta okkur við þetta og vona að með áframhaldandi stuðningi og þolinmæði muni hann einn daginn vera með okkur á ný. Kappakstur var líf og yndi hans og enginn myndi fremur vilja vera með okkur hér í dag en hann.“ Sabine Kehm.Vísir/Getty Sjá einnig: Schumacher heldur áfram að berjast Schumacher var haldið sofandi í hálft ár eftir slysið og hefur síðan fengið aðhlynningu á heimili sínu við Genfarvatn. Síðan þá hefur ýmislegt verið fullyrt um líðan Schumachers í fréttum en Kehm hefur ítrekað sagt að þær upplýsingar sem fram hafa komið séu rangar. Tímaritið Bunte fullyrti til að mynda fyrir jól að Schumacher væri byrjaður að ganga á nýjan leik en þá sagði Kehm að með þessu væri tímaritið að vekja upp falskar vonir. Sjá einnig: Schumacher getur ekki gengið Áður hefur verið fullyrt að Schumacher sé bundinn hjólastól, eigi í vandræðum með minnið sitt og geti ekki talað. Luca di Montezemolo, fyrrum forseti Ferrari-keppnisliðsins, sagði á dögunum að hann hefði fréttir af Schumacher og þær væru ekki góðar. En hann neitaði svo að útskýra þau ummæli frekar. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Rúm tvö ár eru liðin síðan að Michael Schumacher hlaut alvarlegan heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum. Síðan þá hefur lítið verið staðfest um heilsufar ökuþórsins fyrrverandi. Á dögunum var opnuð ný sýning um Schumacher í Marburg í Þýskalandi og þar tjáði umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, um stöðu kappans en ræddi hana þó aðeins almenns eðlis. Sjá einnig: Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu „Hann er sigursælasti ökuþór allra tíma og stundum, á dögum sem þessum, er gott að láta minna sig á það. Michael er auðvitað ekki með okkur hér í dag og auðvitað söknum við hans. Við vitum hvað gerðist og getum ekki breytt því,“ sagði Kehm. „Við þurfum að sætta okkur við þetta og vona að með áframhaldandi stuðningi og þolinmæði muni hann einn daginn vera með okkur á ný. Kappakstur var líf og yndi hans og enginn myndi fremur vilja vera með okkur hér í dag en hann.“ Sabine Kehm.Vísir/Getty Sjá einnig: Schumacher heldur áfram að berjast Schumacher var haldið sofandi í hálft ár eftir slysið og hefur síðan fengið aðhlynningu á heimili sínu við Genfarvatn. Síðan þá hefur ýmislegt verið fullyrt um líðan Schumachers í fréttum en Kehm hefur ítrekað sagt að þær upplýsingar sem fram hafa komið séu rangar. Tímaritið Bunte fullyrti til að mynda fyrir jól að Schumacher væri byrjaður að ganga á nýjan leik en þá sagði Kehm að með þessu væri tímaritið að vekja upp falskar vonir. Sjá einnig: Schumacher getur ekki gengið Áður hefur verið fullyrt að Schumacher sé bundinn hjólastól, eigi í vandræðum með minnið sitt og geti ekki talað. Luca di Montezemolo, fyrrum forseti Ferrari-keppnisliðsins, sagði á dögunum að hann hefði fréttir af Schumacher og þær væru ekki góðar. En hann neitaði svo að útskýra þau ummæli frekar.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45
Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30
Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17
Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00