Heilmikil árstíðabundin sveifla á hæð Hvannadalshnjúks Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2016 11:24 Hvannadalshnjúkur er 2.109,6 metrar á hæð samkvæmt opinberum mælingum. Vísir Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur landsins, var síðast mældur árið 2011 og var þá í samræmi við mælinguna örlagaríku árið 2005 þar sem í ljós kom að hann var níu metrum lægri en áður var talið. Fjallað er um ferð leiðsögumannsins Einars Rúnars Sigurðssonar leiðsögumanns upp á Hvannadalshnjúk síðastliðinn sunnudag í Morgunblaðinu í dag en um var að ræða 281. ferð hans á tindinn. Einar segist í samtali við Morgunblaðið telja að tindurinn hafi náð sinni fyrri hæð, 2.119 metrum, og tilefni sé til að mæla tindinn upp á nýtt. Síðast mæling hafi verið gerð eftir mikið hlýindaskeið og í lok sumars. Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð.Vísir/Teitur Tindurinn „lækkaði“ um 9 metra árið 2005 Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð, 2.109,6 metrar svo allri nákvæmni sem gætt, en áður hafði hann verið talinn 2.119 metrar á hæð. Þetta var mikið áfall fyrir ýmsa því þetta þýddi að hnjúkurinn var orðinn lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, Kebnekaise, sem er 2.111 metrar á hæð. Haft var eftir Magnúsi Guðmundssyni við það tilefni árið 2005 að stefnt yrði að því að mæla hnjúkinn ítarlega á tíu ára fresti. Vísir setti sig í samband við Landmælingar Íslands sem sagði að vissulega hefði verið talað um að mæla tindinn á tíu ára fresti á sínum tíma en það kostaði sitt og væri mikið fyrirtæki. Tímarnir hefðu breyst og það þyrfti að forgangsraða. Síðast þegar hæð hnjúksins var mæld með leysigeisla var í júlí árið 2010 og þá var hún í samræmi við mælinguna árið 2005. Grunnstöðvakerfi Íslands mælt í sumar kki hefur verið rætt innan landmælinga að ráðast í ítarlega mælingu á Hvannadalshnjúk á næstunni. Í sumar ætla Landmælingar að ráðast í mælingar á öllu grunnstöðvakerfi Íslands því landið er að reka í sundur. Er slík mæling gerð á um tíu árar fresti til að fylgjast með landreki og hæðarbreytingum á landinu. Um er að ræða landrek um sentímetra í hvora áttina á ári og ris og sig um tvo sentímetra á ári. Ef til mælinga kæmi á hæð Hvannadalshnjúkar yrði það væntanlega gert í sumar. Árstíðasveifla á hæð Hvannadalshnjúkar Hjá Veðurstofu Íslands fengust þau svör að heilmikil árstíðasveifla sé á hæð Hvannadalshnjúkar. Á veturna hleður snjó ofan á hnúkinn. Hann þjappast svo saman og bráðnar og lækkar þannig að hæðin getur verið breytileg um marga metra. Veðurstofan segir að ekki hafi verið unnið úr gögnum vegna hæðar tindsins síðan 2011 en hins vegar er Veðurstofan komin með nýjar gervihnattamælingar frá árunum 2012 og 2013 þannig að væntanleg er ný tala. Hornafjörður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur landsins, var síðast mældur árið 2011 og var þá í samræmi við mælinguna örlagaríku árið 2005 þar sem í ljós kom að hann var níu metrum lægri en áður var talið. Fjallað er um ferð leiðsögumannsins Einars Rúnars Sigurðssonar leiðsögumanns upp á Hvannadalshnjúk síðastliðinn sunnudag í Morgunblaðinu í dag en um var að ræða 281. ferð hans á tindinn. Einar segist í samtali við Morgunblaðið telja að tindurinn hafi náð sinni fyrri hæð, 2.119 metrum, og tilefni sé til að mæla tindinn upp á nýtt. Síðast mæling hafi verið gerð eftir mikið hlýindaskeið og í lok sumars. Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð.Vísir/Teitur Tindurinn „lækkaði“ um 9 metra árið 2005 Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð, 2.109,6 metrar svo allri nákvæmni sem gætt, en áður hafði hann verið talinn 2.119 metrar á hæð. Þetta var mikið áfall fyrir ýmsa því þetta þýddi að hnjúkurinn var orðinn lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, Kebnekaise, sem er 2.111 metrar á hæð. Haft var eftir Magnúsi Guðmundssyni við það tilefni árið 2005 að stefnt yrði að því að mæla hnjúkinn ítarlega á tíu ára fresti. Vísir setti sig í samband við Landmælingar Íslands sem sagði að vissulega hefði verið talað um að mæla tindinn á tíu ára fresti á sínum tíma en það kostaði sitt og væri mikið fyrirtæki. Tímarnir hefðu breyst og það þyrfti að forgangsraða. Síðast þegar hæð hnjúksins var mæld með leysigeisla var í júlí árið 2010 og þá var hún í samræmi við mælinguna árið 2005. Grunnstöðvakerfi Íslands mælt í sumar kki hefur verið rætt innan landmælinga að ráðast í ítarlega mælingu á Hvannadalshnjúk á næstunni. Í sumar ætla Landmælingar að ráðast í mælingar á öllu grunnstöðvakerfi Íslands því landið er að reka í sundur. Er slík mæling gerð á um tíu árar fresti til að fylgjast með landreki og hæðarbreytingum á landinu. Um er að ræða landrek um sentímetra í hvora áttina á ári og ris og sig um tvo sentímetra á ári. Ef til mælinga kæmi á hæð Hvannadalshnjúkar yrði það væntanlega gert í sumar. Árstíðasveifla á hæð Hvannadalshnjúkar Hjá Veðurstofu Íslands fengust þau svör að heilmikil árstíðasveifla sé á hæð Hvannadalshnjúkar. Á veturna hleður snjó ofan á hnúkinn. Hann þjappast svo saman og bráðnar og lækkar þannig að hæðin getur verið breytileg um marga metra. Veðurstofan segir að ekki hafi verið unnið úr gögnum vegna hæðar tindsins síðan 2011 en hins vegar er Veðurstofan komin með nýjar gervihnattamælingar frá árunum 2012 og 2013 þannig að væntanleg er ný tala.
Hornafjörður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira