Baldur ætlar ekki fram Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2016 12:30 Baldur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gefur forsetaframboð alfarið frá sér. „Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni yfir á Bessastaði héðan af sjávarsíðunni í Vesturbænum og getum vel fylgst með leik og störfum Bessastaðabænda. Það er fróðleg og skemmtileg yfirsýn fyrir leikara og stjórnmálafræðing. Við hyggjumst ekki leitast eftir því að flytja yfir Skerjafjörðinn. Við kunnum einstaklega vel við okkur í núverandi störfum við Háskóla Íslands og RÚV,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni.Tilefnið er frétt Vísis þar sem segir af Gallupkönnun en niðurstöður eru þær að meirihluti aðspurðra er jákvæður gagnvart þeirri hugmynd að Baldur og eiginmaður hans Felix Bergsson, leikari og fjölmiðlamaður, verði næsta forsetapar Íslands.Mikilvæg mannréttindabarátta En, þó fólk sé almennt jákvætt gagnvart því að Baldur fari fram verður ekki svo að sinni. Baldur segir í samtali við Vísi ekki hafa verið vinnufriður eftir að fréttin birtist. En, svo áfram sé vitnað í yfirlýsinguna þá segir: „Í dag vill svo skemmtilega til að 20 ár eru síðan að við hittumst fyrst. Við gátum þá ekki einu sinni skráð okkur í sambúð og börnunum okkar voru ekki tryggð full mannréttindi. Við tók áralöng barátta fjölmargra einstaklinga út um allt land sem skilað hefur góðum árangri. Okkur datt ekki einu sinni í hug að samkynhneigt part ætti möguleika á því að setjast að á Bessastöðum,“ skrifar Baldur og bætir því við að það hafi þótt stórsigur fyrir mannréttindabaráttuna þegar þáverandi forseti Vigdís Finnbogadóttir kom og fagnaði með þeim þegar lögin um staðfesta samvist tóku gildi sumarið 1996. „Nú eru nýir og breyttir tímar. Þeim ber að fagna sem og kröftugum mannréttindayfirlýsingum þjóðarinnar sem birtast í skoðanakönnun eins og þessari. – Við endurtökum þakkir okkar fyrir hlý orð og hvatningu og hvetjum kraftmikla einstaklinga til að stíga fram og bjóða sig fram til embættisins.“Margir kallaðir Víst er að mörgum þótti vert að máta þá Baldur og Felix við Bessastaði. Baráttan um Bessastaði er rétt að hefjast en þeir sem hafa gefið sig fram og ætla í forsetaslag í sumar eru Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson og Elísabet Jökulsdóttir -- eftir því sem næst verður komist. Þau sem sterklega hafa verið orðuð við framboð eru meðal annarra Össur Skarphéðinsson, Linda Pétursdóttir, Stefán Jón Hafstein, Andri Snær Magnason, Sirrý Arnardóttir, Halla Tómasdóttir og Björg Thorarensen. Baldur er nú að heltast úr þeirri lest; fólks sem orðað er við framboð.Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni...Posted by Baldur Thorhallsson on 15. febrúar 2016 Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
„Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni yfir á Bessastaði héðan af sjávarsíðunni í Vesturbænum og getum vel fylgst með leik og störfum Bessastaðabænda. Það er fróðleg og skemmtileg yfirsýn fyrir leikara og stjórnmálafræðing. Við hyggjumst ekki leitast eftir því að flytja yfir Skerjafjörðinn. Við kunnum einstaklega vel við okkur í núverandi störfum við Háskóla Íslands og RÚV,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni.Tilefnið er frétt Vísis þar sem segir af Gallupkönnun en niðurstöður eru þær að meirihluti aðspurðra er jákvæður gagnvart þeirri hugmynd að Baldur og eiginmaður hans Felix Bergsson, leikari og fjölmiðlamaður, verði næsta forsetapar Íslands.Mikilvæg mannréttindabarátta En, þó fólk sé almennt jákvætt gagnvart því að Baldur fari fram verður ekki svo að sinni. Baldur segir í samtali við Vísi ekki hafa verið vinnufriður eftir að fréttin birtist. En, svo áfram sé vitnað í yfirlýsinguna þá segir: „Í dag vill svo skemmtilega til að 20 ár eru síðan að við hittumst fyrst. Við gátum þá ekki einu sinni skráð okkur í sambúð og börnunum okkar voru ekki tryggð full mannréttindi. Við tók áralöng barátta fjölmargra einstaklinga út um allt land sem skilað hefur góðum árangri. Okkur datt ekki einu sinni í hug að samkynhneigt part ætti möguleika á því að setjast að á Bessastöðum,“ skrifar Baldur og bætir því við að það hafi þótt stórsigur fyrir mannréttindabaráttuna þegar þáverandi forseti Vigdís Finnbogadóttir kom og fagnaði með þeim þegar lögin um staðfesta samvist tóku gildi sumarið 1996. „Nú eru nýir og breyttir tímar. Þeim ber að fagna sem og kröftugum mannréttindayfirlýsingum þjóðarinnar sem birtast í skoðanakönnun eins og þessari. – Við endurtökum þakkir okkar fyrir hlý orð og hvatningu og hvetjum kraftmikla einstaklinga til að stíga fram og bjóða sig fram til embættisins.“Margir kallaðir Víst er að mörgum þótti vert að máta þá Baldur og Felix við Bessastaði. Baráttan um Bessastaði er rétt að hefjast en þeir sem hafa gefið sig fram og ætla í forsetaslag í sumar eru Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson og Elísabet Jökulsdóttir -- eftir því sem næst verður komist. Þau sem sterklega hafa verið orðuð við framboð eru meðal annarra Össur Skarphéðinsson, Linda Pétursdóttir, Stefán Jón Hafstein, Andri Snær Magnason, Sirrý Arnardóttir, Halla Tómasdóttir og Björg Thorarensen. Baldur er nú að heltast úr þeirri lest; fólks sem orðað er við framboð.Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni...Posted by Baldur Thorhallsson on 15. febrúar 2016
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira