Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2016 16:01 Anders Hamsten, til vinstri, hefur sagt af sér vegna máls Macchiarini. mynd/karolinska og vísir/epa Útlit er fyrir að ítalski læknirinn Paolo Macchiarini hafi falsað gögn í tilraunum sínum áður en hann græddi plastbarka í krabbameinssjúklinga á árunum 2011-2012. Gögnin komu fram fyrir skemmstu og hafa meðal annars orðið til þess að Anders Hamsten, rektor Karolinska háskólans, sagði af sér í gær. Hamsten hafði verið rektor frá upphafi árs 2013. Rektorinn upplýsti um ákvörðun sína í dagblaðinu Dagens Nyheter. „Traust fólks til mín sem rektors hefur rýrnað vegna málsins, bæði meðal almennings en einnig hjá starfsfólki og nemum Karolinsa. Ég átta mig á því að það mun reynar mér erfitt að halda áfram starfi mínu sem rektor þessarar merku stofnunar og hef því ákveðið að stíga til hliðar,“ skrifar Hamsten. Mál Macchiarini hefur verið til umfjöllunar nú í talsverðan tíma og lítur verr og verr út fyrir hlutaðeigandi í hvert skipti sem nýjar upplýsingar koma fram. Fyrir rúmu ári komst upp að hann hafði ekki fengið leyfi siðanefndar til þess að framkvæma barkaígræðslurnar en þær þóttu stórmerkilegt læknisfræðilegt afrek í upphafi. Fyrsta aðgerðin var framkvæmd á eritreskum manni, Andemariam Beyene, sem komið hafði til Íslands til að nema fræði tengd jarðhita. Aðgerðin var gerð árið 2011 en Beyene lést árið 2014 vegna veikinda sinna.Sjá einnig:Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að aðgerðina umtöluðu.vísir/vilhelm„Við sendum fyrsta sjúklinginn út og hann fer í meðferð þar. Það var í góðri trú,“ sagði Tómas Guðbjartsson skurðlæknir í samtali við Vísi í janúar í fyrra en hann var í teyminu sem framkvæmdi gervibarkaígræðslu Beyene í Svíþjóð. Annar íslenskur læknir, Óskar Einarsson, kom einnig að meðferðinni og var titlaður meðhöfundur að grein Macchiarini um málið. Umræddir gervibarkar voru úr plasti en höfðu legið í stofnfrumum áður en þeim var komið fyrir í sjúklunginum. Alls voru gerðar átta slíkar ígræðslur en fjórir sjúklinganna eru nú látnir. Ný gögn tengd málinu komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu en þau benda til þess að Macchiarini hafi falsað gögn á meðan rannsóknum stóð. Gögnin tengjast bæði myndum í tengslum við aðgerðina á Beyene en einnig rannsóknir sem áður höfðu verið gerðar á rottum. Þar má meðal annars nefna myndir sem áttu að sýna ástand dýra fyrir og eftir tilraunir. Myndirnar voru margnotaðar í þeim tilgangi að fjölga niðurstöðum en hluta þeirra má sjá með því að smella hér. Í yfirlýsingu frá Karolinska kemur fram að mál Macchiarini verði rannsakað á nýju í ljósi þessara nýju gagna sem komið hafa fram. Í ágúst í fyrra komst sjúkrahúsið að þeirri niðurstöðu að aðgerðirnar teldust ekki vísindalegt misferli. Sakamálarannsókn því tengt er enn í gangi. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13 Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00 Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Útlit er fyrir að ítalski læknirinn Paolo Macchiarini hafi falsað gögn í tilraunum sínum áður en hann græddi plastbarka í krabbameinssjúklinga á árunum 2011-2012. Gögnin komu fram fyrir skemmstu og hafa meðal annars orðið til þess að Anders Hamsten, rektor Karolinska háskólans, sagði af sér í gær. Hamsten hafði verið rektor frá upphafi árs 2013. Rektorinn upplýsti um ákvörðun sína í dagblaðinu Dagens Nyheter. „Traust fólks til mín sem rektors hefur rýrnað vegna málsins, bæði meðal almennings en einnig hjá starfsfólki og nemum Karolinsa. Ég átta mig á því að það mun reynar mér erfitt að halda áfram starfi mínu sem rektor þessarar merku stofnunar og hef því ákveðið að stíga til hliðar,“ skrifar Hamsten. Mál Macchiarini hefur verið til umfjöllunar nú í talsverðan tíma og lítur verr og verr út fyrir hlutaðeigandi í hvert skipti sem nýjar upplýsingar koma fram. Fyrir rúmu ári komst upp að hann hafði ekki fengið leyfi siðanefndar til þess að framkvæma barkaígræðslurnar en þær þóttu stórmerkilegt læknisfræðilegt afrek í upphafi. Fyrsta aðgerðin var framkvæmd á eritreskum manni, Andemariam Beyene, sem komið hafði til Íslands til að nema fræði tengd jarðhita. Aðgerðin var gerð árið 2011 en Beyene lést árið 2014 vegna veikinda sinna.Sjá einnig:Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að aðgerðina umtöluðu.vísir/vilhelm„Við sendum fyrsta sjúklinginn út og hann fer í meðferð þar. Það var í góðri trú,“ sagði Tómas Guðbjartsson skurðlæknir í samtali við Vísi í janúar í fyrra en hann var í teyminu sem framkvæmdi gervibarkaígræðslu Beyene í Svíþjóð. Annar íslenskur læknir, Óskar Einarsson, kom einnig að meðferðinni og var titlaður meðhöfundur að grein Macchiarini um málið. Umræddir gervibarkar voru úr plasti en höfðu legið í stofnfrumum áður en þeim var komið fyrir í sjúklunginum. Alls voru gerðar átta slíkar ígræðslur en fjórir sjúklinganna eru nú látnir. Ný gögn tengd málinu komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu en þau benda til þess að Macchiarini hafi falsað gögn á meðan rannsóknum stóð. Gögnin tengjast bæði myndum í tengslum við aðgerðina á Beyene en einnig rannsóknir sem áður höfðu verið gerðar á rottum. Þar má meðal annars nefna myndir sem áttu að sýna ástand dýra fyrir og eftir tilraunir. Myndirnar voru margnotaðar í þeim tilgangi að fjölga niðurstöðum en hluta þeirra má sjá með því að smella hér. Í yfirlýsingu frá Karolinska kemur fram að mál Macchiarini verði rannsakað á nýju í ljósi þessara nýju gagna sem komið hafa fram. Í ágúst í fyrra komst sjúkrahúsið að þeirri niðurstöðu að aðgerðirnar teldust ekki vísindalegt misferli. Sakamálarannsókn því tengt er enn í gangi.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13 Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00 Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13
Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00
Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48
Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58
Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53