Golf

Jöfn toppbarátta á Pebble Beach - Ótrúlegur hringur Sung Kang

Sung Kang var í miklu stuði á öðrum hring í gær a Pebble Beach.
Sung Kang var í miklu stuði á öðrum hring í gær a Pebble Beach. Getty.
Tveir Asíubúar leiða eftir 36 holur á AT&T mótinu sem fram fer á Pebble Beach en Japaninn Horishi Iwata og Suður-Kóreumaðurinn Sung Kang eru efstir á 11 höggum undir pari.

Sá síðarnefndi, Sung Kang, stal senunni í gær á öðrum hring en eftir að hafa leikið fyrsta hring á sléttu pari skellti hann í hring upp á 11 högg undir pari, 60 slög, sem er hreint út sagt ótrulegt skor á Pebble Beach.

Chez Reavie, Freddie Jacobson og gamli refurinn Phil Mickelson deila þriðja sætinu á tíu höggum undir pari en skor keppenda hefur verið afar gott í blíðunni á Pebble Beach.

Besti kylfingur heims er meðal keppenda um helgina, Jorda Spieth, en hann er á þremur höggum undir pari eftir hringina tvo og þarf að spýta í lófana ef hann ætlar að gera atlögu að sigrinum á sunnudaginn.

AT&T mótið verður í beinni útsendingu um helgina á Golfstöðinni en bein útsending hefst í kvöld klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×