Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 22:30 Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi eins vel og hægt er. Fréttir af andláti kínversks manns í Reynisfjöru vöktu mikinn óhug í gær, ekki síst vegna þess að ítrekað hefur verið varað við hættu á svæðinu. Undanfarna tvo mánuði hafa fjórir erlendir ferðamenn farist af slysförum hér á landi. Í lok janúar lést kínversk kona eftir köfunarslys í Silfru, í byrjun sama mánaðar fannst breskur ferðamaður látinn á Snæfellsnesi og á annan í jólum lést Japani í umferðarslysi á Suðurlandi.Helga Árnadóttir.Vísir/GVAHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þau ítrekað hafa kallað eftir aðgerðum stjórnvalda vegna öryggis ferðamanna og stefnumótandi áætlun í þeim efnum. „Ef við tökum ekki höndum saman og verður ekki ágengt núna þá veit ég ekki hvenær. Við eigum ofboðslega mikið undir. Það eru ofboðslega mikil tækifæri í greininni og þetta er einn af þeim þáttum sem er fylgifiskur, það eru öryggismálin, og við verðum að tryggja þau með sómasamlegum hætti. Við höfum kallað eftir þessu um langa hríð og viljum treysta á að nú komi til aðgerða,“ segir Helga. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segir að stjórnvöld séu að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna eins vel og hægt er. „Stjórnstöð ferðamála er samræmingarvettvangur sem hefur skort á í svona málum. Þetta er skýrt dæmi um verkefni hennar, svona mál þar sem fjölmargir aðilar bera ábyrgð með einum eða öðrum hætti og við höfum alveg frá stofnun stjórnstöðvarinnar, 1. nóvember, verið með öryggismálin sérstaklega á oddinum. Það gerir þetta enginn einn, þetta er samstarfsverkefni sem að við erum búin að setja í algeran forgang,“ segir Ragnheiður Elín. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 "Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira
Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi eins vel og hægt er. Fréttir af andláti kínversks manns í Reynisfjöru vöktu mikinn óhug í gær, ekki síst vegna þess að ítrekað hefur verið varað við hættu á svæðinu. Undanfarna tvo mánuði hafa fjórir erlendir ferðamenn farist af slysförum hér á landi. Í lok janúar lést kínversk kona eftir köfunarslys í Silfru, í byrjun sama mánaðar fannst breskur ferðamaður látinn á Snæfellsnesi og á annan í jólum lést Japani í umferðarslysi á Suðurlandi.Helga Árnadóttir.Vísir/GVAHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þau ítrekað hafa kallað eftir aðgerðum stjórnvalda vegna öryggis ferðamanna og stefnumótandi áætlun í þeim efnum. „Ef við tökum ekki höndum saman og verður ekki ágengt núna þá veit ég ekki hvenær. Við eigum ofboðslega mikið undir. Það eru ofboðslega mikil tækifæri í greininni og þetta er einn af þeim þáttum sem er fylgifiskur, það eru öryggismálin, og við verðum að tryggja þau með sómasamlegum hætti. Við höfum kallað eftir þessu um langa hríð og viljum treysta á að nú komi til aðgerða,“ segir Helga. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segir að stjórnvöld séu að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna eins vel og hægt er. „Stjórnstöð ferðamála er samræmingarvettvangur sem hefur skort á í svona málum. Þetta er skýrt dæmi um verkefni hennar, svona mál þar sem fjölmargir aðilar bera ábyrgð með einum eða öðrum hætti og við höfum alveg frá stofnun stjórnstöðvarinnar, 1. nóvember, verið með öryggismálin sérstaklega á oddinum. Það gerir þetta enginn einn, þetta er samstarfsverkefni sem að við erum búin að setja í algeran forgang,“ segir Ragnheiður Elín.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 "Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48
Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24
Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
"Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45