Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2016 13:19 Framboð til embættis formanns Samfylkingarinnar verða að koma fram fyrir miðjan apríl. Reiknað er með að kosningabarátta frambjóðenda standi undir lok maímánaðar þegar sjálf atkvæðagreiðslan myndi hefjast. Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað á fundi sínum seinni partinn í gær að boða til aukalandsfundar hinn 4. júní og flýta einnig formannskjöri í flokknum. Árni Páll Árnason hefur ekki gefið út hvort hann gefi áfram kost á sér en sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi að það muni koma í ljós á næstu dögum hvað hann geri. „Mér finnst gott að það sé skorið skýrt úr um umboð formanns Samfylkingarinnar Formaður Samfylkingarinnar þarf að hafa skýrt umboð. Það er mikilvægt að hann hafi umboð úr allsherjar atkvæðagreiðslu og það hafi verið færi á henni. Það er mjög mikilvægt styrkleikamerki,“ segir Árni Páll. Stuðningfólki Árna Páls finnst að sótt hafi verið að honum með ósanngjörnum hætti sem fram hafi komið með óvæntu framboði gegn honum á síðasta landsfundi og þá standi þingflokkurinn ekki heill að baki honum. „Ég held að maður verði að búa við þær aðstæður sem eru í íslenskum stjórnmálum. Það gustar. Það er þannig að fólk í flokknum hefur ekki verið sátt við fylgi flokksins og það kemur svosem engum á óvart. En aðalatriðið er að stíga upp úr því og reyna leita alvöru svara,“ segir Árni Páll. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir að nlæsta skref sé að kalla saman kjörstjórn til að undirbúa allsherjaratkvæðagreiðslu um formannsembættið. Hún getur farið fram hvort sem einn eða fleiri verða í framboði. „Sú atkvæðagreiðsla fer fram ef óskað er eftir henni í samræmi við lög flokksins. Það er að segja að eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund komi fram ósk um það að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram. Það er þá um miðjan apríl,“ segir Kristján. Kristján segir gert ráð fyrir að frambjóðendum gefist kostur á að kynna sig á flokksstjórnarfundi, næst æðstu stofnun flokksins, hinn 22. apríl. „Síðan hefjist kosningabarátta sem standi frá þeim tíma og út maí,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Umsvif Rúv takmörkuð og svona á að raða í uppþvottavél Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Framboð til embættis formanns Samfylkingarinnar verða að koma fram fyrir miðjan apríl. Reiknað er með að kosningabarátta frambjóðenda standi undir lok maímánaðar þegar sjálf atkvæðagreiðslan myndi hefjast. Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað á fundi sínum seinni partinn í gær að boða til aukalandsfundar hinn 4. júní og flýta einnig formannskjöri í flokknum. Árni Páll Árnason hefur ekki gefið út hvort hann gefi áfram kost á sér en sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi að það muni koma í ljós á næstu dögum hvað hann geri. „Mér finnst gott að það sé skorið skýrt úr um umboð formanns Samfylkingarinnar Formaður Samfylkingarinnar þarf að hafa skýrt umboð. Það er mikilvægt að hann hafi umboð úr allsherjar atkvæðagreiðslu og það hafi verið færi á henni. Það er mjög mikilvægt styrkleikamerki,“ segir Árni Páll. Stuðningfólki Árna Páls finnst að sótt hafi verið að honum með ósanngjörnum hætti sem fram hafi komið með óvæntu framboði gegn honum á síðasta landsfundi og þá standi þingflokkurinn ekki heill að baki honum. „Ég held að maður verði að búa við þær aðstæður sem eru í íslenskum stjórnmálum. Það gustar. Það er þannig að fólk í flokknum hefur ekki verið sátt við fylgi flokksins og það kemur svosem engum á óvart. En aðalatriðið er að stíga upp úr því og reyna leita alvöru svara,“ segir Árni Páll. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir að nlæsta skref sé að kalla saman kjörstjórn til að undirbúa allsherjaratkvæðagreiðslu um formannsembættið. Hún getur farið fram hvort sem einn eða fleiri verða í framboði. „Sú atkvæðagreiðsla fer fram ef óskað er eftir henni í samræmi við lög flokksins. Það er að segja að eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund komi fram ósk um það að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram. Það er þá um miðjan apríl,“ segir Kristján. Kristján segir gert ráð fyrir að frambjóðendum gefist kostur á að kynna sig á flokksstjórnarfundi, næst æðstu stofnun flokksins, hinn 22. apríl. „Síðan hefjist kosningabarátta sem standi frá þeim tíma og út maí,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Umsvif Rúv takmörkuð og svona á að raða í uppþvottavél Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira