Formannskjöri og landsfundi Samfylkingarinnar flýtt fram í júní Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 18:41 Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kom saman til fundar í höfuðstöðvum flokksins klukkan fimm í dag til að ákveða hvort bæði landsfundi flokksins og formannskjöri verði flýtt. Málið hefur verið til skoðunar innan flokksins undanfarna viku eftir að hann hefur í um ár mælst með um tíu prósenta fylgi. Áætlað hafði verið að landsfundur færi fram í janúar eða febrúar á næsta ári og formannskjör færi fram í almennri kosningu innan flokksins í aðdraganda hans seinit á þessu ári, en mikill þrýstingur hefur myndast meðal flokksmanna að flýta bæði fundinum og formannskjörinu. Fundi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar lauk nú fyrir skemmstu. „Niðurstaðan á þessum góða fundi var sú að landsfundi verður flýtt til 4. júní næstkomandi og í aðdraganda hans mun gefast kostur á atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Það er leið okkar jafnaðarmanna og lýðræðisins,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árni Páll segir enn fremur að hann hafi ekki gert upp hug sinn hvort hann býður sig fram sem formaður eður eigi. „Ég kem til með að hugsa um það á næstu dögum. Þið munið heyra frá mér bráðlega með það. En í dag höfum við ákveðið að flýta fundinum. Það er gott að formaður og stjórn Samfylkingarinnar hafi skýrt umboð úr allsherjaratkvæðagreiðlsu til að stýra flokknum.“ Árni Páll telur ekki að aðilar í flokknum hafi vegið að sér undanfarna daga. „Svona er landslagið í íslenskri pólitík núna og maður verður að búa við það að það gustar. Fólk í flokknum hefur ekki verið sátt með fylgi flokksins. Aðalatriðið núna er að reyna að stíga upp úr því og leita alvöru svara.“ Alþingi Tengdar fréttir Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00 Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00 Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38 Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13 Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kom saman til fundar í höfuðstöðvum flokksins klukkan fimm í dag til að ákveða hvort bæði landsfundi flokksins og formannskjöri verði flýtt. Málið hefur verið til skoðunar innan flokksins undanfarna viku eftir að hann hefur í um ár mælst með um tíu prósenta fylgi. Áætlað hafði verið að landsfundur færi fram í janúar eða febrúar á næsta ári og formannskjör færi fram í almennri kosningu innan flokksins í aðdraganda hans seinit á þessu ári, en mikill þrýstingur hefur myndast meðal flokksmanna að flýta bæði fundinum og formannskjörinu. Fundi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar lauk nú fyrir skemmstu. „Niðurstaðan á þessum góða fundi var sú að landsfundi verður flýtt til 4. júní næstkomandi og í aðdraganda hans mun gefast kostur á atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Það er leið okkar jafnaðarmanna og lýðræðisins,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árni Páll segir enn fremur að hann hafi ekki gert upp hug sinn hvort hann býður sig fram sem formaður eður eigi. „Ég kem til með að hugsa um það á næstu dögum. Þið munið heyra frá mér bráðlega með það. En í dag höfum við ákveðið að flýta fundinum. Það er gott að formaður og stjórn Samfylkingarinnar hafi skýrt umboð úr allsherjaratkvæðagreiðlsu til að stýra flokknum.“ Árni Páll telur ekki að aðilar í flokknum hafi vegið að sér undanfarna daga. „Svona er landslagið í íslenskri pólitík núna og maður verður að búa við það að það gustar. Fólk í flokknum hefur ekki verið sátt með fylgi flokksins. Aðalatriðið núna er að reyna að stíga upp úr því og leita alvöru svara.“
Alþingi Tengdar fréttir Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00 Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00 Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38 Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13 Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00
Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00
Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38
Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13
Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“