Pepsi-deildin verður nafn efstu deildanna í fótbolta næstu þrjú ár til viðbótar 29. febrúar 2016 14:15 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Ásgeir Ásgeirsson, formaður Toppfótbolta, skála í Pepsi eftir undirskriftina í dag. vísir/vilhelm Efstu deildir karla og kvenna í fótbolta munu áfram bera heitið Pepsi-deildin, en 365 ehf. og Ölgerð Egils Skallagrímssonar hafa samið um áframhaldandi nafnarétt til næstu þriggja ára. Efsta deild Íslandsmótsins í fótbolta hefur heitið Pepsi-deildin síðan 2009 eða undanfarin sjö tímabil. Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi. Það er ekki bara á Íslandi sem að PepsiCo. hefur beina aðkomu að fótbolta en á síðasta ári gerði Pepsico styrktarsamning við UEFA um meistaradeild Evrópu. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir samstarf 365 og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt liðin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð og munum sýna fleiri leiki en nokkru sinni áður í beinni útsendingu á Sportstöðvum 365. Þetta verður því sannkölluð veisla frá fyrsta leik,“ segir Sævar Freyr.vísir/andri marinóFarsælt samstarf Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðast liðin 7 ár hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar ánægð og stolt að það skuli tryggt að Pepsi verði áfram með beina þátttöku í stærsta íþróttamóti landsins. Þegar þessi samningur er búinn að þá hefur Pepsi verið kostandi að efstu deildum karla og kvenna í áratug. Það er því heil kynslóð upprennandi fótboltamanna sem þekkir ekkert annað en að þeir bestu spila í Pepsi,“ segir Andri. „Þetta ár er auðvitað stórmerkilegt í fótboltasögunni og það er alveg ljóst að áhugi almennings á fótbolta mun ná nýjum hæðum árið 2016. Það er því auðvitað stórkostlegt að framlengja samninginn á þessu merkilega fótboltaári.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ lýsir yfir mikilli ánægju með samninginn. „Ölgerðin hefur átt farsælt og gott samstarf við KSÍ og félögin í Pepsi-deildum karla og kvenna síðan 2009 og þessi samningur mun enn frekar styrkja það samstarf.“vísir/ernirAldrei fleiri leikir í beinni Umfjöllun um Pepsi-deildirnar verður aukin til muna, en stórar beinar útsendingar í Pepsi-deild karla verða 50 talsins og þá verða einnig um 20 „minni“ beinar útsendingar frá leikjum í deildinni. Hörður Magnússon og sérfræðingar hans munu áfram leiða umræðuna um Pepsi-deild karla í Pepsi-mörkunum sem verða á dagskrá eftir hverja umferð. Pepsi-mörkin hafa verið á dagskrá síðan 2008 og eru að hefja sitt níunda keppnisár. Umfjöllunin verður svo öflugri en nokkru sinni fyrr jafnt á Vísi, Fréttablaðinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýr samstarfssamningur á milli 365 og Ölgerðarinnar var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ í dag, en fyrir ári síðan keypti 365 réttinn af íslenskri knattspyrnu til sex ára. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Efstu deildir karla og kvenna í fótbolta munu áfram bera heitið Pepsi-deildin, en 365 ehf. og Ölgerð Egils Skallagrímssonar hafa samið um áframhaldandi nafnarétt til næstu þriggja ára. Efsta deild Íslandsmótsins í fótbolta hefur heitið Pepsi-deildin síðan 2009 eða undanfarin sjö tímabil. Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi. Það er ekki bara á Íslandi sem að PepsiCo. hefur beina aðkomu að fótbolta en á síðasta ári gerði Pepsico styrktarsamning við UEFA um meistaradeild Evrópu. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir samstarf 365 og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt liðin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð og munum sýna fleiri leiki en nokkru sinni áður í beinni útsendingu á Sportstöðvum 365. Þetta verður því sannkölluð veisla frá fyrsta leik,“ segir Sævar Freyr.vísir/andri marinóFarsælt samstarf Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðast liðin 7 ár hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar ánægð og stolt að það skuli tryggt að Pepsi verði áfram með beina þátttöku í stærsta íþróttamóti landsins. Þegar þessi samningur er búinn að þá hefur Pepsi verið kostandi að efstu deildum karla og kvenna í áratug. Það er því heil kynslóð upprennandi fótboltamanna sem þekkir ekkert annað en að þeir bestu spila í Pepsi,“ segir Andri. „Þetta ár er auðvitað stórmerkilegt í fótboltasögunni og það er alveg ljóst að áhugi almennings á fótbolta mun ná nýjum hæðum árið 2016. Það er því auðvitað stórkostlegt að framlengja samninginn á þessu merkilega fótboltaári.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ lýsir yfir mikilli ánægju með samninginn. „Ölgerðin hefur átt farsælt og gott samstarf við KSÍ og félögin í Pepsi-deildum karla og kvenna síðan 2009 og þessi samningur mun enn frekar styrkja það samstarf.“vísir/ernirAldrei fleiri leikir í beinni Umfjöllun um Pepsi-deildirnar verður aukin til muna, en stórar beinar útsendingar í Pepsi-deild karla verða 50 talsins og þá verða einnig um 20 „minni“ beinar útsendingar frá leikjum í deildinni. Hörður Magnússon og sérfræðingar hans munu áfram leiða umræðuna um Pepsi-deild karla í Pepsi-mörkunum sem verða á dagskrá eftir hverja umferð. Pepsi-mörkin hafa verið á dagskrá síðan 2008 og eru að hefja sitt níunda keppnisár. Umfjöllunin verður svo öflugri en nokkru sinni fyrr jafnt á Vísi, Fréttablaðinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýr samstarfssamningur á milli 365 og Ölgerðarinnar var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ í dag, en fyrir ári síðan keypti 365 réttinn af íslenskri knattspyrnu til sex ára.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira