Handbolti

Florentina: Var þarna þegar mest á reyndi

Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöllinni skrifar
Florentina horfir á eftir boltanum í markið.
Florentina horfir á eftir boltanum í markið. vísir/andri marinó
Florentina Stanciu spilaði sinn síðasta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar Stjarnan bar sigurorð af Gróttu, 20-16, í dag.

Florentina, sem ætlar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið og flytjast aftur til Rúmeníu, brosti út að eyrum í leikslok.

"Þetta var frábær sigur, sérstaklega í ljósi þess að þetta er væntanlega minn síðasti bikarúrslitaleikur. Ég er mjög ánægð með að hafa náð í þennan titil," sagði Florentina í samtali við Vísi.

Markvörðurinn öflugi var þokkalega ánægð með sína frammistöðu í leiknum en Florentina varði mörg mikilvæg skot.

"Ég veit ekki hvort ég var eitthvað stórkostleg en ég var þarna þegar mest á reyndi og samherjar mínar hjálpuðu mér mikið," sagði Florentina og bætti við:

"Þetta var ekki auðveldur leikur en Grótta sýndi hversu gott liðið er gegn Haukum í undanúrslitunum."

Florentina segir að sigurinn gefi Stjörnunni mikið sjálfstraust í baráttunni sem framundan er í Olís-deildinni.

"Við þurfum að taka einn leik fyrir í einu og þetta verður ekki auðvelt. Við verðum að halda áfram að berjast," sagði Florentina að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×