Viðskipti innlent

Gistinóttum fjölgaði um fimmtung

Samúel Karl Ólason skrifar
Bretar voru fjölmennastir ferðamanna í janúar.
Bretar voru fjölmennastir ferðamanna í janúar. VÍSIR/DANÍEL
Gistinætur á hótelum í janúar voru 193.200 og er það aukning um 20 prósent á milli ára. Gistinætur erlendra gesta voru 87 prósent af heildarfjöldanum og fjölagði þeim sömuleiðis um 20 prósent. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 22 prósent.

Flestar gistinætur voru á höfuðborgarsvæðinu eða alls 156.100 og er það aukning um 22 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Næst flestar voru á Suðurlandi, alls 16.900.

Erlendir gestir með flestar gistinætur í janúar voru; Bretar með 68.500, Bandaríkjamenn með 37.900 og Þjóðverjar með 12.500 gistinætur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×