Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Snærós Sindradóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 BDSM á Íslandi er fræðslu- og hagsmunafélags BDSM-iðkenda. Félagið stendur fyrir námskeiðum og heldur reglulega viðburði. Árið 2014 var félaginu neitað um þátttöku í Gleðigöngunni. NordicPhotos/Getty Á komandi ársþingi Samtakanna 78 verður kosið um aðild BDSM á Íslandi að samtökunum. Vegna þessa verður í kvöld haldin kynning á BDSM félaginu fyrir meðlimi Samtakanna 78. Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, segir að kynningin í kvöld verð nýtt til að útskýra af hverju félagið vilji aðild að Samtökunum 78. „Stutta svarið er að þetta er partur af hinseginflórunni. Í Noregi er landssamband BDSM-félaga undir LLH, sem eru norsku hinseginsamtökin. Við erum í rauninni að elta þau svolítið.“ Hann segir að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað kynhneigð sé og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum.“ Aðspurður hvort BDSM á Íslandi vilji taka þátt í kynningarstarfi Samtakanna 78 á meðal ungmenna segir Magnús: „Það er einn stærsti þátturinn í þessu. Gagnvart unglingum sem eru að taka sín fyrstu skref og átta sig á tilverunni og hafa þessar tilhneigingar. Þeir eru oft í vandræðum.“ Skilaboðin sem unglingar fái í dag séu að þau eigi að vera bæði sterk og sjálfstæð. „Við eigum ekki að níðast á öðrum og ekki að níðast á okkur og það er jafnrétti. En svo koma tilfinningar sem stangast á við þetta og það truflar marga. Það eru margir unglingar sem eiga í vandræðum með þetta. Það er rosalega svipað og hjá samkynhneigðum og öllum hinum hinsegin sem hugsa: „Af hverju er ég svona?“ Þegar við tölum um BDSM sem kink eða krydd þá er eins og við höfum val. En þetta er partur af fólki. Það eru margir sem hafa alltaf verið svona,“ segir Magnús. Hinsegin Skóla - og menntamál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Á komandi ársþingi Samtakanna 78 verður kosið um aðild BDSM á Íslandi að samtökunum. Vegna þessa verður í kvöld haldin kynning á BDSM félaginu fyrir meðlimi Samtakanna 78. Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, segir að kynningin í kvöld verð nýtt til að útskýra af hverju félagið vilji aðild að Samtökunum 78. „Stutta svarið er að þetta er partur af hinseginflórunni. Í Noregi er landssamband BDSM-félaga undir LLH, sem eru norsku hinseginsamtökin. Við erum í rauninni að elta þau svolítið.“ Hann segir að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað kynhneigð sé og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum.“ Aðspurður hvort BDSM á Íslandi vilji taka þátt í kynningarstarfi Samtakanna 78 á meðal ungmenna segir Magnús: „Það er einn stærsti þátturinn í þessu. Gagnvart unglingum sem eru að taka sín fyrstu skref og átta sig á tilverunni og hafa þessar tilhneigingar. Þeir eru oft í vandræðum.“ Skilaboðin sem unglingar fái í dag séu að þau eigi að vera bæði sterk og sjálfstæð. „Við eigum ekki að níðast á öðrum og ekki að níðast á okkur og það er jafnrétti. En svo koma tilfinningar sem stangast á við þetta og það truflar marga. Það eru margir unglingar sem eiga í vandræðum með þetta. Það er rosalega svipað og hjá samkynhneigðum og öllum hinum hinsegin sem hugsa: „Af hverju er ég svona?“ Þegar við tölum um BDSM sem kink eða krydd þá er eins og við höfum val. En þetta er partur af fólki. Það eru margir sem hafa alltaf verið svona,“ segir Magnús.
Hinsegin Skóla - og menntamál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira