Spáir því að norskur kvenboxari verði eins stór og Floyd Mayweather Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2016 14:30 Cecilia Brækhus. Vísir/Getty Hin norska Cecilia Brækhus er á góðri leið með að verða ein frægasti boxari heimsins og þjálfarinn hennar er sannfærður um að hún verði ein af þeim allra stærstu í boxsögunni. Frammistaða Cecilia Brækhus vekur mikla athygli á boxi í Noregi svona svipað eins og frammistaða Gunnars Nelson vekur mikla athygli á UFC á Íslandi. Cecilia Brækhus fer næst inn í hringinn á móti Chris Namus frá Úrúgvæ um næstu helgi en boxbardagi þeirra fer fram í Halle í Þýskalandi. Jonathon Banks er nýr þjálfari Cecilia Brækhus en hann var sjálfur liðtækur boxari. Banks hefur einnig þjálfað Wladimir Klitschko og þekkir því vel til. Brækhus meiddist illa á fæti í síðasta bardaga sínum og hefur því ekki keppt síðan í nóvember 2014. Hún er því að stíga inn í hringinn í fyrsta sinn í fjórtán mánuði. Jonathon Banks efast ekki um hæfileika hinnar 34 ára gömlu Cecilia Brækhus sem hefur unnið alla 27 bardaga sína á ferlinum. Hann spáir mikilli velgengi hjá Brækhus. „Hún er ekki nálægt toppnum sínum ennþá. Ég er sannfærður um að menn muni tala um hana í sömu setningu og kappa eins og Floyd Mayweather og alla hina stærstu boxara sögunnar," sagði Jonathon Banks á blaðamannafundi fyrir komandi bardaga en Dagbladet í Noregi segir frá. Floyd Mayweather vann alla 47 boxbardagana á sínum ferli og hefur lagt hanskana á hilluna ósigraður. Cecilia Brækhus þarf að vinna tuttugu í viðbót til að jafna þann árangur en hún er handhafi fjögurra belta í dag. „Cecilia er ein af þeim allra bestu og hún er mögulega klárari en þeir allir," sagði Banks. Vísir/GettyVísir/Getty Box Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Hin norska Cecilia Brækhus er á góðri leið með að verða ein frægasti boxari heimsins og þjálfarinn hennar er sannfærður um að hún verði ein af þeim allra stærstu í boxsögunni. Frammistaða Cecilia Brækhus vekur mikla athygli á boxi í Noregi svona svipað eins og frammistaða Gunnars Nelson vekur mikla athygli á UFC á Íslandi. Cecilia Brækhus fer næst inn í hringinn á móti Chris Namus frá Úrúgvæ um næstu helgi en boxbardagi þeirra fer fram í Halle í Þýskalandi. Jonathon Banks er nýr þjálfari Cecilia Brækhus en hann var sjálfur liðtækur boxari. Banks hefur einnig þjálfað Wladimir Klitschko og þekkir því vel til. Brækhus meiddist illa á fæti í síðasta bardaga sínum og hefur því ekki keppt síðan í nóvember 2014. Hún er því að stíga inn í hringinn í fyrsta sinn í fjórtán mánuði. Jonathon Banks efast ekki um hæfileika hinnar 34 ára gömlu Cecilia Brækhus sem hefur unnið alla 27 bardaga sína á ferlinum. Hann spáir mikilli velgengi hjá Brækhus. „Hún er ekki nálægt toppnum sínum ennþá. Ég er sannfærður um að menn muni tala um hana í sömu setningu og kappa eins og Floyd Mayweather og alla hina stærstu boxara sögunnar," sagði Jonathon Banks á blaðamannafundi fyrir komandi bardaga en Dagbladet í Noregi segir frá. Floyd Mayweather vann alla 47 boxbardagana á sínum ferli og hefur lagt hanskana á hilluna ósigraður. Cecilia Brækhus þarf að vinna tuttugu í viðbót til að jafna þann árangur en hún er handhafi fjögurra belta í dag. „Cecilia er ein af þeim allra bestu og hún er mögulega klárari en þeir allir," sagði Banks. Vísir/GettyVísir/Getty
Box Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira