Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2016 22:00 Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu, og mörg grundvallarorð í íslensku þekkjast ekki í öðrum norrænum tungumálum. Þetta segir einn helsti sérfræðingur landsins í sögu Kelta, Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Formæður Íslendinga ólust upp í strandhéruðum Bretlandseyja, á svæðum eins og Suðureyjum við Skotland, ef fornsögurnar eru lesnar saman með þeim niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar að meirihluti landnámskvenna, eða um 62 prósent, hafi komið frá bresku eyjunum. „Það kom okkur svolítið á óvart,“ segir Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur, sem fór fyrir rannsókninni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er gríðarlega hátt hlutfall. Og ef þú ert með svo hátt hlutfall landnámskvenna sem eru Keltar þá hlýtur það að hafa skilið eftir meiri áhrif í okkar menningu en menn hafa viljað vera láta eða séð,“ segir Þorvaldur Friðriksson. „Ef þú skoðar örnefnin, tungumálið, þjóðsögurnar, fornsögurnar, - þá sérðu þetta allsstaðar. Þetta eru æpandi staðreyndir, meira og minna,“ segir Þorvaldur. Hann nefnir að fjallaörnefni, örnefni hreppa, örnefni fljóta á Íslandi og hættulegustu eldfjalla séu meðal þeirra sem ekki verði skýrð út frá norrænu. Þá finnist mörg grundvallarorð í íslensku ekki í hinum norrænu tungumálunum. „Það eru dýranöfn, fuglanöfn, fiskanöfn. Þetta eru grundvallarorð í íslensku eins og æska, elli, heili,“ segir Þorvaldur og bætir við orðum eins og strákur og stelpa. „Sem eru ekki í skandinavískum málunum en eru úr gelískum málum.“ Í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 um keltneskar rætur er meðal annars spurt hvort upphaf islensku þjóðarinnar megi rekja til rána víkinga á breskum konum. Bretland Íslensk tunga Landnemarnir Tengdar fréttir Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu, og mörg grundvallarorð í íslensku þekkjast ekki í öðrum norrænum tungumálum. Þetta segir einn helsti sérfræðingur landsins í sögu Kelta, Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Formæður Íslendinga ólust upp í strandhéruðum Bretlandseyja, á svæðum eins og Suðureyjum við Skotland, ef fornsögurnar eru lesnar saman með þeim niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar að meirihluti landnámskvenna, eða um 62 prósent, hafi komið frá bresku eyjunum. „Það kom okkur svolítið á óvart,“ segir Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur, sem fór fyrir rannsókninni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er gríðarlega hátt hlutfall. Og ef þú ert með svo hátt hlutfall landnámskvenna sem eru Keltar þá hlýtur það að hafa skilið eftir meiri áhrif í okkar menningu en menn hafa viljað vera láta eða séð,“ segir Þorvaldur Friðriksson. „Ef þú skoðar örnefnin, tungumálið, þjóðsögurnar, fornsögurnar, - þá sérðu þetta allsstaðar. Þetta eru æpandi staðreyndir, meira og minna,“ segir Þorvaldur. Hann nefnir að fjallaörnefni, örnefni hreppa, örnefni fljóta á Íslandi og hættulegustu eldfjalla séu meðal þeirra sem ekki verði skýrð út frá norrænu. Þá finnist mörg grundvallarorð í íslensku ekki í hinum norrænu tungumálunum. „Það eru dýranöfn, fuglanöfn, fiskanöfn. Þetta eru grundvallarorð í íslensku eins og æska, elli, heili,“ segir Þorvaldur og bætir við orðum eins og strákur og stelpa. „Sem eru ekki í skandinavískum málunum en eru úr gelískum málum.“ Í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 um keltneskar rætur er meðal annars spurt hvort upphaf islensku þjóðarinnar megi rekja til rána víkinga á breskum konum.
Bretland Íslensk tunga Landnemarnir Tengdar fréttir Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15
Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30