Sameinuð gegn skítnum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2016 07:00 Ég hef löngum verið kölluð kærulaus þegar kemur að því að treysta öðru fólki. Ég hef lifað eftir lífspekinni að betra sé að treysta og verða fyrir vonbrigðum í stað þess að eyða lífinu á varðbergi. Þannig að ég læsi ekki bílnum mínum (og segi frá því hér). Og ég týni kreditkortinu reglulega og læt ekki loka því. Því ég finn það alltaf á endanum í jakkavasa eða 10-11. Einhverjir hugsa núna að ég sé fáviti. En þið eruð ekki einu sinni búin að heyra söguna af því þegar það var kúkað í klósettið mitt. Þá var farið inn til mín um miðja nótt enda að sjálfsögðu allt ólæst og ég svaf á mínu græna. Daginn eftir tek ég eftir að ýmislegt smálegt er horfið. Fer svo inn í baðherbergi þar sem klósettið stendur opið og risastór kúkur syndir í skálinni. Einhver hefur verið að gramsa og orðið mikið mál. Gleymdi að sturta niður (og reyndar að skeina). Ég tel nú ekki líklegt að þetta gerist aftur. Varla tvisvar fyrir sömu manneskju. En ég lofaði mínum nánustu – sem fannst þetta ekki fyndin saga – að læsa útidyrahurðinni. Á nóttunni. Ég vinn á fréttastofu og er fullkomlega meðvituð um allan viðbjóðinn. Meira að segja á litla landinu okkar þar sem lítil börn sofa ein úti með vindinum og við skiljum bílinn eftir í gangi fyrir utan bankann. Við erum ennþá alveg krúttleg og horfum öll saman á Júróvisjón og Ófærð. Spjöllum spennt saman á samfélagsmiðlunum um gang mála. Þetta gerist ekki í venjulegum löndum. Ég vona að fólk átti sig á því. Við þurfum að halda fast í þetta þegar ljótar fréttir skella á okkur. Muna hver við erum og hvaðan við komum. Ókei. Mögulega klókt að læsa útidyrunum en höldum í fallega traustið. Þannig held ég að við séum helmingi sterkari í baráttunni við ógeðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Ég hef löngum verið kölluð kærulaus þegar kemur að því að treysta öðru fólki. Ég hef lifað eftir lífspekinni að betra sé að treysta og verða fyrir vonbrigðum í stað þess að eyða lífinu á varðbergi. Þannig að ég læsi ekki bílnum mínum (og segi frá því hér). Og ég týni kreditkortinu reglulega og læt ekki loka því. Því ég finn það alltaf á endanum í jakkavasa eða 10-11. Einhverjir hugsa núna að ég sé fáviti. En þið eruð ekki einu sinni búin að heyra söguna af því þegar það var kúkað í klósettið mitt. Þá var farið inn til mín um miðja nótt enda að sjálfsögðu allt ólæst og ég svaf á mínu græna. Daginn eftir tek ég eftir að ýmislegt smálegt er horfið. Fer svo inn í baðherbergi þar sem klósettið stendur opið og risastór kúkur syndir í skálinni. Einhver hefur verið að gramsa og orðið mikið mál. Gleymdi að sturta niður (og reyndar að skeina). Ég tel nú ekki líklegt að þetta gerist aftur. Varla tvisvar fyrir sömu manneskju. En ég lofaði mínum nánustu – sem fannst þetta ekki fyndin saga – að læsa útidyrahurðinni. Á nóttunni. Ég vinn á fréttastofu og er fullkomlega meðvituð um allan viðbjóðinn. Meira að segja á litla landinu okkar þar sem lítil börn sofa ein úti með vindinum og við skiljum bílinn eftir í gangi fyrir utan bankann. Við erum ennþá alveg krúttleg og horfum öll saman á Júróvisjón og Ófærð. Spjöllum spennt saman á samfélagsmiðlunum um gang mála. Þetta gerist ekki í venjulegum löndum. Ég vona að fólk átti sig á því. Við þurfum að halda fast í þetta þegar ljótar fréttir skella á okkur. Muna hver við erum og hvaðan við komum. Ókei. Mögulega klókt að læsa útidyrunum en höldum í fallega traustið. Þannig held ég að við séum helmingi sterkari í baráttunni við ógeðið.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun