Handbolti

Óvæntur Fylkissigur í Eyjum | Ramune hetja Hauka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramune var hetja Hauka á Ásvöllum.
Ramune var hetja Hauka á Ásvöllum. vísir/stefán
Fylkir kom heldur betur á óvart og vann ÍBV í Vestmannaeyjum í dag í Olís-deild kvenna, en fjórum leikjum af sex er lokið í dag.

Gestirnir úr Árbænum voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19-15, og unnu að lokum eins marks sigur, 32-33. Með sigrinum er

Drífa Þorvalsdóttir gerði níu mörk fyrir heimastúlkur, en Vera Lopez kom næst með átta. Í liði Fylkis var Patricia Szölösi markahæst með átta mörk, en Thea Imani Sturludóttir gerði sjö.

ÍBV er eftir tapið í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig, þremur stigum á eftir toppliði Gróttu. Fylkir er í áttunda sætinu með 18 stig.

Haukar unnu sigur á FH í Hafnarfjarðaslag að Ásvöllum í dag, en lokatölur urðu 24-23. Haukarnir leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 14-11.

Ramune Pekarskyte tryggði Haukum sigur tíu sekúndum fyrir leikslok með sínu sjöunda marki, en Karen Helga Díönudóttir var markahæst með sjö. Í liði FH gerði Elín Anna Baldursdóttir níu mörk.

Eftir sigurinn eru Haukar í öðru sæti deildarinnar með 34 stig, einu stigi á eftir Gróttu á toppnum. FH er í næst neðsta sætinu með 7 stig.

Fram vann afar auðveldan sigur á ÍR í Safamýrinni. Staðan í hálfleik var 14-11 og lokatölur urðu 30-18.

Ragnheiður Júlíusdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrettán mörk fyrir Fram, en næstar komu með þrjú mörk. Brynhildur Bergmann og Sigrús Ása Ásgrímsdóttir skoruðu fimm hvor fyrir ÍR.

Fram er eftir sigurinn í fjórða sætinu með 31 stig, en ÍR er í ellefta sætinu með átta stig.

Selfoss lenti ekki í neinum vandræðum með að Aftureldingu á heimavelli, en lokatölur 32-21 á Selfossi í dag. Selfoss í 7. sæti með 22 stig, en Afturelding á botninum með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×