Hiddink mjög stoltur af Diego Costa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2016 09:15 Diego Costa. Vísir/Getty Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði vel um Diego Costa á blaðamannafundi fyrir seinni leik Chelsea og franska liðsins Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram í kvöld. Fólkið á samfélagsmiðlum Paris Saint Germain liðsins höfðu tekið saman svokallað "svindl" myndband með Diego Costa og öðrum þekktum persónum sem hafa gengið um með grímu yfir andlitinu. Diego Costa hefur spilað að undanförnu með andlitsgrímu eftir að hafa nefbrotnað. Laurent Blanc, þjálfari Paris Saint Germain, hefur varað sína leikmenn við Diego Costa og talaði um að þeir verði að passa sig á honum. Sky Sports fjallar um umræðuna um Diego Costa á blaðamannafundinum. Diego Costa hefur skorað 10 mörk í 14 leikjum síðan að Guus Hiddink tók við Chelsea-liðinu en hann hefur aðeins skorað eitt mark í fjórtán leikjum fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Diego Costa hefur aldrei fengið rautt spjald síðan að hann kom til Chelsea en hann hefur fengið tvö þriggja leikja bönn fyrir hegðun sína inn á vellinum. „Ég er mjög stoltur af honum og hvernig hann spilar. Hann fer ekki fram af brúninni en vill láta til sína taka í baráttunni," sagði Guus Hiddink. Hann stendur með sínu manni þegar fólk ætlar að gangrýna framgöngu Costa inn á vellinum. „Ég kem honum til varnar og styð það sem hann hefur verið að gera inn á vellinum síðan að ég tók við Chelsea. Hann hefur verið að skora að undanförnu í deild sem er ekki af lakari gerðinni. Hann hefur skorað reglulega í ensku úrvalsdeildinni síðan í desember," sagði Hiddink. „Fyrr á tímabilinu var hann ekki að skora en það átti einnig um liðið. Við skulum bíða og sjá hvort að hann geti ekki skorað í Evrópukeppninni líka," sagði Guus Hiddink. Þetta er þriðja tímabilið í röð þar sem Chelsea og Paris Saint Germain mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Chelsea vann á útivallarmörkum í átta liða úrslitunum 2014 en útivallarmörkin komu Paris Saint Germain áfram í sextán liða úrslitunum í fyrra. Paris Saint Germain vann fyrri leikinn 2-1 á Parc des Princes og það er því ennþá mikil spenna fyrir seinni leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rangstöðumark Diego Costa réði úrslitum á Carrow Road | Sjáið mörkin Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. 1. mars 2016 21:30 Costa tryggði Chelsea stig | Sjáðu mörkin Hollensku stjórarnir Guus Hiddink hjá Chelsea og Louis Van Gaal hjá Manchester United mætast með lið sín í stórleik dagsins á Stamford Bridge. 7. febrúar 2016 17:45 Diego Costa nefbrotnaði á æfingu Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Diego Costa hefði nefbrotnað á æfingu liðsins. 13. febrúar 2016 11:30 Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. 25. janúar 2016 09:08 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði vel um Diego Costa á blaðamannafundi fyrir seinni leik Chelsea og franska liðsins Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram í kvöld. Fólkið á samfélagsmiðlum Paris Saint Germain liðsins höfðu tekið saman svokallað "svindl" myndband með Diego Costa og öðrum þekktum persónum sem hafa gengið um með grímu yfir andlitinu. Diego Costa hefur spilað að undanförnu með andlitsgrímu eftir að hafa nefbrotnað. Laurent Blanc, þjálfari Paris Saint Germain, hefur varað sína leikmenn við Diego Costa og talaði um að þeir verði að passa sig á honum. Sky Sports fjallar um umræðuna um Diego Costa á blaðamannafundinum. Diego Costa hefur skorað 10 mörk í 14 leikjum síðan að Guus Hiddink tók við Chelsea-liðinu en hann hefur aðeins skorað eitt mark í fjórtán leikjum fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Diego Costa hefur aldrei fengið rautt spjald síðan að hann kom til Chelsea en hann hefur fengið tvö þriggja leikja bönn fyrir hegðun sína inn á vellinum. „Ég er mjög stoltur af honum og hvernig hann spilar. Hann fer ekki fram af brúninni en vill láta til sína taka í baráttunni," sagði Guus Hiddink. Hann stendur með sínu manni þegar fólk ætlar að gangrýna framgöngu Costa inn á vellinum. „Ég kem honum til varnar og styð það sem hann hefur verið að gera inn á vellinum síðan að ég tók við Chelsea. Hann hefur verið að skora að undanförnu í deild sem er ekki af lakari gerðinni. Hann hefur skorað reglulega í ensku úrvalsdeildinni síðan í desember," sagði Hiddink. „Fyrr á tímabilinu var hann ekki að skora en það átti einnig um liðið. Við skulum bíða og sjá hvort að hann geti ekki skorað í Evrópukeppninni líka," sagði Guus Hiddink. Þetta er þriðja tímabilið í röð þar sem Chelsea og Paris Saint Germain mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Chelsea vann á útivallarmörkum í átta liða úrslitunum 2014 en útivallarmörkin komu Paris Saint Germain áfram í sextán liða úrslitunum í fyrra. Paris Saint Germain vann fyrri leikinn 2-1 á Parc des Princes og það er því ennþá mikil spenna fyrir seinni leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rangstöðumark Diego Costa réði úrslitum á Carrow Road | Sjáið mörkin Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. 1. mars 2016 21:30 Costa tryggði Chelsea stig | Sjáðu mörkin Hollensku stjórarnir Guus Hiddink hjá Chelsea og Louis Van Gaal hjá Manchester United mætast með lið sín í stórleik dagsins á Stamford Bridge. 7. febrúar 2016 17:45 Diego Costa nefbrotnaði á æfingu Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Diego Costa hefði nefbrotnað á æfingu liðsins. 13. febrúar 2016 11:30 Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. 25. janúar 2016 09:08 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
Rangstöðumark Diego Costa réði úrslitum á Carrow Road | Sjáið mörkin Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. 1. mars 2016 21:30
Costa tryggði Chelsea stig | Sjáðu mörkin Hollensku stjórarnir Guus Hiddink hjá Chelsea og Louis Van Gaal hjá Manchester United mætast með lið sín í stórleik dagsins á Stamford Bridge. 7. febrúar 2016 17:45
Diego Costa nefbrotnaði á æfingu Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Diego Costa hefði nefbrotnað á æfingu liðsins. 13. febrúar 2016 11:30
Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. 25. janúar 2016 09:08