Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. mars 2016 07:00 Angela Merkel Þýskalandskanslari, lengst til hægri, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, fyrir miðri mynd á leiðtogafundinum í Brussel í gær. vísir/EPA „Þessi leiðtogafundur sýnir hve ómissandi Tyrkland er fyrir Evrópusambandið og Evrópusambandið fyrir Tyrkland,“ sagði Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, við blaðamenn í Brussel í gærmorgun áður en fundur hans með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna hófst. Evrópusambandið vill fá Tyrki til þess að halda aftur af flóttafólki, sem undanfarin misseri hefur streymt í stríðum straumum yfir hafið til Grikklands í von um að komast þaðan áfram norður eftir og fá hæli í öðrum aðildarríkjum. Davutoglu sagði bæði Evrópusambandið og Tyrkland standa frammi fyrir erfiðu verkefni, en það væri allt hægt að leysa með samvinnu. „Tyrkland er reiðubúið til þess að starfa með Evrópusambandinu,“ sagði hann, og bætti við: „Tyrkland er líka reiðbúið til þess að verða aðildarríki í Evrópusambandinu.“ Á fundinum fóru Tyrkir fram á þrjá milljarða evra frá Evrópusambandinu, til viðbótar þeim þremur milljörðum sem Tyrkjum var heitið á síðasta ári. Féð á að nota til að byggja upp betri aðstæður fyrir flóttafólk í Tyrklandi. Þar að auki fór Davutoglu fram á einhver árangur náist í aðildarviðræðum Tyrklands við Evrópusambandið á fundinum. Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, var ekki á sama máli. „Við verðum að aðskilja aðildarviðræðurnar frá flóttamannavandanum,“ sagði Schulz á blaðamannafundi. Á hverjum degi koma þúsundir manna frá Tyrklandi yfir til Grikklands. Tugir þúsunda sitja nú fastir við norðurlandamærin í Grikklandi, eftir að ríkin norðan Grikklands lokuðu landamærunum. Fólkinu er nú aðeins hleypt yfir í litlum hópum, frekar en að allir komist hindrunarlaust í gegn eins og raunin hefur verið til þessa. Í næstu viku verður svo fundur í framkvæmdastjórn ESB, þar sem nýjar reglur um flóttafólk verða ræddar. Meðal hugmynda er að allt flóttafólk skrái sig og bíði afgreiðslu umsóknar í því landi, sem það kemur fyrst til. Samstarf Evrópusambandsins við Tyrkland um að halda aftur af flóttafólki hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttindasamtökum og þá ekki síst á þeim forsendum að Tyrkland hafi ekki sýnt af sér neina fyrirmyndarhegðun í mannréttindamálum. Innrás tyrknesku lögreglunnar í höfuðstöðvar dagblaðsins Zaman, sem er útbreiddasta blað landsins, um helgina hefur ekki aukið tiltrú til tyrkneskra stjórnvalda. Flóttamenn Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
„Þessi leiðtogafundur sýnir hve ómissandi Tyrkland er fyrir Evrópusambandið og Evrópusambandið fyrir Tyrkland,“ sagði Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, við blaðamenn í Brussel í gærmorgun áður en fundur hans með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna hófst. Evrópusambandið vill fá Tyrki til þess að halda aftur af flóttafólki, sem undanfarin misseri hefur streymt í stríðum straumum yfir hafið til Grikklands í von um að komast þaðan áfram norður eftir og fá hæli í öðrum aðildarríkjum. Davutoglu sagði bæði Evrópusambandið og Tyrkland standa frammi fyrir erfiðu verkefni, en það væri allt hægt að leysa með samvinnu. „Tyrkland er reiðubúið til þess að starfa með Evrópusambandinu,“ sagði hann, og bætti við: „Tyrkland er líka reiðbúið til þess að verða aðildarríki í Evrópusambandinu.“ Á fundinum fóru Tyrkir fram á þrjá milljarða evra frá Evrópusambandinu, til viðbótar þeim þremur milljörðum sem Tyrkjum var heitið á síðasta ári. Féð á að nota til að byggja upp betri aðstæður fyrir flóttafólk í Tyrklandi. Þar að auki fór Davutoglu fram á einhver árangur náist í aðildarviðræðum Tyrklands við Evrópusambandið á fundinum. Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, var ekki á sama máli. „Við verðum að aðskilja aðildarviðræðurnar frá flóttamannavandanum,“ sagði Schulz á blaðamannafundi. Á hverjum degi koma þúsundir manna frá Tyrklandi yfir til Grikklands. Tugir þúsunda sitja nú fastir við norðurlandamærin í Grikklandi, eftir að ríkin norðan Grikklands lokuðu landamærunum. Fólkinu er nú aðeins hleypt yfir í litlum hópum, frekar en að allir komist hindrunarlaust í gegn eins og raunin hefur verið til þessa. Í næstu viku verður svo fundur í framkvæmdastjórn ESB, þar sem nýjar reglur um flóttafólk verða ræddar. Meðal hugmynda er að allt flóttafólk skrái sig og bíði afgreiðslu umsóknar í því landi, sem það kemur fyrst til. Samstarf Evrópusambandsins við Tyrkland um að halda aftur af flóttafólki hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttindasamtökum og þá ekki síst á þeim forsendum að Tyrkland hafi ekki sýnt af sér neina fyrirmyndarhegðun í mannréttindamálum. Innrás tyrknesku lögreglunnar í höfuðstöðvar dagblaðsins Zaman, sem er útbreiddasta blað landsins, um helgina hefur ekki aukið tiltrú til tyrkneskra stjórnvalda.
Flóttamenn Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira