Conor lofar enn einu rothögginu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2016 09:00 Conor slær hér til Diaz og í kjölfarið varð allt vitlaust. Vísir/Getty Það er risakvöld í UFC í nótt þar sem Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið. Í næststærsta bardaga kvöldsins mun Holly Holm verja titil sinn í fyrsta sinn síðan hún rotaði Rondu Rousey. Hún mun mæta vinkonu sinni Miesha Tate. Conor er handhafi fjaðurvigtarbeltisins og ætlaði sér að vera sá fyrsti í sögu UFC sem er með belti í tveim þyngdarflokkum á sama tíma. Hann átti upphaflega að berjast við léttvigtarmeistarann Rafael dos Anjos um léttvigtarbeltið en Dos Anjos dró sig úr bardaganum með ellefu daga fyrirvara er hann meiddist.Upp um tvo þyngdarflokka Í stað Dos Anjos kemur hinn litríki Nate Diaz. Hann er í léttvigt, eins og Dos Anjos, en þar sem hann hafði ekki mikinn tíma til að undirbúa sig, og létta sig, þá fer bardaginn fram í veltivigt. Conor fer sem sagt upp um tvo þyngdarflokka sem er fáheyrt. Hann er þegar farinn að tala um að taka heimsmeistarabeltið í veltivigtinni líka. Þessi bardagi er þó ekki um neitt belti. Báðir bardagamenn eru þekktir strigakjaftar en Írinn hefur þó pakkað Diaz saman í orðastríðinu. Það sauð svo upp úr á milli þeirra eftir blaðamannafundinn á fimmtudag. Þá setti Diaz höndina framan í Írann sem svaraði með því að lemja hann fast í höndina. Þá varð fjandinn laus en fjöldi fílefldra öryggisvarða kom í veg fyrir að bardaginn hæfist þá.Allir hafa skoðun á Conor Írinn kjaftfori hefur skotið sjálfum sér upp á stjörnuhimininn á methraða með magnaðri frammistöðu innan sem utan vallar. Hann rífur meiri kjaft en allir aðrir og stendur síðan við stóru orðin inni í hringnum. Fólk elskar að horfa á hann bæði keppa og tala. Hann er með aðdráttarafl sem örfáir íþróttamenn hafa. Hann er íþróttamaður sem fólk annaðhvort elskar eða elskar að hata. Allir hafa skoðun og allir vilja horfa. Líka þeir sem þola hann ekki og bíða eftir að fagna er hann tapar. Þökk sé honum er UFC að raka inn peningum sem aldrei fyrr. McGregor fær líka vænan skerf af peningunum og er duglegur að eyða þeim.Unnið 15 bardaga í röð McGregor tapaði síðast í lok nóvember árið 2010. Það var hans sjötti bardagi á ferlinum. Þá var hann 4-2. Nú er hann 19-2 og búinn að vinna fimmtán bardaga í röð. Sautján af þessum nítján sigrum hafa komið eftir rothögg. Það segir sína sögu um kraftinn í Íranum. „Ég er búinn að jarða þrjá menn í eyðimörkinni í Las Vegas. Nú er komið að þeim næsta. Eini munurinn á Nate og hinum er að Nate þarf stærri gröf,“ sagði Írinn kokhraustur að vanda. Hann er oft kallaður „Mystic Mac“ því hann spáir alltaf rétt um útkomu bardaga sinna. McGregor segist ætla að rota Diaz í fyrstu lotu en vonast þó eftir því að þessi bardagi standi lengur en sá síðasti. Þá rotaði McGregor meistarann í fjaðurvigtinni, Jose Aldo, á 13 sekúndum. „Ég vona að Nate nái að endast lengur. Ég vil endilega sýna aðdáendum mínum hluti sem ég hef verið að æfa og vil leika mér að honum. Nate verður samt kláraður í fyrstu lotu.“ Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan þrjú í nótt. MMA Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Það er risakvöld í UFC í nótt þar sem Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið. Í næststærsta bardaga kvöldsins mun Holly Holm verja titil sinn í fyrsta sinn síðan hún rotaði Rondu Rousey. Hún mun mæta vinkonu sinni Miesha Tate. Conor er handhafi fjaðurvigtarbeltisins og ætlaði sér að vera sá fyrsti í sögu UFC sem er með belti í tveim þyngdarflokkum á sama tíma. Hann átti upphaflega að berjast við léttvigtarmeistarann Rafael dos Anjos um léttvigtarbeltið en Dos Anjos dró sig úr bardaganum með ellefu daga fyrirvara er hann meiddist.Upp um tvo þyngdarflokka Í stað Dos Anjos kemur hinn litríki Nate Diaz. Hann er í léttvigt, eins og Dos Anjos, en þar sem hann hafði ekki mikinn tíma til að undirbúa sig, og létta sig, þá fer bardaginn fram í veltivigt. Conor fer sem sagt upp um tvo þyngdarflokka sem er fáheyrt. Hann er þegar farinn að tala um að taka heimsmeistarabeltið í veltivigtinni líka. Þessi bardagi er þó ekki um neitt belti. Báðir bardagamenn eru þekktir strigakjaftar en Írinn hefur þó pakkað Diaz saman í orðastríðinu. Það sauð svo upp úr á milli þeirra eftir blaðamannafundinn á fimmtudag. Þá setti Diaz höndina framan í Írann sem svaraði með því að lemja hann fast í höndina. Þá varð fjandinn laus en fjöldi fílefldra öryggisvarða kom í veg fyrir að bardaginn hæfist þá.Allir hafa skoðun á Conor Írinn kjaftfori hefur skotið sjálfum sér upp á stjörnuhimininn á methraða með magnaðri frammistöðu innan sem utan vallar. Hann rífur meiri kjaft en allir aðrir og stendur síðan við stóru orðin inni í hringnum. Fólk elskar að horfa á hann bæði keppa og tala. Hann er með aðdráttarafl sem örfáir íþróttamenn hafa. Hann er íþróttamaður sem fólk annaðhvort elskar eða elskar að hata. Allir hafa skoðun og allir vilja horfa. Líka þeir sem þola hann ekki og bíða eftir að fagna er hann tapar. Þökk sé honum er UFC að raka inn peningum sem aldrei fyrr. McGregor fær líka vænan skerf af peningunum og er duglegur að eyða þeim.Unnið 15 bardaga í röð McGregor tapaði síðast í lok nóvember árið 2010. Það var hans sjötti bardagi á ferlinum. Þá var hann 4-2. Nú er hann 19-2 og búinn að vinna fimmtán bardaga í röð. Sautján af þessum nítján sigrum hafa komið eftir rothögg. Það segir sína sögu um kraftinn í Íranum. „Ég er búinn að jarða þrjá menn í eyðimörkinni í Las Vegas. Nú er komið að þeim næsta. Eini munurinn á Nate og hinum er að Nate þarf stærri gröf,“ sagði Írinn kokhraustur að vanda. Hann er oft kallaður „Mystic Mac“ því hann spáir alltaf rétt um útkomu bardaga sinna. McGregor segist ætla að rota Diaz í fyrstu lotu en vonast þó eftir því að þessi bardagi standi lengur en sá síðasti. Þá rotaði McGregor meistarann í fjaðurvigtinni, Jose Aldo, á 13 sekúndum. „Ég vona að Nate nái að endast lengur. Ég vil endilega sýna aðdáendum mínum hluti sem ég hef verið að æfa og vil leika mér að honum. Nate verður samt kláraður í fyrstu lotu.“ Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan þrjú í nótt.
MMA Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira