Fótbolti

Hallgrímur og félagar unnu eitt af toppliðunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallgrímur Jónasson lætur leikmann  AaB heyra það í leiknum í kvöld.
Hallgrímur Jónasson lætur leikmann AaB heyra það í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Hallgrímur Jónasson og félagar í OB Odense sóttu þrjú stig til Álaborgar í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

OB vann þá 1-0 útisigur á AaB sem er í öðru sæti deildarinnar og hafði ekki tapað í dönsku deildinni síðan í október.

OB gerði jafntefli í fyrsta leik sínum eftir vetrarfríið en vann nú flotta sigur.

Hallgrímur Jónasson, sem er fyrirliði OB-liðsins, spilaði allar 90 mínúturnar í miðri vörninni sem hélt hreinu í fimmta sinn í fyrstu tuttugu umferðunum.

Hallgrímur hefur nú spilað allar 1800 mínúturnar hjá OB á tímabilinu.

Ari Freyr Skúlason tók út leikbann í leiknum og var því ekki með OB.

Rasmus Festersen var hetja síns liðs en hann skoraði eina mark leiksins á 56. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×