Mickelson virðist loks vera búinn að læra á bláa skrímslið Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 10:30 Phil Mickelson spilaði vel í gærkvöldi. vísir/getty Scott Pierce frá Bandaríkjunum og Marcus Fraser frá Ástralíu eru efstir og jafnir á Cadillac-meistaramótinu í golfi sem hófst á TPC Blue Monster-vellinum á Trump Doral í Miami í gærkvöldi. Þeir spiluðu fyrsta hringinn báðir á 66 höggum eða sex höggum undir pari vallarins og hafa eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Phil Mickelson. Adm Scott og Jason Dufner eru á meðal fjöggura manna sem koma næstir á fjórum höggum undir pari. Mickelson hefur gengið afskaplega illa á Doral undanfarin tvö ár, en breytingar á TPC Blue Monster, bláa skrímslinu, voru ekki honum að skapi. Þessi þrautreyndi kylfingur þurfti að læra völl sem hann hafði spilað í 20 ár upp á nýtt og svo virtist í gærkvöldi sem náminu væri lokið. Mickelson setti niður sjö fugla og lauk leik sem fyrr segir á fimm höggum undir pari. Hann er enn í leit að fyrsta sigrinum á PGA-mótaröðinni síðan hann vann opna breska meistaramótið árið 2013. „Það er ýmislegt sem þarf að læra á þessum velli. Maður þarf að vita hvert maður vill slá og hvar bestu staðirnir eru,“ sagði Mickelson eftir fyrsta hringinn. „Það er ekki eins og maður mæti hérna nokkrum vikum fyrir mót og kortleggi völlinn eins og maður sér á stórmóti. Maður er ég bara í viku. En þetta er í þriðja sinn sem ég mæti á þennan völl og ég spila betur á honum á hverju ári,“ sagði Phil Mickelson. Útsending frá öðrum degi Cadillac-meistaramótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00.Staðan í mótinu. Golf Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Scott Pierce frá Bandaríkjunum og Marcus Fraser frá Ástralíu eru efstir og jafnir á Cadillac-meistaramótinu í golfi sem hófst á TPC Blue Monster-vellinum á Trump Doral í Miami í gærkvöldi. Þeir spiluðu fyrsta hringinn báðir á 66 höggum eða sex höggum undir pari vallarins og hafa eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Phil Mickelson. Adm Scott og Jason Dufner eru á meðal fjöggura manna sem koma næstir á fjórum höggum undir pari. Mickelson hefur gengið afskaplega illa á Doral undanfarin tvö ár, en breytingar á TPC Blue Monster, bláa skrímslinu, voru ekki honum að skapi. Þessi þrautreyndi kylfingur þurfti að læra völl sem hann hafði spilað í 20 ár upp á nýtt og svo virtist í gærkvöldi sem náminu væri lokið. Mickelson setti niður sjö fugla og lauk leik sem fyrr segir á fimm höggum undir pari. Hann er enn í leit að fyrsta sigrinum á PGA-mótaröðinni síðan hann vann opna breska meistaramótið árið 2013. „Það er ýmislegt sem þarf að læra á þessum velli. Maður þarf að vita hvert maður vill slá og hvar bestu staðirnir eru,“ sagði Mickelson eftir fyrsta hringinn. „Það er ekki eins og maður mæti hérna nokkrum vikum fyrir mót og kortleggi völlinn eins og maður sér á stórmóti. Maður er ég bara í viku. En þetta er í þriðja sinn sem ég mæti á þennan völl og ég spila betur á honum á hverju ári,“ sagði Phil Mickelson. Útsending frá öðrum degi Cadillac-meistaramótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00.Staðan í mótinu.
Golf Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira