Stöndum vörð um grundvöll rammaáætlunar Tryggvi Felixson skrifar 3. mars 2016 00:00 Orkumálastjóri segir í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar 2016, að í rammaáætlun þurfi í mörgum tilfellum að endurvinna fyrra mat á virkjunarkostum í verndarflokki út frá nákvæmari skilgreiningu á svæðismörkum. Þessi fullyrðing hans stenst ekki því í skýringum við lög um rammaáætlun er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallvatnsins neðan virkjunar. Hugmyndir um að það dugi að breyta útlínum virkjunarhugmynda í verndarflokki lítillega, eins og t.d. Norðlingaölduveitu, og kalla þær nýju nafni eru því ekki gjaldgengar. Rammaáætlun byggir á því að skoða margar tillögur um virkjanir samtímis og draga í þrjá dilka; landsvæði sem vænlegt væri að virkja (nýtingarflokk), svæði sem skoða þyrfti betur (biðflokk) og svæði sem heilladrýgst er að hlífa við virkjunarframkvæmdum (verndarflokk). Þær leikreglur sem Alþingi setti um rammaáætlun með lögum kveða skýrt á um að hefja skuli undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þessu ákvæði laganna hefur umhverfisráðherra ekki sinnt sem skyldi. Markmið rammaáætlunar er að ná sem víðtækastri sátt um landnýtingu með víðtæku samráði, opnu matsferli og greiningu hæfustu sérfræðinga. Það var grundvallaratriði að svæði sem færu í verndarflokk yrðu ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum; og að næsta stig í umfjöllun um þessi svæði yrði tillaga að verndun þeirra. Þessu vill orkumálastjóri nú breyta orkugeiranum í hag. Gangi áform hans og Landsvirkjunar eftir yrði grundvelli rammaáætlunar raskað til ónýtis! Löggjafinn vitandi vits vildi ekki hleypa Orkustofnun að svæðum sem hann jafnframt hafði falið umhverfis- og auðlindaráðherra að undirbúa fyrir friðlýsingu. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, hefði löggjafinn skapað mikla óvissu um friðlýsingarferlið og um leið stofnað til meiri vanda en hann var að reyna að leysa. Að heimila, Orkustofnun, opinberri stjórnsýslustofnun, að eftir hentugleika leggja fram tillögur að virkjunum á svæðum sem löggjafarvaldið hefur áður ákveðið að beri friðlýsa, stenst hvorki lög né góða stjórnsýsluhætti. Að lokum, mikla furðu vekur að orkumálastjóri skuli leyfa sér að ráðast á verkefnisstjórn rammaáætlunar með órökstuddum ásökunum um að þar fari fámenn klíka sem framið hafi valdarán. Slíkur málflutningur skaðar trúverðugleika þeirrar mikilvægu stofnunar sem hann fer fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Orkumálastjóri segir í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar 2016, að í rammaáætlun þurfi í mörgum tilfellum að endurvinna fyrra mat á virkjunarkostum í verndarflokki út frá nákvæmari skilgreiningu á svæðismörkum. Þessi fullyrðing hans stenst ekki því í skýringum við lög um rammaáætlun er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallvatnsins neðan virkjunar. Hugmyndir um að það dugi að breyta útlínum virkjunarhugmynda í verndarflokki lítillega, eins og t.d. Norðlingaölduveitu, og kalla þær nýju nafni eru því ekki gjaldgengar. Rammaáætlun byggir á því að skoða margar tillögur um virkjanir samtímis og draga í þrjá dilka; landsvæði sem vænlegt væri að virkja (nýtingarflokk), svæði sem skoða þyrfti betur (biðflokk) og svæði sem heilladrýgst er að hlífa við virkjunarframkvæmdum (verndarflokk). Þær leikreglur sem Alþingi setti um rammaáætlun með lögum kveða skýrt á um að hefja skuli undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þessu ákvæði laganna hefur umhverfisráðherra ekki sinnt sem skyldi. Markmið rammaáætlunar er að ná sem víðtækastri sátt um landnýtingu með víðtæku samráði, opnu matsferli og greiningu hæfustu sérfræðinga. Það var grundvallaratriði að svæði sem færu í verndarflokk yrðu ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum; og að næsta stig í umfjöllun um þessi svæði yrði tillaga að verndun þeirra. Þessu vill orkumálastjóri nú breyta orkugeiranum í hag. Gangi áform hans og Landsvirkjunar eftir yrði grundvelli rammaáætlunar raskað til ónýtis! Löggjafinn vitandi vits vildi ekki hleypa Orkustofnun að svæðum sem hann jafnframt hafði falið umhverfis- og auðlindaráðherra að undirbúa fyrir friðlýsingu. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, hefði löggjafinn skapað mikla óvissu um friðlýsingarferlið og um leið stofnað til meiri vanda en hann var að reyna að leysa. Að heimila, Orkustofnun, opinberri stjórnsýslustofnun, að eftir hentugleika leggja fram tillögur að virkjunum á svæðum sem löggjafarvaldið hefur áður ákveðið að beri friðlýsa, stenst hvorki lög né góða stjórnsýsluhætti. Að lokum, mikla furðu vekur að orkumálastjóri skuli leyfa sér að ráðast á verkefnisstjórn rammaáætlunar með órökstuddum ásökunum um að þar fari fámenn klíka sem framið hafi valdarán. Slíkur málflutningur skaðar trúverðugleika þeirrar mikilvægu stofnunar sem hann fer fyrir.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar