Stöndum vörð um grundvöll rammaáætlunar Tryggvi Felixson skrifar 3. mars 2016 00:00 Orkumálastjóri segir í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar 2016, að í rammaáætlun þurfi í mörgum tilfellum að endurvinna fyrra mat á virkjunarkostum í verndarflokki út frá nákvæmari skilgreiningu á svæðismörkum. Þessi fullyrðing hans stenst ekki því í skýringum við lög um rammaáætlun er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallvatnsins neðan virkjunar. Hugmyndir um að það dugi að breyta útlínum virkjunarhugmynda í verndarflokki lítillega, eins og t.d. Norðlingaölduveitu, og kalla þær nýju nafni eru því ekki gjaldgengar. Rammaáætlun byggir á því að skoða margar tillögur um virkjanir samtímis og draga í þrjá dilka; landsvæði sem vænlegt væri að virkja (nýtingarflokk), svæði sem skoða þyrfti betur (biðflokk) og svæði sem heilladrýgst er að hlífa við virkjunarframkvæmdum (verndarflokk). Þær leikreglur sem Alþingi setti um rammaáætlun með lögum kveða skýrt á um að hefja skuli undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þessu ákvæði laganna hefur umhverfisráðherra ekki sinnt sem skyldi. Markmið rammaáætlunar er að ná sem víðtækastri sátt um landnýtingu með víðtæku samráði, opnu matsferli og greiningu hæfustu sérfræðinga. Það var grundvallaratriði að svæði sem færu í verndarflokk yrðu ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum; og að næsta stig í umfjöllun um þessi svæði yrði tillaga að verndun þeirra. Þessu vill orkumálastjóri nú breyta orkugeiranum í hag. Gangi áform hans og Landsvirkjunar eftir yrði grundvelli rammaáætlunar raskað til ónýtis! Löggjafinn vitandi vits vildi ekki hleypa Orkustofnun að svæðum sem hann jafnframt hafði falið umhverfis- og auðlindaráðherra að undirbúa fyrir friðlýsingu. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, hefði löggjafinn skapað mikla óvissu um friðlýsingarferlið og um leið stofnað til meiri vanda en hann var að reyna að leysa. Að heimila, Orkustofnun, opinberri stjórnsýslustofnun, að eftir hentugleika leggja fram tillögur að virkjunum á svæðum sem löggjafarvaldið hefur áður ákveðið að beri friðlýsa, stenst hvorki lög né góða stjórnsýsluhætti. Að lokum, mikla furðu vekur að orkumálastjóri skuli leyfa sér að ráðast á verkefnisstjórn rammaáætlunar með órökstuddum ásökunum um að þar fari fámenn klíka sem framið hafi valdarán. Slíkur málflutningur skaðar trúverðugleika þeirrar mikilvægu stofnunar sem hann fer fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Orkumálastjóri segir í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar 2016, að í rammaáætlun þurfi í mörgum tilfellum að endurvinna fyrra mat á virkjunarkostum í verndarflokki út frá nákvæmari skilgreiningu á svæðismörkum. Þessi fullyrðing hans stenst ekki því í skýringum við lög um rammaáætlun er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallvatnsins neðan virkjunar. Hugmyndir um að það dugi að breyta útlínum virkjunarhugmynda í verndarflokki lítillega, eins og t.d. Norðlingaölduveitu, og kalla þær nýju nafni eru því ekki gjaldgengar. Rammaáætlun byggir á því að skoða margar tillögur um virkjanir samtímis og draga í þrjá dilka; landsvæði sem vænlegt væri að virkja (nýtingarflokk), svæði sem skoða þyrfti betur (biðflokk) og svæði sem heilladrýgst er að hlífa við virkjunarframkvæmdum (verndarflokk). Þær leikreglur sem Alþingi setti um rammaáætlun með lögum kveða skýrt á um að hefja skuli undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þessu ákvæði laganna hefur umhverfisráðherra ekki sinnt sem skyldi. Markmið rammaáætlunar er að ná sem víðtækastri sátt um landnýtingu með víðtæku samráði, opnu matsferli og greiningu hæfustu sérfræðinga. Það var grundvallaratriði að svæði sem færu í verndarflokk yrðu ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum; og að næsta stig í umfjöllun um þessi svæði yrði tillaga að verndun þeirra. Þessu vill orkumálastjóri nú breyta orkugeiranum í hag. Gangi áform hans og Landsvirkjunar eftir yrði grundvelli rammaáætlunar raskað til ónýtis! Löggjafinn vitandi vits vildi ekki hleypa Orkustofnun að svæðum sem hann jafnframt hafði falið umhverfis- og auðlindaráðherra að undirbúa fyrir friðlýsingu. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, hefði löggjafinn skapað mikla óvissu um friðlýsingarferlið og um leið stofnað til meiri vanda en hann var að reyna að leysa. Að heimila, Orkustofnun, opinberri stjórnsýslustofnun, að eftir hentugleika leggja fram tillögur að virkjunum á svæðum sem löggjafarvaldið hefur áður ákveðið að beri friðlýsa, stenst hvorki lög né góða stjórnsýsluhætti. Að lokum, mikla furðu vekur að orkumálastjóri skuli leyfa sér að ráðast á verkefnisstjórn rammaáætlunar með órökstuddum ásökunum um að þar fari fámenn klíka sem framið hafi valdarán. Slíkur málflutningur skaðar trúverðugleika þeirrar mikilvægu stofnunar sem hann fer fyrir.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun