Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 27-21 | Grótta styrkti stöðu sína á toppnum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. mars 2016 13:29 Vísir/Vilhelm Grótta lagði ÍBV 27-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í toppslag Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. ÍBV var 12-8 yfir í hálfleik. Bikarúrslitahelgin þar sem Grótta varð að sætta sig við silfur í kjölfar tvíframlengds undanúrslitaleiks virtist sitja í liði Gróttu. Liðið lék sérstaklega illa í fyrri hálfleik. Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í hálfleiknum og getur þakkað klaufaskap ÍBV það að hafa aðeins farið fjórum mörkum undir inn í hálfleikinn. ÍBV fór illa með fjölda dauðafæra og ekki síst hraðaupphlaup í fyrri hálfleiknum og tapaði sjálft boltanum 8 sinnum en liðið virtist hreinlega falla niður á plan Gróttu eftir frábæra byrjun þar sem liðið komst í 6-1. Allt annað var að sjá til Gróttu í seinni hálfleik. Liðið mætti mjög ákveðið til leiks. Með góða vörn og mjög ákveðna sókn náði liðið að jafna metin í 14-14 á rétt rúmlega fjórum mínútum. ÍBV tók leikhlé og strax í kjölfarið meiddist Lovísa Thompson sem þá hafði skorað tvö mörk í röð fyrir Gróttu og dró það tennurnar úr liði Gróttu í andartak og ÍBV komst aftur tveimur mörkum yfir. Grótta jafnaði sig þó fljótt á áfallinu og náði aftur frumkvæðinu á leiknum áður en langt um leið. Grótta lék frábærlega í seinni hálfleik. Vörnin var frábær og sóknin jafn góð og hún var slök fyrir hlé. Leikur liðsins var allur kraftmeiri og ljóst að Kári Garðarsson þjálfari náði til leikmanna sinna í hálfleiknum. ÍBV missti aftur á móti trúna er leið á leikinn og fór sjálfstraustið fljótt en þetta var þriðja tap liðsins í fimm leikjum. Grótta er með þriggja stiga forystu á Hauka á toppi deildarinnar en Haukar eiga leik til góða. ÍBV er nú fimm stigum frá toppnum og fara deildarmeistaravonir liðsins hverfandi. Þórey: Ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinuÞórey Anna Ásgeirsdóttir fór á kostum í seinni hálfleik í liði Gróttu eftir að hafa ekki náð sér á strik í fyrri hálfleik frekar en aðrir leikmenn liðsins. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Við vorum ekki mættar til leiks. Við ætluðum að mæta brjálaðar til leiks og sýna hvað í okkur býr eftir bikarinn,“ sagði Þórey sem sagði enga þreyta hafa verið í liðinu eftir bikarhelgina. „Við rifum okkur upp í seinni hálfleik og sýndum hvað við getum.“ Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í fyrri hálfleik og var í raun heppið að vera ekki meira undir. „Við vorum í basli með 5-1 vörnina þeirra en við leystum það mun betur í seinni hálfleik. „Það var þessi hárblásari sem við fengum í hálfleik. Þá var ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinu. „Þetta gengur ekki. Við erum með betra lið. Þetta voru mikilvæg stig í toppbaráttunni,“ sagði Þórey. Hrafnhildur: Getum ekki hugsað lengra en einn leik í einu„Við vorum mikið betra liðið í fyrri hálfleik en fórum með einhver 100% færi,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir annar þjálfari ÍBV. „Það var þvílíkur kraftur í liðinu í fyrri hálfleik. Þær voru frábærar og engin spurning að við hefðum auðveldlega getað verið sjö, átta mörkum yfir í hálfleik. „Grótta voru arfa slakar í fyrri hálfleik en þær voru líka mjög góðar í seinni hálfleik.“ Hrafnhildur sagðist þurfa að horfa á leikinn aftur til að greina hvað fór nákvæmlega úrskeiðis í seinni hálfleiknum. „Vörnin var ekki eins góð og hún var í fyrri hálfleik og markvarslan dettur alveg niður með vörninni. Svo lendum við líka í veseni í sóknarleiknum. Þær breyta um vörn sem við náum aldrei að leysa.“ Fyrir leikinn í dag var ÍBV þremur stigum á eftir Gróttu á toppi deildarinnar. Nú munar fimm stigum og tíu stig í pottinum. Hrafnhildur segir liðið þurfa að einbeita sér að einum leik í einu það sem eftir er móts í stað þess að reyna að elta Gróttu. „Við tökum einn leik fyrir í einu. Við eigum gríðarlega erfiða leiki framundan gegn Val, Selfossi og Haukum. „Við spiluðum ekki vel í janúar og eins og staðan er núna getum við ekki hugsað lengra en einn leik í einu. Olís-deild kvenna Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Grótta lagði ÍBV 27-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í toppslag Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. ÍBV var 12-8 yfir í hálfleik. Bikarúrslitahelgin þar sem Grótta varð að sætta sig við silfur í kjölfar tvíframlengds undanúrslitaleiks virtist sitja í liði Gróttu. Liðið lék sérstaklega illa í fyrri hálfleik. Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í hálfleiknum og getur þakkað klaufaskap ÍBV það að hafa aðeins farið fjórum mörkum undir inn í hálfleikinn. ÍBV fór illa með fjölda dauðafæra og ekki síst hraðaupphlaup í fyrri hálfleiknum og tapaði sjálft boltanum 8 sinnum en liðið virtist hreinlega falla niður á plan Gróttu eftir frábæra byrjun þar sem liðið komst í 6-1. Allt annað var að sjá til Gróttu í seinni hálfleik. Liðið mætti mjög ákveðið til leiks. Með góða vörn og mjög ákveðna sókn náði liðið að jafna metin í 14-14 á rétt rúmlega fjórum mínútum. ÍBV tók leikhlé og strax í kjölfarið meiddist Lovísa Thompson sem þá hafði skorað tvö mörk í röð fyrir Gróttu og dró það tennurnar úr liði Gróttu í andartak og ÍBV komst aftur tveimur mörkum yfir. Grótta jafnaði sig þó fljótt á áfallinu og náði aftur frumkvæðinu á leiknum áður en langt um leið. Grótta lék frábærlega í seinni hálfleik. Vörnin var frábær og sóknin jafn góð og hún var slök fyrir hlé. Leikur liðsins var allur kraftmeiri og ljóst að Kári Garðarsson þjálfari náði til leikmanna sinna í hálfleiknum. ÍBV missti aftur á móti trúna er leið á leikinn og fór sjálfstraustið fljótt en þetta var þriðja tap liðsins í fimm leikjum. Grótta er með þriggja stiga forystu á Hauka á toppi deildarinnar en Haukar eiga leik til góða. ÍBV er nú fimm stigum frá toppnum og fara deildarmeistaravonir liðsins hverfandi. Þórey: Ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinuÞórey Anna Ásgeirsdóttir fór á kostum í seinni hálfleik í liði Gróttu eftir að hafa ekki náð sér á strik í fyrri hálfleik frekar en aðrir leikmenn liðsins. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Við vorum ekki mættar til leiks. Við ætluðum að mæta brjálaðar til leiks og sýna hvað í okkur býr eftir bikarinn,“ sagði Þórey sem sagði enga þreyta hafa verið í liðinu eftir bikarhelgina. „Við rifum okkur upp í seinni hálfleik og sýndum hvað við getum.“ Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í fyrri hálfleik og var í raun heppið að vera ekki meira undir. „Við vorum í basli með 5-1 vörnina þeirra en við leystum það mun betur í seinni hálfleik. „Það var þessi hárblásari sem við fengum í hálfleik. Þá var ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinu. „Þetta gengur ekki. Við erum með betra lið. Þetta voru mikilvæg stig í toppbaráttunni,“ sagði Þórey. Hrafnhildur: Getum ekki hugsað lengra en einn leik í einu„Við vorum mikið betra liðið í fyrri hálfleik en fórum með einhver 100% færi,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir annar þjálfari ÍBV. „Það var þvílíkur kraftur í liðinu í fyrri hálfleik. Þær voru frábærar og engin spurning að við hefðum auðveldlega getað verið sjö, átta mörkum yfir í hálfleik. „Grótta voru arfa slakar í fyrri hálfleik en þær voru líka mjög góðar í seinni hálfleik.“ Hrafnhildur sagðist þurfa að horfa á leikinn aftur til að greina hvað fór nákvæmlega úrskeiðis í seinni hálfleiknum. „Vörnin var ekki eins góð og hún var í fyrri hálfleik og markvarslan dettur alveg niður með vörninni. Svo lendum við líka í veseni í sóknarleiknum. Þær breyta um vörn sem við náum aldrei að leysa.“ Fyrir leikinn í dag var ÍBV þremur stigum á eftir Gróttu á toppi deildarinnar. Nú munar fimm stigum og tíu stig í pottinum. Hrafnhildur segir liðið þurfa að einbeita sér að einum leik í einu það sem eftir er móts í stað þess að reyna að elta Gróttu. „Við tökum einn leik fyrir í einu. Við eigum gríðarlega erfiða leiki framundan gegn Val, Selfossi og Haukum. „Við spiluðum ekki vel í janúar og eins og staðan er núna getum við ekki hugsað lengra en einn leik í einu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira