Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 10:00 Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, tók ekki undir hrós í garð stelpnanna frá spyrli á blaðamannafundi á Algarve-mótinu í gær. Stelpurnar okkar hefja leik á mótinu í dag þegar þær mæta Belgíu klukkan 15.00, en stefnan er sett á gullið eins og kom fram í viðtali Fréttablaðsins við Dagnýju Brynjarsdóttur í dag. „Í fyrra sagðist þú vera með mjög ungt lið en Ísland spilaði mjög vel. Við hverju megum við búast í ár?“ var spurningin sem Freyr fékk á fundinum í gær þar sem þjálfarar liðanna í A-riðli sátu fyrir svörum. Það stóð ekki á svari hjá Frey: „Við spiluðum ekki það vel. Við skoruðum ekki mark í fyrra. Það þarf að byrja á því að skora mark,“ svaraði þjálfarinn, en SportTV er statt á Algarve-mótinu og birti myndband af fundinum. Það má einnig sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenska liðið hafnaði í níunda sæti eftir að ná aðeins í eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum, en liðið kom boltanum aldrei í mark andstæðingsins. „Á hverju ári viljum við njóta umgjarðarinnar sem er búin til hér. Það er búinn að vera erfiður vetur í Reykjavík og mikill snjór þannig við njótum þess að vera hérna og spila á góðum völlum,“ sagði Freyr. „Við hlökkum til þess að reyna að vinna Danmörku einu sinni. Ég er mjög spenntur fyrir því að spila á móti Kanada líka sem við höfum aldrei mætt áður. Við erum með háleit markmið en við ætlum að byrja á því að reyna að skora eitt mark,“ sagði Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, tók ekki undir hrós í garð stelpnanna frá spyrli á blaðamannafundi á Algarve-mótinu í gær. Stelpurnar okkar hefja leik á mótinu í dag þegar þær mæta Belgíu klukkan 15.00, en stefnan er sett á gullið eins og kom fram í viðtali Fréttablaðsins við Dagnýju Brynjarsdóttur í dag. „Í fyrra sagðist þú vera með mjög ungt lið en Ísland spilaði mjög vel. Við hverju megum við búast í ár?“ var spurningin sem Freyr fékk á fundinum í gær þar sem þjálfarar liðanna í A-riðli sátu fyrir svörum. Það stóð ekki á svari hjá Frey: „Við spiluðum ekki það vel. Við skoruðum ekki mark í fyrra. Það þarf að byrja á því að skora mark,“ svaraði þjálfarinn, en SportTV er statt á Algarve-mótinu og birti myndband af fundinum. Það má einnig sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenska liðið hafnaði í níunda sæti eftir að ná aðeins í eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum, en liðið kom boltanum aldrei í mark andstæðingsins. „Á hverju ári viljum við njóta umgjarðarinnar sem er búin til hér. Það er búinn að vera erfiður vetur í Reykjavík og mikill snjór þannig við njótum þess að vera hérna og spila á góðum völlum,“ sagði Freyr. „Við hlökkum til þess að reyna að vinna Danmörku einu sinni. Ég er mjög spenntur fyrir því að spila á móti Kanada líka sem við höfum aldrei mætt áður. Við erum með háleit markmið en við ætlum að byrja á því að reyna að skora eitt mark,“ sagði Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00
Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30
Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00