Það var gert á sama fundi og nýr búningur íslensku landsliðanna var kynntur til leiks, en þetta er treyjan sem strákarnir okkar klæðast á EM í Frakklandi í sumar.
Kvennalandsliðið og unglingalandsliðin munu einnig leika í sömu treyjum frá og með næsta hausti, en öll landslið munu nota nýju treyjuna næstu tvö árin.
Í fyrsta sinn fær KSÍ greitt frá búningastyrktaraðila, en þetta staðfesti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi á fundinum í dag. Margir aðilar höfðu áhuga á að klæða strákana upp á EM og var knattspyrnusambandið því í góðri samningsstöðu.
Samningurinn hleypur á nokkrum tugum milljóna næstu árin, en heildarverðmæti samningsins er um 100 milljónir króna, að sögn Geirs.
Strákarnir okkar verða í svokölluðum slim-fit útgáfum af nýju treyjunni á EM, en hinn almenni stuðningsmaður getur keypt sér „venjulega“ útgáfu af honum.
Nýju treyjurnar. pic.twitter.com/nyWLCdpAXE
— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016
Part 2. pic.twitter.com/rdq5tJCvYq
— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016
Hvað finnst fólki? pic.twitter.com/UolSYLeW2d
— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016