Fótbolti

Fyrsti sigur Rosenborg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Matthías var í liðinu í dag.
Matthías var í liðinu í dag. vísir/afp
Rosenborg vann sinn fyrsta sigur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið vann 1-0 sigur á Strømsgodset í dag.

Norsku meistararnir í Rosenborg töpuðu fyrsta leiknum í deildinni fyrir Odd Ballklubb, en komust á sigurbraut í dag.

Christian Gytkjær skoraði eina mark leiksins á fimmtándu mínútu eftir undirbúning Fredik Midtsjö og lokatölur 1-0.

Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn fyrir Rosenborg, en Hólmar Örn Eyjólfsson var fjarri góðu gamni.

Adam Örn Arnarson og Aron Elís Þrándarson voru í tapliði Álasund sem steinlá fyrir Haugesund, 3-0, á útivelli í dag, en Álasund vann fyrsta leikinn sinn.

Í Danmörku voru Hallgrímur Jónasson og Ari Freyr Skúlason í sigurliði OB sem vann 0-2 sigur á Hobro á útivelli. Ari Freyr Skúlason var tekinn af velli á 71. mínútu, en OB er í sjötta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×